Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2025 09:30 Willum Þór Þórsson þurfti tíma til að jafna sig á niðurstöðu Alþingiskosninga vetrarins. Það högg veitti þó tækifæri til að eyða dýrmætum tíma með fjölskyldunni, sem og íhuga næstu skref. Vísir/Vilhelm Það tók Willum Þór Þórsson, fyrrum heilbrigðisráðherra, töluverðan tíma að jafna sig á niðurstöðu Alþingiskosninga vetrarins. Hann gat þó gefið sér meiri tíma með fjölskyldunni og gat, í fyrsta skipti á ævinni, ígrundað næstu skref. Willum Þór féll út af þingi í Alþingiskosningunum í desember þar sem hann leiddi Framsóknarflokk í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn átti ekki góðu gengi að fagna. Hann segir niðurstöðuna hafa reynst sér þungbær. „Auðvitað hefur maður mikinn metnað og mér fannst þetta skemmtilegt, ég naut þess, þetta var mjög krefjandi. Þessi þrjú ár flugu í gegn, ég veit ekki hvað varð af þeim. Mér fannst alveg sérlega skemmtilegt að fá tækifæri til að vera heilbrigðisráðherra og hefði alveg verið til í að vera það áfram,“ Klippa: Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig „Þjóðin ræður þessu, eins og lýðræðið á að snúast um. En svo er ég svolítið tapsár. Þetta var alveg þungt, það tók alveg tíma að jafna mig á því,“ segir Willum sem sat á þingi frá 2013 til 2016 og 2017 til 2024. Þá var hann heilbrigðisráðherra frá 2021 fram til kosninganna í lok síðasta árs. Gat hugsað hvað hann eigi að gera þegar hann verður stór Nýlega tilkynnti Willum um framboð til forseta ÍSÍ. Hann gerði það að vel ígrunduðu máli og hefur nýtt vikurnar frá kosningum með fjölskyldunni, auk þess að íhuga næstu skref sín í lífinu. Hann hefur til að mynda eytt töluverðum tíma í bæði Birmingham á Englandi og Groningen í Hollandi, hvar synir hans leika sem atvinnumenn í fótbolta. „Nú hef ég verið að endurheimta samveru með fjölskyldu. Aðeins að gefa mér meiri tíma, með fjölskyldunni og börnum. Ég á auðvitað fimm börn og þrjú þeirra eru í útlöndum. Ég hef verið að heimsækja þau og tvö heima sem hafa nóg að sýsla. Ég gef meira tækifæri bæði til að styðja þau í námi og íþróttum. „Ég nýt þess og hef líka gefið mér tíma hvað ég eigi að gera þegar ég verð stór,“ segir Willum. Ekki hafi gefist mikill tími til slíks, enda haft nóg fyrir stafni ýmist sem kennari, fótboltaþjálfari og þingmaður, auk föðurhlutverksins. „Þegar maður er á kafi í íþróttum. Þá einhvern veginn snýst allt um það og lífið kemur svolítið til þín og út frá því. Svo ég ákvað það núna að gefa mér tíma,“ „Að vera Alþingismaður er 24/7 og kannski heilbrigðisráðherra enn frekar, sem hluti af bæði löggjafar og framkvæmdavaldi. Þá er sólarhringurinn undir,“ segir Willum. Brot úr viðtali við Willum má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Dagskráin: EM-pallborð, Körfuboltakvöld og barátta í Síkinu og Vesturbæ Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Willum Þór féll út af þingi í Alþingiskosningunum í desember þar sem hann leiddi Framsóknarflokk í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn átti ekki góðu gengi að fagna. Hann segir niðurstöðuna hafa reynst sér þungbær. „Auðvitað hefur maður mikinn metnað og mér fannst þetta skemmtilegt, ég naut þess, þetta var mjög krefjandi. Þessi þrjú ár flugu í gegn, ég veit ekki hvað varð af þeim. Mér fannst alveg sérlega skemmtilegt að fá tækifæri til að vera heilbrigðisráðherra og hefði alveg verið til í að vera það áfram,“ Klippa: Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig „Þjóðin ræður þessu, eins og lýðræðið á að snúast um. En svo er ég svolítið tapsár. Þetta var alveg þungt, það tók alveg tíma að jafna mig á því,“ segir Willum sem sat á þingi frá 2013 til 2016 og 2017 til 2024. Þá var hann heilbrigðisráðherra frá 2021 fram til kosninganna í lok síðasta árs. Gat hugsað hvað hann eigi að gera þegar hann verður stór Nýlega tilkynnti Willum um framboð til forseta ÍSÍ. Hann gerði það að vel ígrunduðu máli og hefur nýtt vikurnar frá kosningum með fjölskyldunni, auk þess að íhuga næstu skref sín í lífinu. Hann hefur til að mynda eytt töluverðum tíma í bæði Birmingham á Englandi og Groningen í Hollandi, hvar synir hans leika sem atvinnumenn í fótbolta. „Nú hef ég verið að endurheimta samveru með fjölskyldu. Aðeins að gefa mér meiri tíma, með fjölskyldunni og börnum. Ég á auðvitað fimm börn og þrjú þeirra eru í útlöndum. Ég hef verið að heimsækja þau og tvö heima sem hafa nóg að sýsla. Ég gef meira tækifæri bæði til að styðja þau í námi og íþróttum. „Ég nýt þess og hef líka gefið mér tíma hvað ég eigi að gera þegar ég verð stór,“ segir Willum. Ekki hafi gefist mikill tími til slíks, enda haft nóg fyrir stafni ýmist sem kennari, fótboltaþjálfari og þingmaður, auk föðurhlutverksins. „Þegar maður er á kafi í íþróttum. Þá einhvern veginn snýst allt um það og lífið kemur svolítið til þín og út frá því. Svo ég ákvað það núna að gefa mér tíma,“ „Að vera Alþingismaður er 24/7 og kannski heilbrigðisráðherra enn frekar, sem hluti af bæði löggjafar og framkvæmdavaldi. Þá er sólarhringurinn undir,“ segir Willum. Brot úr viðtali við Willum má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Dagskráin: EM-pallborð, Körfuboltakvöld og barátta í Síkinu og Vesturbæ Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira