Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. mars 2025 23:25 Mette Frederiksen segir Atlantshafsbandalagið þurfa að stórauka viðveru sína á norðurslóðum. EPA/Bo Amstrup Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. Hún birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún segir orðræðu J.D. Vance varaforseta í garð dönsku þjóðarinnar ósanna. Hann fór hörðum orðum um dönsk stjórnvöld í heimsókn sinni á herstöðina bandarísku í Pituffik á Grænlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn, í óþökk stjórnvalda bæði í Kaupmannahöfn og Nuuk. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði hann meðal annars. Frederiksen segir Danmörku góðan og sterkan bandamann. „Það erum við í samhengi ógnarinnar úr Rússlandi. Og við höfum aukið útgjöld til varnarmála svo eftir er tekið. Í mörg ár höfum við staðið við hlið Bandaríkjamanna í erfiðum aðstæðum. Því er það ekki með sanngjörnum hætti sem varaforsetinn talar um Danmörku,“ segir hún. Mette Frederiksen segir þó að það sé rétt að aukna áherslu þurfi að leggja á öryggismál á norðurheimskautinu. Danir séu að auka eftirlit sitt og styrkja hernaðarlega viðveru sína með smíðum nýrra skipa, dróna og gervihnatta. Hún bendir jafnframt á að Grænland sé einnig hluti af Atlantshafsbandalaginu og því þurfi bandalagið að stórauka viðveru sína á heimskautinu. Við erum tilbúin til að vinna með Bandaríkjamönnum dag og nótt. Slíkt samstarf þarf að grundvallast á hinum nauðsynlegu alþjóðlegu leikreglum. Og á auknum vörnum fyrir alla hluta Atlantshafsbandalagsins,“ segir Mette. Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Hún birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún segir orðræðu J.D. Vance varaforseta í garð dönsku þjóðarinnar ósanna. Hann fór hörðum orðum um dönsk stjórnvöld í heimsókn sinni á herstöðina bandarísku í Pituffik á Grænlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn, í óþökk stjórnvalda bæði í Kaupmannahöfn og Nuuk. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði hann meðal annars. Frederiksen segir Danmörku góðan og sterkan bandamann. „Það erum við í samhengi ógnarinnar úr Rússlandi. Og við höfum aukið útgjöld til varnarmála svo eftir er tekið. Í mörg ár höfum við staðið við hlið Bandaríkjamanna í erfiðum aðstæðum. Því er það ekki með sanngjörnum hætti sem varaforsetinn talar um Danmörku,“ segir hún. Mette Frederiksen segir þó að það sé rétt að aukna áherslu þurfi að leggja á öryggismál á norðurheimskautinu. Danir séu að auka eftirlit sitt og styrkja hernaðarlega viðveru sína með smíðum nýrra skipa, dróna og gervihnatta. Hún bendir jafnframt á að Grænland sé einnig hluti af Atlantshafsbandalaginu og því þurfi bandalagið að stórauka viðveru sína á heimskautinu. Við erum tilbúin til að vinna með Bandaríkjamönnum dag og nótt. Slíkt samstarf þarf að grundvallast á hinum nauðsynlegu alþjóðlegu leikreglum. Og á auknum vörnum fyrir alla hluta Atlantshafsbandalagsins,“ segir Mette.
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira