Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. mars 2025 23:25 Mette Frederiksen segir Atlantshafsbandalagið þurfa að stórauka viðveru sína á norðurslóðum. EPA/Bo Amstrup Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. Hún birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún segir orðræðu J.D. Vance varaforseta í garð dönsku þjóðarinnar ósanna. Hann fór hörðum orðum um dönsk stjórnvöld í heimsókn sinni á herstöðina bandarísku í Pituffik á Grænlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn, í óþökk stjórnvalda bæði í Kaupmannahöfn og Nuuk. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði hann meðal annars. Frederiksen segir Danmörku góðan og sterkan bandamann. „Það erum við í samhengi ógnarinnar úr Rússlandi. Og við höfum aukið útgjöld til varnarmála svo eftir er tekið. Í mörg ár höfum við staðið við hlið Bandaríkjamanna í erfiðum aðstæðum. Því er það ekki með sanngjörnum hætti sem varaforsetinn talar um Danmörku,“ segir hún. Mette Frederiksen segir þó að það sé rétt að aukna áherslu þurfi að leggja á öryggismál á norðurheimskautinu. Danir séu að auka eftirlit sitt og styrkja hernaðarlega viðveru sína með smíðum nýrra skipa, dróna og gervihnatta. Hún bendir jafnframt á að Grænland sé einnig hluti af Atlantshafsbandalaginu og því þurfi bandalagið að stórauka viðveru sína á heimskautinu. Við erum tilbúin til að vinna með Bandaríkjamönnum dag og nótt. Slíkt samstarf þarf að grundvallast á hinum nauðsynlegu alþjóðlegu leikreglum. Og á auknum vörnum fyrir alla hluta Atlantshafsbandalagsins,“ segir Mette. Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Hún birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún segir orðræðu J.D. Vance varaforseta í garð dönsku þjóðarinnar ósanna. Hann fór hörðum orðum um dönsk stjórnvöld í heimsókn sinni á herstöðina bandarísku í Pituffik á Grænlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn, í óþökk stjórnvalda bæði í Kaupmannahöfn og Nuuk. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði hann meðal annars. Frederiksen segir Danmörku góðan og sterkan bandamann. „Það erum við í samhengi ógnarinnar úr Rússlandi. Og við höfum aukið útgjöld til varnarmála svo eftir er tekið. Í mörg ár höfum við staðið við hlið Bandaríkjamanna í erfiðum aðstæðum. Því er það ekki með sanngjörnum hætti sem varaforsetinn talar um Danmörku,“ segir hún. Mette Frederiksen segir þó að það sé rétt að aukna áherslu þurfi að leggja á öryggismál á norðurheimskautinu. Danir séu að auka eftirlit sitt og styrkja hernaðarlega viðveru sína með smíðum nýrra skipa, dróna og gervihnatta. Hún bendir jafnframt á að Grænland sé einnig hluti af Atlantshafsbandalaginu og því þurfi bandalagið að stórauka viðveru sína á heimskautinu. Við erum tilbúin til að vinna með Bandaríkjamönnum dag og nótt. Slíkt samstarf þarf að grundvallast á hinum nauðsynlegu alþjóðlegu leikreglum. Og á auknum vörnum fyrir alla hluta Atlantshafsbandalagsins,“ segir Mette.
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira