Tala látinna komin yfir þúsund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2025 07:40 Sjálfboðaliðar í Naypyitaw leita í rústum. AP Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. Mjanmarski herinn greindi frá því snemma í morgun að tala látinna hefði hækkað upp í að minnsta kosti 1.002. Þar að auki séu nærri 2400 manns slasaðir og þrjátíu enn saknað. Þá eru minnst sex látnir eftir að hafa orðið undir rústum háhýsis í byggingu í Bangkok höfuðborg Taílands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir taílenskum embættismönnum að óttast sé að um hundrað manns séu enn undir rústunum en reiknað sé með að um fimmtán manns séu enn við lífsmark. Björgunarmenn leita þar enn af fullum krafti. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.Vísir Min Aung Hlaing, yfirherforingi Mjanmar, hefur gert ákall eftir aðstoð frá öðrum þjóðum, sem er sjaldgæft af mjanmörskum yfirvöldum en þar hafa herforingjar verið við völd frá 2021 þegar mjanmarski herinn framdi valdarán gegn þáverandi stjórn. „Ég býð hvaða landi, stofnun eða einstaklingi sem er inn í Mjanmar til að aðstoða okkur, takk,“ sagði Hlaing í ávarpi í gær. Bandaríkin, Evrópusambandið, Samband Suðaustur-Asíuríkja og Kína hafa heitið stuðningi. Að öðru leyti hafa upplýsingar frá mjanmörskum yfirvöldum verið af skornum skammti. Blaðamaður BBC ræddi við sjálfboðaliða sem vinnur að björgunaraðgerðum í Mandalay. Hann segir ekki nóg til af tækjum og vélum til að grafa upp rústirnar. „Við erum að grafa eftir fólki með berum höndum. Það dugir ekki til að ná fólkinu sem er fast undir rústunum upp úr þeim,“ hefur blaðamaðurinn eftir honum. „Fólk hrópar: hjálp, hjálp. Þetta er vonlaust.“ Mjanmar Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Taíland Tengdar fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. 28. mars 2025 10:44 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 28. mars 2025 07:27 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Mjanmarski herinn greindi frá því snemma í morgun að tala látinna hefði hækkað upp í að minnsta kosti 1.002. Þar að auki séu nærri 2400 manns slasaðir og þrjátíu enn saknað. Þá eru minnst sex látnir eftir að hafa orðið undir rústum háhýsis í byggingu í Bangkok höfuðborg Taílands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir taílenskum embættismönnum að óttast sé að um hundrað manns séu enn undir rústunum en reiknað sé með að um fimmtán manns séu enn við lífsmark. Björgunarmenn leita þar enn af fullum krafti. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.Vísir Min Aung Hlaing, yfirherforingi Mjanmar, hefur gert ákall eftir aðstoð frá öðrum þjóðum, sem er sjaldgæft af mjanmörskum yfirvöldum en þar hafa herforingjar verið við völd frá 2021 þegar mjanmarski herinn framdi valdarán gegn þáverandi stjórn. „Ég býð hvaða landi, stofnun eða einstaklingi sem er inn í Mjanmar til að aðstoða okkur, takk,“ sagði Hlaing í ávarpi í gær. Bandaríkin, Evrópusambandið, Samband Suðaustur-Asíuríkja og Kína hafa heitið stuðningi. Að öðru leyti hafa upplýsingar frá mjanmörskum yfirvöldum verið af skornum skammti. Blaðamaður BBC ræddi við sjálfboðaliða sem vinnur að björgunaraðgerðum í Mandalay. Hann segir ekki nóg til af tækjum og vélum til að grafa upp rústirnar. „Við erum að grafa eftir fólki með berum höndum. Það dugir ekki til að ná fólkinu sem er fast undir rústunum upp úr þeim,“ hefur blaðamaðurinn eftir honum. „Fólk hrópar: hjálp, hjálp. Þetta er vonlaust.“
Mjanmar Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Taíland Tengdar fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. 28. mars 2025 10:44 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 28. mars 2025 07:27 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07
Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. 28. mars 2025 10:44
43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 28. mars 2025 07:27