Viðskipti innlent

Eldis­fiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna

Árni Sæberg skrifar
Frá laxeldi á Patreksfirði.
Frá laxeldi á Patreksfirði. Vísir/Einar

Útflutningsverðmæti allra fiskeldistegunda jókst um 17 prósent á milli ára og var 53,8 milljarðar króna árið 2024. Þar af var verðmæti laxaafurða um 47,7 milljarðar króna.

Í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands segir að heildarframleiðsla fiskeldisafurða hafi verið tæp 54,8 þúsund tonn á árinu 2024, sem sé 10 prósenta aukning frá árinu 2023. Langmest hafi verið framleitt af laxi eða tæplega 49,3 þúsund tonn. Magn bleikju hafi verið 4,8 þúsund tonn og dregist saman um 9 prósent. Magn annarra tegunda hafi verið undir 1000 tonnum.

Lax ber höfuð og herðar yfir aðrar tegundir

Sem áður segir hafi útflutningsverðmæti allra fiskeldistegunda aukist um 17 prósent á milli ára og verið 53,8 milljarðar króna árið 2024. Þar hafi hafi verðmæti laxaafurða verið um 47,7 milljarðar.

Norðmenn langefstir

Gögn um fiskeldisframleiðslu í Evrópu nái til ársloka 2023 og sýni að Noregur hafi verið langstærsti framleiðandi á laxi með rúm 1,5 milljón tonna, tíu sinnum meira en næsta þjóð, Skotland (Bretland). 

Færeyjar og Ísland hafi komið þar á eftir. Ísland framleiði mest af bleikju, 5.248 tonn. Eldi regnbogasilungs sé orðið lítið á Íslandi en Ítalía, Frakkland, Spánn, Danmörk og Finnland hafi verið með stöðuga framleiðslu á regnbogasilungi síðustu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×