Segir ÍR að slökkva á skiltinu Árni Sæberg skrifar 31. mars 2025 11:49 Auglýsingaskiltiið hefur staðið lengi á sínum stað og aflað ÍR mikilvægra tekna. Vísir/Anton Brink Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur krafist þess að Íþróttafélags Reykjavíkur slökkvi á ljósaskilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Breiðholti. Í kæru sinni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir ÍR að skiltið sé mikilvæg tekjulind fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Í kæru ÍR segir að félagið fari fram á að ákvörðun byggingarfulltrúa um að félagið skuli slökkva á LED-skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga verði felld úr gildi. Skiltið hafi staðið þarna árum saman, hafi fyrst verið flettiskilti en síðar uppfært í nútímatækni, það er gert stafrænt og félagið telji að það sé heimild fyrir því í samþykktum Reykjavíkurborgar um skilti frá maí 2020. Borgin hefði nefnt heimildarskort fyrr væri hann til staðar „Ef væri ekki heimild fyrir skiltinu væri borgin búin að nefna það í fyrri samskiptum. Í framhaldi af samkomulagi ÍR og borgarinnar frá maí 2016 ætlar borgin að finna skiltinu nýjan stað þar sem trjágróður á núverandi stað er að skerða sýnleika skiltisins og þar með virðið, en auglýsingatekjur af skiltinu er mikilvæg tekjulind fyrir barna- og unglingastarf félagsins.“ Skiltið stendur við gatnamót Breiðholtsbrautar og Seljaskóga.Vísir/Anton Brink Síðla árs 2023 hafi félagið fylgt þessu samkomulagi eftir og óskað eftir að skoðaðar yrðu leiðir til að auka sýnileika skiltisins og í bréfi dagsettu 18. janúar 2024 frá skipulagsfulltrúa komi fram að þegar sé heimild fyrir þessu skilti í deiliskipulagi og hvergi nefnt að neitt leyfi vantaði fyrir skiltinu á núverandi stað. Skipti mjög miklu máli Niðurstaðan hafi verið að ekki væru gerðar skipulagslegar athugasemdir við að ÍR léti vinna að breytingu á deiliskipulagi til að heimila færslu á því innan lóðar. Hvergi hafi komið fram athugasemdir við skiltið og núverandi staðsetningu. Í ljósi ofangreindra upplýsinga óski ÍR eftir að byggingarfulltrúi endurskoði þá ákvörðun sína að slökkva þurfi á skiltinu. Loks segir í kafla kærunnar um hagsmuni kæranda að ákvörðun byggingarfulltrúa hafi mjög mikil áhrif á hagsmuni félagsins. Ef slökkt yrði á skiltinu töpuðust leikutekjur, sem skipti félagið miklu máli fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Skipulag Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík ÍR Tengdar fréttir Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03 Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Í kæru ÍR segir að félagið fari fram á að ákvörðun byggingarfulltrúa um að félagið skuli slökkva á LED-skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga verði felld úr gildi. Skiltið hafi staðið þarna árum saman, hafi fyrst verið flettiskilti en síðar uppfært í nútímatækni, það er gert stafrænt og félagið telji að það sé heimild fyrir því í samþykktum Reykjavíkurborgar um skilti frá maí 2020. Borgin hefði nefnt heimildarskort fyrr væri hann til staðar „Ef væri ekki heimild fyrir skiltinu væri borgin búin að nefna það í fyrri samskiptum. Í framhaldi af samkomulagi ÍR og borgarinnar frá maí 2016 ætlar borgin að finna skiltinu nýjan stað þar sem trjágróður á núverandi stað er að skerða sýnleika skiltisins og þar með virðið, en auglýsingatekjur af skiltinu er mikilvæg tekjulind fyrir barna- og unglingastarf félagsins.“ Skiltið stendur við gatnamót Breiðholtsbrautar og Seljaskóga.Vísir/Anton Brink Síðla árs 2023 hafi félagið fylgt þessu samkomulagi eftir og óskað eftir að skoðaðar yrðu leiðir til að auka sýnileika skiltisins og í bréfi dagsettu 18. janúar 2024 frá skipulagsfulltrúa komi fram að þegar sé heimild fyrir þessu skilti í deiliskipulagi og hvergi nefnt að neitt leyfi vantaði fyrir skiltinu á núverandi stað. Skipti mjög miklu máli Niðurstaðan hafi verið að ekki væru gerðar skipulagslegar athugasemdir við að ÍR léti vinna að breytingu á deiliskipulagi til að heimila færslu á því innan lóðar. Hvergi hafi komið fram athugasemdir við skiltið og núverandi staðsetningu. Í ljósi ofangreindra upplýsinga óski ÍR eftir að byggingarfulltrúi endurskoði þá ákvörðun sína að slökkva þurfi á skiltinu. Loks segir í kafla kærunnar um hagsmuni kæranda að ákvörðun byggingarfulltrúa hafi mjög mikil áhrif á hagsmuni félagsins. Ef slökkt yrði á skiltinu töpuðust leikutekjur, sem skipti félagið miklu máli fyrir barna- og unglingastarf félagsins.
Skipulag Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík ÍR Tengdar fréttir Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03 Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03
Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20