Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar 31. mars 2025 12:31 Við sveitarstjórnarmenn Framsóknar lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Tillagan ber með sér skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnulíf og byggðafestu vítt og breitt um landið. Sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífi fjölda sveitarfélaga og á mörgum stöðum einfaldlega lífæð samfélagsins. Því vekur það furðu og vonbrigði að lagafrumvarp skuli lagt fram án þess að nein greining hafi farið fram á áhrifum þess á sjávarútvegssveitarfélög, atvinnulíf eða byggðir landsins. Samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Þetta hefur ekki verið gert, sem er bæði ólöglegt og óábyrgt. Þessi vinnubrögð skapa vantraust og veikja tengsl ríkis og sveitarfélaga – á sama tíma og við þurfum á nánu og traustu samstarfi að halda.Við tökum undir gagnrýni Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem hafa lýst eindreginni andstöðu við frumvarpið. Ríkisstjórnin hefur ekki metið áhrif þessarar auknu skattheimtu á sjávarútvegssamfélög og afleiðingar sem skattheimtan getur leitt til. Slík óvissa er óásættanleg – og óverjandi að löggjafinn ákveði að fara þessa leið án upplýstrar umræðu og samráðs við þá sem breytingarnar varða hvað mest. Byggðarlögin og fólkið á bak við sjávarútveginn Þegar skattbyrði á lykilatvinnuveg, sem sjávarútvegurinn er víða um land, er aukin án greiningar og samráðs, eru það þau sem búa og starfa í sjávarbyggðum sem bera skaðann. Það er verulegt hagsmunamál að tryggja jafnvægi milli þjóðhagslegra tekna og sjálfbærs atvinnulífs í sjávarbyggðum. Með þessari tillögu virðist ríkisvaldið snúa baki við þeirri ábyrgð.Auk þess gagnrýnum við harðlega þá staðreynd að umsagnarfrestur vegna málsins er einungis tíu dagar. Svo skammur frestur gerir sveitarfélögum nær ókleift að vinna málið faglega og bera það upp í sveitarstjórn til að senda frá sér rökstudda umsögn. Þetta dregur úr gæðum ákvarðanatöku og skaðar traustið á stjórnsýslunni. Farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð er á hófsemi og heiðarleika Við skorum á ríkisstjórnina að staldra við og hefja raunverulegt samtal við hagaðila – samtal sem byggir á greiningum, staðreyndum og gagnkvæmri virðingu. Tillögur um veiðigjöld verða að taka mið af áhrifum þeirra – ekki aðeins á ríkissjóð, heldur á þau samfélög sem sjávarútvegurinn heldur uppi.Við krefjumst þess að þessi tillaga verði endurskoðuð frá grunni – í þágu skynsemi, sanngirni og framtíðar byggða um allt land. Anton Guðmundsson – oddviti Framsóknar - Suðurnesjabæ Ásgerður Kristín Gylfadóttir – oddviti Framsóknar - Hornafirði Ásrún Helga Kristinsdóttir – oddviti Framsóknar - Grindavíkurbæ Axel Örn Sveinbjörnsson – oddviti Framsóknar - Vopnafjarðarhreppi Hjálmar Bogi Hafliðason – oddviti Framsóknar - Norðurþingi Hrund Pétursdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Skagafirði Jónína Brynjólfsdóttir – oddviti Framsóknar - Múlaþingi Monika Margrét Stefánsdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Dalvíkurbyggð Sunna Hlín Jóhannesdóttir – oddviti Framsóknar - Akureyri Þuríður Lillý Sigurðardóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Við sveitarstjórnarmenn Framsóknar lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Tillagan ber með sér skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnulíf og byggðafestu vítt og breitt um landið. Sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífi fjölda sveitarfélaga og á mörgum stöðum einfaldlega lífæð samfélagsins. Því vekur það furðu og vonbrigði að lagafrumvarp skuli lagt fram án þess að nein greining hafi farið fram á áhrifum þess á sjávarútvegssveitarfélög, atvinnulíf eða byggðir landsins. Samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Þetta hefur ekki verið gert, sem er bæði ólöglegt og óábyrgt. Þessi vinnubrögð skapa vantraust og veikja tengsl ríkis og sveitarfélaga – á sama tíma og við þurfum á nánu og traustu samstarfi að halda.Við tökum undir gagnrýni Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem hafa lýst eindreginni andstöðu við frumvarpið. Ríkisstjórnin hefur ekki metið áhrif þessarar auknu skattheimtu á sjávarútvegssamfélög og afleiðingar sem skattheimtan getur leitt til. Slík óvissa er óásættanleg – og óverjandi að löggjafinn ákveði að fara þessa leið án upplýstrar umræðu og samráðs við þá sem breytingarnar varða hvað mest. Byggðarlögin og fólkið á bak við sjávarútveginn Þegar skattbyrði á lykilatvinnuveg, sem sjávarútvegurinn er víða um land, er aukin án greiningar og samráðs, eru það þau sem búa og starfa í sjávarbyggðum sem bera skaðann. Það er verulegt hagsmunamál að tryggja jafnvægi milli þjóðhagslegra tekna og sjálfbærs atvinnulífs í sjávarbyggðum. Með þessari tillögu virðist ríkisvaldið snúa baki við þeirri ábyrgð.Auk þess gagnrýnum við harðlega þá staðreynd að umsagnarfrestur vegna málsins er einungis tíu dagar. Svo skammur frestur gerir sveitarfélögum nær ókleift að vinna málið faglega og bera það upp í sveitarstjórn til að senda frá sér rökstudda umsögn. Þetta dregur úr gæðum ákvarðanatöku og skaðar traustið á stjórnsýslunni. Farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð er á hófsemi og heiðarleika Við skorum á ríkisstjórnina að staldra við og hefja raunverulegt samtal við hagaðila – samtal sem byggir á greiningum, staðreyndum og gagnkvæmri virðingu. Tillögur um veiðigjöld verða að taka mið af áhrifum þeirra – ekki aðeins á ríkissjóð, heldur á þau samfélög sem sjávarútvegurinn heldur uppi.Við krefjumst þess að þessi tillaga verði endurskoðuð frá grunni – í þágu skynsemi, sanngirni og framtíðar byggða um allt land. Anton Guðmundsson – oddviti Framsóknar - Suðurnesjabæ Ásgerður Kristín Gylfadóttir – oddviti Framsóknar - Hornafirði Ásrún Helga Kristinsdóttir – oddviti Framsóknar - Grindavíkurbæ Axel Örn Sveinbjörnsson – oddviti Framsóknar - Vopnafjarðarhreppi Hjálmar Bogi Hafliðason – oddviti Framsóknar - Norðurþingi Hrund Pétursdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Skagafirði Jónína Brynjólfsdóttir – oddviti Framsóknar - Múlaþingi Monika Margrét Stefánsdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Dalvíkurbyggð Sunna Hlín Jóhannesdóttir – oddviti Framsóknar - Akureyri Þuríður Lillý Sigurðardóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Fjarðabyggð
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun