Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 23:30 Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Vísir/tómas Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir. Töluvert hefur borið á því að myndskeið af börnum að beita önnur börn ofbeldi rati inn á samfélagsmiðla og fari þar í dreifingu. Iðulega er um að ræða fjölda gerenda gegn einum eða fáum þolendum, en dæmi eru um að þolendur séu allt niður í tíu ára gamlir. Oft á tíðum sé um sömu gerendur að ræða sem finni sífellt ný fórnarlömb. Upptaka sé líka ofbeldi Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Umrætt myndefni var birt á Instagram-aðgangi sem er nú með um 1.900 fylgjendur og má búast við að aðrir slíkir spretti upp þegar honum verður lokað. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá þá einhverja vitneskju. Kannski að minna á það, að deila upptökum, að skilja eftir athugasemd og að líka við færslu er þátttaka. Að taka upp er líka þátttaka að ofbeldi og nú er komið dómafordæmi fyrir því til dæmis.“ Sömu aðilar gjarnan á bak við síðurnar Bæði séu til dæmi um það að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál en einnig að slagsmál brjótist út fyrir tilviljun sem séu síðan tekin upp. Lögreglan hvetur fólk til að tilkynna ef það verður vart við slíkt myndefni. „Það er til dæmis hnappur inn á logreglan.is, ég vil tilkynna brot, og velja, ofbeldismyndband ungmenna. Það er mikilvægt að tilkynna til okkar svo við getum gert eitthvað í því. Hvort sem að þú veist að það er myndband af þér í dreifingu eða barninu þínu eða þú bara sérð það á veggnum þínum. Þá skal tilkynna það til okkar svo við getum tekið það niður.“ Lögregluna grunar að sömu aðilar séu gjarnan á bak við síðurnar, enda beri þær oft sambærileg nöfn. Foreldrar eru hvattir til að vera vakandi fyrir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá það einhverja vitneskju.“ Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Töluvert hefur borið á því að myndskeið af börnum að beita önnur börn ofbeldi rati inn á samfélagsmiðla og fari þar í dreifingu. Iðulega er um að ræða fjölda gerenda gegn einum eða fáum þolendum, en dæmi eru um að þolendur séu allt niður í tíu ára gamlir. Oft á tíðum sé um sömu gerendur að ræða sem finni sífellt ný fórnarlömb. Upptaka sé líka ofbeldi Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Umrætt myndefni var birt á Instagram-aðgangi sem er nú með um 1.900 fylgjendur og má búast við að aðrir slíkir spretti upp þegar honum verður lokað. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá þá einhverja vitneskju. Kannski að minna á það, að deila upptökum, að skilja eftir athugasemd og að líka við færslu er þátttaka. Að taka upp er líka þátttaka að ofbeldi og nú er komið dómafordæmi fyrir því til dæmis.“ Sömu aðilar gjarnan á bak við síðurnar Bæði séu til dæmi um það að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál en einnig að slagsmál brjótist út fyrir tilviljun sem séu síðan tekin upp. Lögreglan hvetur fólk til að tilkynna ef það verður vart við slíkt myndefni. „Það er til dæmis hnappur inn á logreglan.is, ég vil tilkynna brot, og velja, ofbeldismyndband ungmenna. Það er mikilvægt að tilkynna til okkar svo við getum gert eitthvað í því. Hvort sem að þú veist að það er myndband af þér í dreifingu eða barninu þínu eða þú bara sérð það á veggnum þínum. Þá skal tilkynna það til okkar svo við getum tekið það niður.“ Lögregluna grunar að sömu aðilar séu gjarnan á bak við síðurnar, enda beri þær oft sambærileg nöfn. Foreldrar eru hvattir til að vera vakandi fyrir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá það einhverja vitneskju.“
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira