Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. mars 2025 19:35 Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna ætla á fundi atvinnuveganefndar á morgun að ræða það að afnema öll réttindi grásleppusjómanna að sögn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem situr í nefndinni. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jón Gunnarsson frá skilaboðum sem þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem sitja í atvinnuveganefnd Alþingis hafi borist. „Vandræðagangurinn mun halda áfram vegna þess að við vorum að fá skilaboð núna þingmenn minnihlutans í Atvinnuveganefnd um mál sem verður tekið upp í atvinnuveganefnd í fyrramálið þar sem að þingmenn þar, upp að sínu frumkvæði, ég trúi ekki að ríkisstjórnin standi á bak við þetta, ætla að afnema öll réttindi sem að grásleppusjómenn voru gefin á síðasta ári með lögum,“ segir Jón. Að sögn Þórarins Inga Péturssyni, þáverandi formaður atvinnuveganefndar, var tilgangur kvótasetningarinnar að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem stundi grásleppuveiðar. Kjartan Sveinsson, formaður Standveiðifélags Íslands mótmælti áformunum um kvótasetningu grásleppu í skoðanagrein á Vísi. Það gerði líka Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. „Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleift að stunda veiðarnar,“ skrifar Örn á Vísi. „Þetta er enn eitt vandræðamálið sem mun skapa ríkissjóði ábyrgðir og væntanlega leiða til málsókna ef að það verði í þetta farið. Ég trúi þessu því nú tæplega að ríkisstjórnin ætli að standa á bak við svona vitleysu. Það er eins og draugur Vinstri grænna sé afturgenginn hér þegar kemur að virðingu fyrir lögum í þessu landi,“ segir Jón. Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna í atvinnuveganefnd eru Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar og þingmaður Flokks fólksins, Eiríkur Björn Björgvinsson, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Viðreisnar, Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Lilja Rafney, sem nú er í Flokki fólksins, sagði sig úr Vinstri grænum árið 2024 eftir að frumvarpið um kvótasetningu grásleppu var samþykkt á Alþingi. Hún skrifaði nýlega um málið í skoðanagrein birta á Vísi. „Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar,“ skrifaði hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jón Gunnarsson frá skilaboðum sem þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem sitja í atvinnuveganefnd Alþingis hafi borist. „Vandræðagangurinn mun halda áfram vegna þess að við vorum að fá skilaboð núna þingmenn minnihlutans í Atvinnuveganefnd um mál sem verður tekið upp í atvinnuveganefnd í fyrramálið þar sem að þingmenn þar, upp að sínu frumkvæði, ég trúi ekki að ríkisstjórnin standi á bak við þetta, ætla að afnema öll réttindi sem að grásleppusjómenn voru gefin á síðasta ári með lögum,“ segir Jón. Að sögn Þórarins Inga Péturssyni, þáverandi formaður atvinnuveganefndar, var tilgangur kvótasetningarinnar að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem stundi grásleppuveiðar. Kjartan Sveinsson, formaður Standveiðifélags Íslands mótmælti áformunum um kvótasetningu grásleppu í skoðanagrein á Vísi. Það gerði líka Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. „Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleift að stunda veiðarnar,“ skrifar Örn á Vísi. „Þetta er enn eitt vandræðamálið sem mun skapa ríkissjóði ábyrgðir og væntanlega leiða til málsókna ef að það verði í þetta farið. Ég trúi þessu því nú tæplega að ríkisstjórnin ætli að standa á bak við svona vitleysu. Það er eins og draugur Vinstri grænna sé afturgenginn hér þegar kemur að virðingu fyrir lögum í þessu landi,“ segir Jón. Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna í atvinnuveganefnd eru Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar og þingmaður Flokks fólksins, Eiríkur Björn Björgvinsson, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Viðreisnar, Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Lilja Rafney, sem nú er í Flokki fólksins, sagði sig úr Vinstri grænum árið 2024 eftir að frumvarpið um kvótasetningu grásleppu var samþykkt á Alþingi. Hún skrifaði nýlega um málið í skoðanagrein birta á Vísi. „Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar,“ skrifaði hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira