Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. mars 2025 21:09 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Olena Selenska, eiginkona hans, minnast fórnarlamba Rússa í Bucha. AP Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa framið tugi þúsunda stríðsglæpa síðan þeir hófu innrás sína í landið fyrir þremur árum. Hann minntist fórnarlamba Rússa í borginni Bucha. „Fleiri en 183 þúsund glæpir sem tengjast yfirgangi Rússa gegn Úkraínu hafa verið skráðir opinberlega,“ sagði Vólódímír Selenskí, á leiðtogafundi evrópskra embættismanna í borginni Bucha. Þá sagði hann að tölurnar næðu ekki yfir glæpina framda á svæðunum sem Rússar hernema nú. Rússar hertóku borgina snemma eftir innrás þeirra og mættu hermennirnir með nafnalista frá leyniþjónustu Rússlands af fólki sem talið var geta ógnað Rússum. Þeir sem voru taldir vera ógn voru pyntaðir og teknir af lífi. Minnst 450 lík fundust, sum sem höfðu verið skilin eftir undir berum himni dögum saman. Níu þúsund stríðsglæpir eiga að hafa verið framdir í Bucha, þar meðtalið átján hundruð morð, samkvæmt Oleksiy Khomenko, ríkissaksóknara Úkraínu. Mikill meirihluti stríðsglæpanna er til rannsóknar í Úkraínu. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur einnig rannsakað stærri mál. Rússar og Bandaríkjamenn viðurkenna hins vegar ekki lögsögu sakamáladómstólsins. „Við þurfum skilvirk alþjóðalög til að tryggja öryggi fólksins okkar og evrópsks samfélags í heild gegn slíkum ógnum,“ sagði Selenskí samkvæmt umfjöllun Reuters. Úkraínskir dómstólar hafa einnig tekið fyrir mál og hafa 178 einstaklingar verið ákærðir og 21 verið sakfelldir að sögn Khomenko. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
„Fleiri en 183 þúsund glæpir sem tengjast yfirgangi Rússa gegn Úkraínu hafa verið skráðir opinberlega,“ sagði Vólódímír Selenskí, á leiðtogafundi evrópskra embættismanna í borginni Bucha. Þá sagði hann að tölurnar næðu ekki yfir glæpina framda á svæðunum sem Rússar hernema nú. Rússar hertóku borgina snemma eftir innrás þeirra og mættu hermennirnir með nafnalista frá leyniþjónustu Rússlands af fólki sem talið var geta ógnað Rússum. Þeir sem voru taldir vera ógn voru pyntaðir og teknir af lífi. Minnst 450 lík fundust, sum sem höfðu verið skilin eftir undir berum himni dögum saman. Níu þúsund stríðsglæpir eiga að hafa verið framdir í Bucha, þar meðtalið átján hundruð morð, samkvæmt Oleksiy Khomenko, ríkissaksóknara Úkraínu. Mikill meirihluti stríðsglæpanna er til rannsóknar í Úkraínu. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur einnig rannsakað stærri mál. Rússar og Bandaríkjamenn viðurkenna hins vegar ekki lögsögu sakamáladómstólsins. „Við þurfum skilvirk alþjóðalög til að tryggja öryggi fólksins okkar og evrópsks samfélags í heild gegn slíkum ógnum,“ sagði Selenskí samkvæmt umfjöllun Reuters. Úkraínskir dómstólar hafa einnig tekið fyrir mál og hafa 178 einstaklingar verið ákærðir og 21 verið sakfelldir að sögn Khomenko.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira