Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 1. apríl 2025 07:33 Nú þegar búið er að ljúka við nauðsynlegar trjáfellingar í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar myndast tækifæri til að endurhugsa svæðið sem stendur eftir og skapa þar skilyrði fyrir aukna útivistarmöguleika fyrir almenning. Í dag leggur Framsókn fram tillögu í borgarstjórn um að vinna við framtíðarskipulag á því svæði í Öskjuhlíð þar sem tré hafa verið felld vegna Reykjavíkurflugvallar verði unnin í samstarfi við skóla- og frístundasvið og menningar- og íþróttasvið og miði að því að þar verði leik- og útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa. Tækifæri í mótvægisaðgerð Með tillögunni er verið að bregðast við því að fella þurfti tré við enda austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar til þess að tryggja rekstaröryggi flugvallarins. Ákveða þarf hvað á að gera við það svæði sem eftir stendur: hvort að þar eigi að gróðursetja aftur tré sem síðar gæti þurft að fella til að tryggja flugöryggi eða hvort við eigum að nýta tækifærið og skipuleggja svæðið til framtíðar sem aðlaðandi grænt svæði fyrir almenning án þess að stofna flugöryggi í hættu? Það síðarnefnda leggjum við í Framsókn til. Tækifæri til að skipuleggja leik- og útivistarsvæði Öskjuhlíðin er vinsælt útivistarsvæði enda staðsett í nálægð við miðbæ Reykjavíkur og fjölmenn hverfi borgarinnar. Það er því mikilvægt að svæðið sé áfram aðlaðandi og nýtist raunverulega sem grænt svæði fyrir almenning. Með vel skipulögðu leiksvæði í Öskjuhlíðinni sem er hannað fyrir alla aldurshópa og í takt við hið náttúrulega umhverfi mætti bregðast við ákalli um fleiri leiksvæði í nálægð við miðbæ Reykjavíkur samhliða því að skapa jákvæða upplifun af þessu græna svæði fyrir ólíka aldurshópa. Ömmur og afar gætu þannig notið svæðisins til jafns við barnabörnin, til dæmis með rólum fyrir börn og fullorðna og svæðum fyrir lautarferðir. Skipulagsmál hafa bein áhrif á lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum eykur útivist og góð aðstaða til hreyfingar eykur hreyfingu. Í Öskjuhlíðinni eru göngu- og hjólaleiðir en þar mætti koma upp aðstöðu fyrir hópa sem vilja stunda aðra hreyfingu svo sem jóga eða stunda hugleiðslu í náttúrunni. Mikilvægt er því að framtíðarskipulag svæðisins sé unnið í samstarfi við menningar- og íþróttasvið borgarinnar og sé unnið í samræmi við lýðheilsustefnu borgarinnar. Með skipulaginu væri þannig hægt að skapa frekari aðstæður í nærumhverfinu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og verja tíma úti í náttúrunni. Tækifæri til útikennslu Með því að skipuleggja svæðið í samstarfi við skóla- og frístundasvið skapast einstakt tækifæri til að nýta svæðið fyrir skóla- og frístundastarf. Þannig geta börn fengið að taka þátt í að byggja upp svæðið og notað það fyrir leik- og útivist ásamt því að læra um skógrækt og landgræðslu í Öskjuhlíðinni. Í samstarfi við leik- og grunnskóla í nágrenni Öskjuhlíðar væri þá hægt að byggja þar upp útikennslusvæði. Útikennsla er þverfagleg kennsluaðferð sem felur meðal annars í sér tækifæri til að tengja náttúruna við viðfangsefni úr ýmsum námsgreinum samhliða því að stunda hreyfiþjálfun. Í útikennslu læra nemendur að þekkja, skilja og virða náttúruna og nærumhverfið sitt. Einnig væri hægt að koma upp matjurtagörðum á svæðinu til að kenna börnum að rækta matjurtir. Tækifæri til fræðslu um svæðið Auk náttúrufegurðar býr Öskjuhlíðin yfir merkilegri sögu og þar eru meðal annars staðsettar jarð- og mannvistarminjar frá stríðsárunum. Sögunni mætti gera hærra undir höfði með því að setja upp sögugöngur eða ratleiki fyrir börn og fullorðna í Öskjuhlíðinni. Þannig gæfist tækifæri til að miðla sögu svæðisins til borgarbúa og gesta borgarinnar ásamt því að styrkja heildarmynd svæðisins í tengslum við þá menningarupplifun sem staðsett er í Perlunni. Á svæðinu mætti einnig koma upp upplýsingaskiltum fyrir almenning um gróðurfar, fuglalíf og dýralíf í Öskjuhlíð. Möguleikarnir í Öskjuhlíðinni eru óþrjótandi og trjáfellingarnar hafa skapað tækifæri til að skipuleggja leik- og útivistarsvæði sem mætir þörfum fólks á öllum aldri. Með því að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna framtíðarskipulag svæðisins í samstarfi við skóla- og frístundasvið og menningar- og íþróttasvið er hægt að móta heildstæða sýn fyrir svæðið sem tekur mið af þekkingu fagsviðana. Ég vona að borgarstjórn sjái tækifærin sem felast í því að til að skipuleggja framtíðar útivistarperlu í Öskjuhlíð sem eykur útivist, samveru og eflir lýðheilsu. Það er tækifæri sem ætti að nýta! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Nú þegar búið er að ljúka við nauðsynlegar trjáfellingar í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar myndast tækifæri til að endurhugsa svæðið sem stendur eftir og skapa þar skilyrði fyrir aukna útivistarmöguleika fyrir almenning. Í dag leggur Framsókn fram tillögu í borgarstjórn um að vinna við framtíðarskipulag á því svæði í Öskjuhlíð þar sem tré hafa verið felld vegna Reykjavíkurflugvallar verði unnin í samstarfi við skóla- og frístundasvið og menningar- og íþróttasvið og miði að því að þar verði leik- og útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa. Tækifæri í mótvægisaðgerð Með tillögunni er verið að bregðast við því að fella þurfti tré við enda austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar til þess að tryggja rekstaröryggi flugvallarins. Ákveða þarf hvað á að gera við það svæði sem eftir stendur: hvort að þar eigi að gróðursetja aftur tré sem síðar gæti þurft að fella til að tryggja flugöryggi eða hvort við eigum að nýta tækifærið og skipuleggja svæðið til framtíðar sem aðlaðandi grænt svæði fyrir almenning án þess að stofna flugöryggi í hættu? Það síðarnefnda leggjum við í Framsókn til. Tækifæri til að skipuleggja leik- og útivistarsvæði Öskjuhlíðin er vinsælt útivistarsvæði enda staðsett í nálægð við miðbæ Reykjavíkur og fjölmenn hverfi borgarinnar. Það er því mikilvægt að svæðið sé áfram aðlaðandi og nýtist raunverulega sem grænt svæði fyrir almenning. Með vel skipulögðu leiksvæði í Öskjuhlíðinni sem er hannað fyrir alla aldurshópa og í takt við hið náttúrulega umhverfi mætti bregðast við ákalli um fleiri leiksvæði í nálægð við miðbæ Reykjavíkur samhliða því að skapa jákvæða upplifun af þessu græna svæði fyrir ólíka aldurshópa. Ömmur og afar gætu þannig notið svæðisins til jafns við barnabörnin, til dæmis með rólum fyrir börn og fullorðna og svæðum fyrir lautarferðir. Skipulagsmál hafa bein áhrif á lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum eykur útivist og góð aðstaða til hreyfingar eykur hreyfingu. Í Öskjuhlíðinni eru göngu- og hjólaleiðir en þar mætti koma upp aðstöðu fyrir hópa sem vilja stunda aðra hreyfingu svo sem jóga eða stunda hugleiðslu í náttúrunni. Mikilvægt er því að framtíðarskipulag svæðisins sé unnið í samstarfi við menningar- og íþróttasvið borgarinnar og sé unnið í samræmi við lýðheilsustefnu borgarinnar. Með skipulaginu væri þannig hægt að skapa frekari aðstæður í nærumhverfinu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og verja tíma úti í náttúrunni. Tækifæri til útikennslu Með því að skipuleggja svæðið í samstarfi við skóla- og frístundasvið skapast einstakt tækifæri til að nýta svæðið fyrir skóla- og frístundastarf. Þannig geta börn fengið að taka þátt í að byggja upp svæðið og notað það fyrir leik- og útivist ásamt því að læra um skógrækt og landgræðslu í Öskjuhlíðinni. Í samstarfi við leik- og grunnskóla í nágrenni Öskjuhlíðar væri þá hægt að byggja þar upp útikennslusvæði. Útikennsla er þverfagleg kennsluaðferð sem felur meðal annars í sér tækifæri til að tengja náttúruna við viðfangsefni úr ýmsum námsgreinum samhliða því að stunda hreyfiþjálfun. Í útikennslu læra nemendur að þekkja, skilja og virða náttúruna og nærumhverfið sitt. Einnig væri hægt að koma upp matjurtagörðum á svæðinu til að kenna börnum að rækta matjurtir. Tækifæri til fræðslu um svæðið Auk náttúrufegurðar býr Öskjuhlíðin yfir merkilegri sögu og þar eru meðal annars staðsettar jarð- og mannvistarminjar frá stríðsárunum. Sögunni mætti gera hærra undir höfði með því að setja upp sögugöngur eða ratleiki fyrir börn og fullorðna í Öskjuhlíðinni. Þannig gæfist tækifæri til að miðla sögu svæðisins til borgarbúa og gesta borgarinnar ásamt því að styrkja heildarmynd svæðisins í tengslum við þá menningarupplifun sem staðsett er í Perlunni. Á svæðinu mætti einnig koma upp upplýsingaskiltum fyrir almenning um gróðurfar, fuglalíf og dýralíf í Öskjuhlíð. Möguleikarnir í Öskjuhlíðinni eru óþrjótandi og trjáfellingarnar hafa skapað tækifæri til að skipuleggja leik- og útivistarsvæði sem mætir þörfum fólks á öllum aldri. Með því að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna framtíðarskipulag svæðisins í samstarfi við skóla- og frístundasvið og menningar- og íþróttasvið er hægt að móta heildstæða sýn fyrir svæðið sem tekur mið af þekkingu fagsviðana. Ég vona að borgarstjórn sjái tækifærin sem felast í því að til að skipuleggja framtíðar útivistarperlu í Öskjuhlíð sem eykur útivist, samveru og eflir lýðheilsu. Það er tækifæri sem ætti að nýta! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun