Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 09:45 Erna Björg Sverrisdóttir er aðalhagfræðingur Arion banka. Vísir/Vilhelm Ný efnahagsspá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðarskútan leysi festar eftir hófsaman hagvöxt á síðasta ári, með einkaneyslu og fjárfestingu í stafni. Í færslu á vef Arion banka segir að bjartsýni meðal heimila og fyrirtækja hafi aukist, enda sé verðbólga að hjaðna, vextir að lækka og fjárhagsleg heilsa almennt séð góð. Innlend eftirspurn verði þar af leiðandi driffjöður hagvaxtar en framlag utanríkisverslunar neikvætt. Niðurstaðan sé 1,4 prósenta hagvöxtur, sem sé lítil breyting frá fyrri spá. Samsetningin sé hins vegar gjörólík, í stað útflutningsdrifins hagvaxtar sé það einkaneyslan sem stígi fram á stóra sviðið. Óhefðbundnari útflutningsgreinum vaxi fiskur um hrygg Jafnvel þó að verulegur innflutningur í tengslum við gagnaver eigi stóran þátt í neikvæðu framlagi utanríkisverslunar í ár liggi í augum uppi að útflutningshorfur hafi versnað. „Ekki nóg með að ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins, eigi undir högg að sækja heldur hefur alþjóðleg efnahagsóvissa aukist verulega að undanförnu, þróun sem gæti leitt til minni eftirspurnar eftir íslenskum útflutningi. Engu að síður reiknum við með lítilsháttar útflutningsvexti í ár þar sem „óhefðbundnari“ útflutningsgreinum, svo sem eldi og lyfjaframleiðslu, hefur vaxið fiskur um hrygg.“ Atvinnuleysi haldi áfram að aukast Þétt taumhald peningastefnunnar, samhliða lakari útflutningshorfum, hafi dregið úr spennu á vinnumarkaði. Hægt hafi verulega á starfafjölgun og atvinnuleysi sé að þokast upp á við og spáð sé að sú þróun haldi áfram á yfirstandandi ári. „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott þar sem minni spenna á vinnumarkaði dregur að öðru óbreyttu úr verðbólguþrýstingi og opnar dyrnar fyrir frekari vaxtalækkanir. Krónan, sem er mjög sterk um þessar mundir, gæti hins vegar lagt stein í götu verðhjöðnunar taki hún að veikjast verulega, en í þessari spá er gert ráð fyrir að krónan veikist frá og með seinni hluta þessa árs.“ Eins og alltaf sé óvissan mikil, ekki síst í alþjóðamálum og ekki séu ekki öll kurl komin til grafar varðandi vaxandi verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum. Hvernig svo sem fari telji bankinn að þjóðarskútan sé vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó án þess að bíða skipbrot. Ítarlega efnahagsspá greiningardeildar Arion banka má sjá hér. Arion banki Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Í færslu á vef Arion banka segir að bjartsýni meðal heimila og fyrirtækja hafi aukist, enda sé verðbólga að hjaðna, vextir að lækka og fjárhagsleg heilsa almennt séð góð. Innlend eftirspurn verði þar af leiðandi driffjöður hagvaxtar en framlag utanríkisverslunar neikvætt. Niðurstaðan sé 1,4 prósenta hagvöxtur, sem sé lítil breyting frá fyrri spá. Samsetningin sé hins vegar gjörólík, í stað útflutningsdrifins hagvaxtar sé það einkaneyslan sem stígi fram á stóra sviðið. Óhefðbundnari útflutningsgreinum vaxi fiskur um hrygg Jafnvel þó að verulegur innflutningur í tengslum við gagnaver eigi stóran þátt í neikvæðu framlagi utanríkisverslunar í ár liggi í augum uppi að útflutningshorfur hafi versnað. „Ekki nóg með að ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins, eigi undir högg að sækja heldur hefur alþjóðleg efnahagsóvissa aukist verulega að undanförnu, þróun sem gæti leitt til minni eftirspurnar eftir íslenskum útflutningi. Engu að síður reiknum við með lítilsháttar útflutningsvexti í ár þar sem „óhefðbundnari“ útflutningsgreinum, svo sem eldi og lyfjaframleiðslu, hefur vaxið fiskur um hrygg.“ Atvinnuleysi haldi áfram að aukast Þétt taumhald peningastefnunnar, samhliða lakari útflutningshorfum, hafi dregið úr spennu á vinnumarkaði. Hægt hafi verulega á starfafjölgun og atvinnuleysi sé að þokast upp á við og spáð sé að sú þróun haldi áfram á yfirstandandi ári. „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott þar sem minni spenna á vinnumarkaði dregur að öðru óbreyttu úr verðbólguþrýstingi og opnar dyrnar fyrir frekari vaxtalækkanir. Krónan, sem er mjög sterk um þessar mundir, gæti hins vegar lagt stein í götu verðhjöðnunar taki hún að veikjast verulega, en í þessari spá er gert ráð fyrir að krónan veikist frá og með seinni hluta þessa árs.“ Eins og alltaf sé óvissan mikil, ekki síst í alþjóðamálum og ekki séu ekki öll kurl komin til grafar varðandi vaxandi verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum. Hvernig svo sem fari telji bankinn að þjóðarskútan sé vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó án þess að bíða skipbrot. Ítarlega efnahagsspá greiningardeildar Arion banka má sjá hér.
Arion banki Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira