„Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 08:03 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis áhyggjuefni. Nýlega var fyrirliði Bestu deildar liðs dæmdur í bann vegna veðmála. Í ljósi þess hyggst sambandið auka fræðslu. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var á dögunum dæmdur í bann vegna veðmála á leiki í Bestu deildinni og mun hann missa af hluta komandi Íslandsmóts sem hefst á laugardag. Hann er þriðji leikmaðurinn sem dæmdur er í bann fyrir slíkt á þremur árum. Erlendur eftirlitsaðili sér um að fylgjast með mögulegum brotum, sem fer í gegnum Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Við erum með vöktunaraðila á öllum leikjum KSÍ og fáum ábendingu þegar eitthvað óeðlilegt er í gangi. Þá eru virkjaðir ferlar hér innandyra og það fer sína leið í kerfinu eins og fyrri dæmi hafa sýnt,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við íþróttadeild um eftirlitið. „Þetta er í gegnum UEFA, í raun og veru, og í gegnum okkar samninga við aðila úti sem vakta þessa leiki,“ segir Eysteinn og bætir við: „Við fáum alltaf inn á borð, eitthvað reglubundið. Því miður eru þannig mál sem þarf að vísa áfram. Hvert mál er einu máli og mikið í því samhengi.“ Davíð hafi rétt á sinni skoðun Veðmálaauglýsingar hafa færst í aukana í kringum hlaðvarpsþætti um fótbolta sem og á samfélagsmiðlum. Eysteinn segir veðmálastarfsemina viðfangsefni sem þurfi að nálgast frá nokkrum hliðum og endurskoða heilstætt. „Í umræðunni heyrir maður að það sé aukning og menn vilja meina. Við erum meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál. Við þurfum einhvern veginn að bregðast við því,“ segir Eysteinn. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sagði við Vísi, eftir að Elmar var dæmdur í bannið, að líklega önduðu margir leikmenn í Bestu deildinni léttar. Það væri vegna þess að þeir hefðu ekki náðst, þar sem töluvert meira væri um veðmál leikmanna í deildinni en þegar hefði komið í ljós. Um ummæli Davíðs segir Eysteinn: „Hann hefur rétt á sinni skoðun, þetta er skoðunin hans. Það getur vel verið að það sé meira um þetta en við áttum okkur á. Þess vegna þurfum við að efla fræðsluna. Það breytir því ekki að við náum kannski ekki öllum, lögreglan nær ekki öllum sem keyra of hratt á þjóðvegum landsins, en vonandi náum við að fyrirbyggja sem mest.“ Staðan áhyggjuefni Hlutaðeigandi aðilar, til að mynda leikmannasamtökin og hagsmunasamtökin ÍTF muni þá koma að átaki KSÍ hvað þessi mál varðar. Staðan sé áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni, myndi ég segja. Við þurfum einhvern veginn að reyna að fara meira í fræðslu og forvarnir. Við erum að fara í samtarfsverkefni með SÁÁ, varðandi veðmálafíkn, og ég veit að ÍTF er líka að taka á fræðslu og forvörnum í Bestu deildunum, sem og Leikmannasamtökin líka. Þannig að við erum að sameinast um það að reyna að sporna við þessu eins og hægt,“ segir Eysteinn. KSÍ auglýsir Lengjuna Auglýsingar veðmála eru ekki löglegar í íslenskum fjölmiðlum, að undanskildum þeim frá Lengjunni. Í hlaðvörpum og á samfélagsmiðlum má aftur á móti sjá töluvert um auglýsingar erlendra veðmálasíðna á við EpicBet og Coolbet. Vegna þess hve samofnar veðmálaauglýsingar eru orðnar íþróttaumfjöllun segir Eysteinn þurfi að móta heildræna stefnu hvað þessi mál varðar. „Ég held að íþróttahreyfingin og stjórnvöld þurfi náttúrulega bara að taka á þessu og móta stefnu. Það er eitthvað sem þarf að gerast. Það breytir því ekki að við erum með ákveðnar reglur í fótboltanum og þurfum að fara eftir þeim. Eitt af því er að allir skrifa undir leikmannasamninga, þar er skýrt að það er bannað að veðja á leiki KSÍ, þannig að það á ekki að koma neinum á óvart að sem skrifar undir leikmannasamning KSÍ,“ segir Eysteinn. Nú er KSÍ með bæði Lengjudeildina og Lengjubikarinn á sínum vegum. Orkar tvímælis að KSÍ tali gegn veðmálum en auglýsi starfsemina með þeim hætti? „Ég veit ekki hvað segja skal um það. Auðvitað þarf að taka heildstæða umræðu, í hvaða átt við viljum fara og hvernig við viljum hafa regluverkið í kringum þetta,“ segir Eysteinn. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Áhyggjuefni og samfélagslegt vandamál KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fjárhættuspil Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var á dögunum dæmdur í bann vegna veðmála á leiki í Bestu deildinni og mun hann missa af hluta komandi Íslandsmóts sem hefst á laugardag. Hann er þriðji leikmaðurinn sem dæmdur er í bann fyrir slíkt á þremur árum. Erlendur eftirlitsaðili sér um að fylgjast með mögulegum brotum, sem fer í gegnum Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Við erum með vöktunaraðila á öllum leikjum KSÍ og fáum ábendingu þegar eitthvað óeðlilegt er í gangi. Þá eru virkjaðir ferlar hér innandyra og það fer sína leið í kerfinu eins og fyrri dæmi hafa sýnt,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við íþróttadeild um eftirlitið. „Þetta er í gegnum UEFA, í raun og veru, og í gegnum okkar samninga við aðila úti sem vakta þessa leiki,“ segir Eysteinn og bætir við: „Við fáum alltaf inn á borð, eitthvað reglubundið. Því miður eru þannig mál sem þarf að vísa áfram. Hvert mál er einu máli og mikið í því samhengi.“ Davíð hafi rétt á sinni skoðun Veðmálaauglýsingar hafa færst í aukana í kringum hlaðvarpsþætti um fótbolta sem og á samfélagsmiðlum. Eysteinn segir veðmálastarfsemina viðfangsefni sem þurfi að nálgast frá nokkrum hliðum og endurskoða heilstætt. „Í umræðunni heyrir maður að það sé aukning og menn vilja meina. Við erum meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál. Við þurfum einhvern veginn að bregðast við því,“ segir Eysteinn. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sagði við Vísi, eftir að Elmar var dæmdur í bannið, að líklega önduðu margir leikmenn í Bestu deildinni léttar. Það væri vegna þess að þeir hefðu ekki náðst, þar sem töluvert meira væri um veðmál leikmanna í deildinni en þegar hefði komið í ljós. Um ummæli Davíðs segir Eysteinn: „Hann hefur rétt á sinni skoðun, þetta er skoðunin hans. Það getur vel verið að það sé meira um þetta en við áttum okkur á. Þess vegna þurfum við að efla fræðsluna. Það breytir því ekki að við náum kannski ekki öllum, lögreglan nær ekki öllum sem keyra of hratt á þjóðvegum landsins, en vonandi náum við að fyrirbyggja sem mest.“ Staðan áhyggjuefni Hlutaðeigandi aðilar, til að mynda leikmannasamtökin og hagsmunasamtökin ÍTF muni þá koma að átaki KSÍ hvað þessi mál varðar. Staðan sé áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni, myndi ég segja. Við þurfum einhvern veginn að reyna að fara meira í fræðslu og forvarnir. Við erum að fara í samtarfsverkefni með SÁÁ, varðandi veðmálafíkn, og ég veit að ÍTF er líka að taka á fræðslu og forvörnum í Bestu deildunum, sem og Leikmannasamtökin líka. Þannig að við erum að sameinast um það að reyna að sporna við þessu eins og hægt,“ segir Eysteinn. KSÍ auglýsir Lengjuna Auglýsingar veðmála eru ekki löglegar í íslenskum fjölmiðlum, að undanskildum þeim frá Lengjunni. Í hlaðvörpum og á samfélagsmiðlum má aftur á móti sjá töluvert um auglýsingar erlendra veðmálasíðna á við EpicBet og Coolbet. Vegna þess hve samofnar veðmálaauglýsingar eru orðnar íþróttaumfjöllun segir Eysteinn þurfi að móta heildræna stefnu hvað þessi mál varðar. „Ég held að íþróttahreyfingin og stjórnvöld þurfi náttúrulega bara að taka á þessu og móta stefnu. Það er eitthvað sem þarf að gerast. Það breytir því ekki að við erum með ákveðnar reglur í fótboltanum og þurfum að fara eftir þeim. Eitt af því er að allir skrifa undir leikmannasamninga, þar er skýrt að það er bannað að veðja á leiki KSÍ, þannig að það á ekki að koma neinum á óvart að sem skrifar undir leikmannasamning KSÍ,“ segir Eysteinn. Nú er KSÍ með bæði Lengjudeildina og Lengjubikarinn á sínum vegum. Orkar tvímælis að KSÍ tali gegn veðmálum en auglýsi starfsemina með þeim hætti? „Ég veit ekki hvað segja skal um það. Auðvitað þarf að taka heildstæða umræðu, í hvaða átt við viljum fara og hvernig við viljum hafa regluverkið í kringum þetta,“ segir Eysteinn. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Áhyggjuefni og samfélagslegt vandamál
KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fjárhættuspil Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira