Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. apríl 2025 19:27 He Rulong sendiherra Kína á Íslandi. Vísir/Arnar Sendiherra Kína á Íslandi segist harma fullyrðingar yfirmanns öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja hér á landi. Hann hafnar þeim með öllum og segist vona að löndin haldi áfram giftusamlegu samstarfi. Karl Steinar Valsson yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra sagði í síðustu viku að tímabært væri að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Hann kynnti nýtt stöðumat um öryggisáskoranir á ráðstefnu embættisins í síðustu viku og sagði að viðkvæmt hefði verið að fjalla um njósnir Kínverja hér á landi, en nú væri tímabært að opna þá umræðu. Segir mikla hagsmuni í húfi Sendiherra Kína á Íslandi He Rulong bauð fulltrúum íslensks atvinnulífs og utanríkisráðuneytinu á pallborð um samstarf Kína og Íslands á sviði viðskipta, menningar og orkumála. Hann hafnar ásökunum lögreglunnar um njósnir og segir Kína ekki skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Og ég tel augljóst að atvinnulífið og fólkið í landinu styður samstarf og ég vona að ríkisstjórnir okkar geti gripið tækifærið, því samstarf þjóðanna tveggja getur komið þeim báðum vel,“ segir sendiherrann. Miklir hagsmunir séu í húfi í umræðu sem þessari, fjöldi kínverskra ferðamanna hafi sem dæmi aldrei verið meiri á Íslandi og segir Rulong að neikvæð umræða um Kína hérlendis geti haft áhrif á skoðanir þeirra og þeir velt fyrir sér hvort þeir séu velkomnir hér á landi. „Ísland hefur margt að bjóða, þetta er stórkostlegur staður og ég er eilítið sorgmæddur og hissa til að vera hreinskilinn á því að slík ummæli hafi verið látin falla þegar fólkið ykkar hefur sósts eftir samstarfi við Kína.“ Hann segist telja kínversku þjóðina sára vegna ummælanna. Rulong segist vona að viðkomandi stofnun, það er Ríkislögreglustjóri, sjái að sér og hlusti á raddir þeirra sem kallað hafa eftir samstarfi ríkjanna tveggja. Kína Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Fjarskipti Sendiráð á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Karl Steinar Valsson yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra sagði í síðustu viku að tímabært væri að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Hann kynnti nýtt stöðumat um öryggisáskoranir á ráðstefnu embættisins í síðustu viku og sagði að viðkvæmt hefði verið að fjalla um njósnir Kínverja hér á landi, en nú væri tímabært að opna þá umræðu. Segir mikla hagsmuni í húfi Sendiherra Kína á Íslandi He Rulong bauð fulltrúum íslensks atvinnulífs og utanríkisráðuneytinu á pallborð um samstarf Kína og Íslands á sviði viðskipta, menningar og orkumála. Hann hafnar ásökunum lögreglunnar um njósnir og segir Kína ekki skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Og ég tel augljóst að atvinnulífið og fólkið í landinu styður samstarf og ég vona að ríkisstjórnir okkar geti gripið tækifærið, því samstarf þjóðanna tveggja getur komið þeim báðum vel,“ segir sendiherrann. Miklir hagsmunir séu í húfi í umræðu sem þessari, fjöldi kínverskra ferðamanna hafi sem dæmi aldrei verið meiri á Íslandi og segir Rulong að neikvæð umræða um Kína hérlendis geti haft áhrif á skoðanir þeirra og þeir velt fyrir sér hvort þeir séu velkomnir hér á landi. „Ísland hefur margt að bjóða, þetta er stórkostlegur staður og ég er eilítið sorgmæddur og hissa til að vera hreinskilinn á því að slík ummæli hafi verið látin falla þegar fólkið ykkar hefur sósts eftir samstarfi við Kína.“ Hann segist telja kínversku þjóðina sára vegna ummælanna. Rulong segist vona að viðkomandi stofnun, það er Ríkislögreglustjóri, sjái að sér og hlusti á raddir þeirra sem kallað hafa eftir samstarfi ríkjanna tveggja.
Kína Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Fjarskipti Sendiráð á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?