Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 14:02 Tarantino ætlaði að gera mynd um bíógagnrýnanda á áttunda áratugnum en er hættur við. Nú skrifar hann framhald að Hollywood-mynd sinni sem David Fincher mun leikstýra. Getty David Fincher mun leikstýra framhaldi Tarantino-myndarinnar Once Upon a Time in Hollywood fyrir Netflix. Tarantino skrifar sjálfur handritið og snýr Brad Pitt aftur sem áhættuleikarinn Cliff Booth. Variety fjallar um framhaldsmyndina tilvonandi sem er ekki enn komin með nafn en er komin í framleiðslu hjá Netflix. Fréttirnar eru merkilegar fyrir nokkrar sakir. Í fyrsta lagi þykir fregn að jafnstórt nafn og Fincher leikstjóri skuli leikstýra framhaldi á mynd annars stórs leikstjóra. Í öðru lagi þykir ansi óvenjulegt að myndin skuli færast frá kvikmyndastúdíóinu Sony yfir til streymisveitunnar. Sony gaf út Once Upon a Time in Hollywood árið 2019 en Tarantino samdi þannig að hann fengi eignarhald á kvikmyndaréttinum að nokrum árum liðnum. Af fréttunum að dæma virðist greinilegt að hann hefur endurheimt réttindin frá stúdíóinu. Kvikmyndagagnrýnandi hjá klámblaði Myndin kemur til í kjölfar þess að Tarantino hætti við að gera sína tíundu og síðustu mynd, Kvikmyndagagnrýnandann. Leikstjórinn var búinn að skrifa handrit myndarinnar sem átti að fjalla um kvikmyndagagnrýnanda hjá klámtímariti á áttunda áratugnum. Brad Pitt átti að leika gagnrýnandann og hafði sá orðrómur gengið að þar væri fyrrnefndur Booth á ferðinni. Nú er ljóst að Pitt mun snúa aftur sem áhættuleikarinn Booth, hlutverk sem hann fékk Óskarsverðlaun fyrir 2019. Myndin mun einnig sameina krafta þeirra Pitt og Fincher á ný en þeir hafa áður gert myndirnar Se7en, Fight Club og The Curious Case of Benjamin Button saman. Langt er um liðið síðan Tarantino leikstýrði ekki eigin handriti en hann hefur gert það þrisvar: þegar Tony Scott leikstýrði True Romance árið 1993, Oliver Stone leikstýrði Natural Born Killers árið 1994 og þegar Robert Rodriguez leikstýrði From Dusk till Dawn árið 1993. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira
Variety fjallar um framhaldsmyndina tilvonandi sem er ekki enn komin með nafn en er komin í framleiðslu hjá Netflix. Fréttirnar eru merkilegar fyrir nokkrar sakir. Í fyrsta lagi þykir fregn að jafnstórt nafn og Fincher leikstjóri skuli leikstýra framhaldi á mynd annars stórs leikstjóra. Í öðru lagi þykir ansi óvenjulegt að myndin skuli færast frá kvikmyndastúdíóinu Sony yfir til streymisveitunnar. Sony gaf út Once Upon a Time in Hollywood árið 2019 en Tarantino samdi þannig að hann fengi eignarhald á kvikmyndaréttinum að nokrum árum liðnum. Af fréttunum að dæma virðist greinilegt að hann hefur endurheimt réttindin frá stúdíóinu. Kvikmyndagagnrýnandi hjá klámblaði Myndin kemur til í kjölfar þess að Tarantino hætti við að gera sína tíundu og síðustu mynd, Kvikmyndagagnrýnandann. Leikstjórinn var búinn að skrifa handrit myndarinnar sem átti að fjalla um kvikmyndagagnrýnanda hjá klámtímariti á áttunda áratugnum. Brad Pitt átti að leika gagnrýnandann og hafði sá orðrómur gengið að þar væri fyrrnefndur Booth á ferðinni. Nú er ljóst að Pitt mun snúa aftur sem áhættuleikarinn Booth, hlutverk sem hann fékk Óskarsverðlaun fyrir 2019. Myndin mun einnig sameina krafta þeirra Pitt og Fincher á ný en þeir hafa áður gert myndirnar Se7en, Fight Club og The Curious Case of Benjamin Button saman. Langt er um liðið síðan Tarantino leikstýrði ekki eigin handriti en hann hefur gert það þrisvar: þegar Tony Scott leikstýrði True Romance árið 1993, Oliver Stone leikstýrði Natural Born Killers árið 1994 og þegar Robert Rodriguez leikstýrði From Dusk till Dawn árið 1993.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira