Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2025 14:33 F-35B herþota á flugi. Kyra Helwick Herflugmaður sem rataði í heimsfréttirnar fyrir að týna F-35 herþotu árið 2023 hefur loks tjáð sig um atvikið. Hinn 48 ára gamli fyrrverandi ofursti í landgönguliði Bandaríkjanna segir forsvarsmenn landgönguliðsins hafa komið illa fram við sig i kjölfar þess að hann skaut sér úr herþotunni á flugi. Þetta var í september 2023 og var Charles Del Pizzo í æfingarflugi á F-35B Lightning II herþotu. Það er sérstök útgáfa af F-35 þotunni sem getur virkað ekki ósvipað þyrlu og er hægt að taka á loft í henni og lenda henni lóðrétt, eins og sjá má hér. Del Pizzo átti að taka við stjórn mikilvægrar flugsveitar landgönguliðsins sem gerir meðal annars tilraunir með flugvélar og annan búnað sem landgönguliðið notar. Þess vegna var hann að fljúga þotunni við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, og kanna hversu góð hún væri. Í viðtali við Post and Courier segir Del Pizzo að veður hafi verið mjög slæmt og skyggni lítið sem ekkert þegar hann ætlaði að lenda flugvélinni lóðrétt og notast eingöngu við tækjabúnað vélarinnar, sem flugmenn gera reglulega. F-35 herþoturnar eru búnar sérstaklega miklum tæknibúnaði eins og myndavélum og skynjurum, sem flugmenn sjá gögn úr í sérstökum hjálmi sem þróaður var fyrir herþoturnar. Á sérstökum skjáum í hjálminum sá Del Pizzo hraða og hæð flugvélarinnar auk þess sem hann gat litið niður til að sjá nánast í gegnum flugvélina, með myndavélum undir henni. Blindur vegna rafmagnsbilunar Del Pizzo segir að þegar hann hafi verið að lenda hafi hjálmurinn bilað. Slökknað hafi á skjánum um tíma en svo hafi kviknað á honum aftur og viðvörunarljós sem vöruðu við margvíslegum bilunum blikkað þar. Síðan hafi aftur slökknað á skjánum áður en hann hafi kveikt á sér aftur skömmu síðar. Hann hætti við lendinguna og ýtti á takka sem lætur flugvélina hætta að haga sér eins og þyrla og fljúga aftur fram á við. Del Pizzo náði engu sambandi við annan flugmann sem var á svæðinu með honum, né flugturninn. Síðan slökknaði á skjánum í hjálminum í þriðja sinn og virtist ekki ætla að kvikna á honum aftur. Del Pizzo var í raun að fljúga blindandi og náði ekki sambandi við neinn. Fjörutíu og einni sekúndu eftir að fyrst slökknaði á skjánum í hjálmi hans, skaut Del Pizzo sér úr flugvélinni og var hann þá staddur yfir Suður-Karólínu. Hér að neðan má hlusta á símtal manns sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að Del Pizzo lenti í garðinum hjá honum. Flugmaðurinn bakbrotnaði í látunum en særðist lítið að öðru leyti. Hann óttaðist þó þegar hann féll til jarðar að flugvélin myndi falla til jarðar með honum og sagði Del Pizzo að hann óttaðist mest að aðrir á jörðu niðri myndu hljóta skaða af. Herþotan flaug þó áfram í nærri því ellefu og hálfa mínútu áður en hún brotlenti í skógi og fannst hún ekki fyrr en rúmum sólarhring síðar. Rekinn óvænt rúmu ári síðar Málið var í kjölfarið rannsakað ítarlega en aldrei hefur verið opinberað hvað bilaði í flugvélinni, af þjóðaröryggisástæðum. Hins var voru niðurstöður tveggja af þremur rannsóknum landgönguliðsins á þá leið að Del Pizzo væri ekki um að kenna. Í grein Post and Courier er vitnaði í notendaleiðbeiningar F-35B þar sem fram kemur að flugmenn eigi að skjóta sér úr flugvélinni við aðstæður eins og þær sem Del Pizzo var í. Rannsakendur í tveimur mismunandi rannsóknum sögðu að flestir flugmenn með sambærilega reynslu hefðu einnig skotið sér úr flugvélinni og hrósuðu rannsakendur annarrar rannsóknarinnar Del Pizzo fyrir viðbrögðin. Rúmu ári eftir atvikið, eða í september í fyrra, var honum þó óvænt vikið úr starfi og var það sagt í samræmi við niðurstöður nýrrar rannsóknar, þeirrar þriðju þar sem atvikið var skoðað. Í svari við fyrirspurn blaðamanns Post and Courier sögðu talsmenn landgönguliðsins að Del Pizzo hefði verið vikið úr starfi þar sem hann hefði misst traust yfirmanna sinna. Del Pizzo segir að sér hafi verið verulega brugðið og hann hafi verið sár vegna ákvörðunarinnar og ákvað hann að setjast í helgan stein. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Þetta var í september 2023 og var Charles Del Pizzo í æfingarflugi á F-35B Lightning II herþotu. Það er sérstök útgáfa af F-35 þotunni sem getur virkað ekki ósvipað þyrlu og er hægt að taka á loft í henni og lenda henni lóðrétt, eins og sjá má hér. Del Pizzo átti að taka við stjórn mikilvægrar flugsveitar landgönguliðsins sem gerir meðal annars tilraunir með flugvélar og annan búnað sem landgönguliðið notar. Þess vegna var hann að fljúga þotunni við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, og kanna hversu góð hún væri. Í viðtali við Post and Courier segir Del Pizzo að veður hafi verið mjög slæmt og skyggni lítið sem ekkert þegar hann ætlaði að lenda flugvélinni lóðrétt og notast eingöngu við tækjabúnað vélarinnar, sem flugmenn gera reglulega. F-35 herþoturnar eru búnar sérstaklega miklum tæknibúnaði eins og myndavélum og skynjurum, sem flugmenn sjá gögn úr í sérstökum hjálmi sem þróaður var fyrir herþoturnar. Á sérstökum skjáum í hjálminum sá Del Pizzo hraða og hæð flugvélarinnar auk þess sem hann gat litið niður til að sjá nánast í gegnum flugvélina, með myndavélum undir henni. Blindur vegna rafmagnsbilunar Del Pizzo segir að þegar hann hafi verið að lenda hafi hjálmurinn bilað. Slökknað hafi á skjánum um tíma en svo hafi kviknað á honum aftur og viðvörunarljós sem vöruðu við margvíslegum bilunum blikkað þar. Síðan hafi aftur slökknað á skjánum áður en hann hafi kveikt á sér aftur skömmu síðar. Hann hætti við lendinguna og ýtti á takka sem lætur flugvélina hætta að haga sér eins og þyrla og fljúga aftur fram á við. Del Pizzo náði engu sambandi við annan flugmann sem var á svæðinu með honum, né flugturninn. Síðan slökknaði á skjánum í hjálminum í þriðja sinn og virtist ekki ætla að kvikna á honum aftur. Del Pizzo var í raun að fljúga blindandi og náði ekki sambandi við neinn. Fjörutíu og einni sekúndu eftir að fyrst slökknaði á skjánum í hjálmi hans, skaut Del Pizzo sér úr flugvélinni og var hann þá staddur yfir Suður-Karólínu. Hér að neðan má hlusta á símtal manns sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að Del Pizzo lenti í garðinum hjá honum. Flugmaðurinn bakbrotnaði í látunum en særðist lítið að öðru leyti. Hann óttaðist þó þegar hann féll til jarðar að flugvélin myndi falla til jarðar með honum og sagði Del Pizzo að hann óttaðist mest að aðrir á jörðu niðri myndu hljóta skaða af. Herþotan flaug þó áfram í nærri því ellefu og hálfa mínútu áður en hún brotlenti í skógi og fannst hún ekki fyrr en rúmum sólarhring síðar. Rekinn óvænt rúmu ári síðar Málið var í kjölfarið rannsakað ítarlega en aldrei hefur verið opinberað hvað bilaði í flugvélinni, af þjóðaröryggisástæðum. Hins var voru niðurstöður tveggja af þremur rannsóknum landgönguliðsins á þá leið að Del Pizzo væri ekki um að kenna. Í grein Post and Courier er vitnaði í notendaleiðbeiningar F-35B þar sem fram kemur að flugmenn eigi að skjóta sér úr flugvélinni við aðstæður eins og þær sem Del Pizzo var í. Rannsakendur í tveimur mismunandi rannsóknum sögðu að flestir flugmenn með sambærilega reynslu hefðu einnig skotið sér úr flugvélinni og hrósuðu rannsakendur annarrar rannsóknarinnar Del Pizzo fyrir viðbrögðin. Rúmu ári eftir atvikið, eða í september í fyrra, var honum þó óvænt vikið úr starfi og var það sagt í samræmi við niðurstöður nýrrar rannsóknar, þeirrar þriðju þar sem atvikið var skoðað. Í svari við fyrirspurn blaðamanns Post and Courier sögðu talsmenn landgönguliðsins að Del Pizzo hefði verið vikið úr starfi þar sem hann hefði misst traust yfirmanna sinna. Del Pizzo segir að sér hafi verið verulega brugðið og hann hafi verið sár vegna ákvörðunarinnar og ákvað hann að setjast í helgan stein.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira