Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 13:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu dillað sér á HM í Bandaríkjunum eftir sex ár eins og þegar þær fögnuðu EM-sæti í fyrra. Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta. vísir/Anton Ljóst er að heimsmeistaramót kvenna í fótbolta mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2031 og í Bretlandi 2035, með 48 þjóðum í stað 32 á mótinu sem fram fer í Brasilíu árið 2027. Íslenska landsliðið er byrjað að feta leiðina í átt að HM í Brasilíu með leikjum sínum í Þjóðadeildinni, þar sem liðið mætir Noregi á Þróttarvelli á morgun kl. 16:45 og svo Sviss næsta þriðjudag, einnig kl. 16:45 á Þróttarvelli. Takist Íslandi að halda sér í A-deild aukast líkurnar verulega á að liðið komist á HM þegar undankeppnin fer fram á næsta ári. Nú er svo orðið ljóst hverjir næstu HM-gestgjafar á eftir Brasilíu verða. Gianni Infantino, forseti FIFA, greindi nefnilega frá því í dag að Bandaríkin hefðu lýst yfir áhuga sínum á að halda HM 2031, mögulega í samstarfi við fleiri þjóðir úr Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. England, Skotland, Wales og Norður-Írland ætla svo að halda HM 2035 sem þar með verður fyrsta heimsmeistaramótið í Bretlandi síðan HM karla fór þar fram árið 1966. Greiðari leið en áður Fresturinn til að lýsa yfir áhuga á að halda HM 2031 og 2035 rann út á mánudag og eru Bandaríkin og Bretland þau einu sem gerðu það. Þau eiga svo eftir að leggja fram formlega umsókn sem verður alveg örugglega samþykkt. „Það er því allt til staðar til að HM kvenna árið 2031 og 2035 verði haldin af stórþjóðum og muni enn efla fótbolta kvenna,“ sagði Infantino. Hann staðfesti einnig að frá og með 2031 yrðu 48 þjóðir á HM kvenna, eins og hjá körlunum, sem ætti að auðvelda Íslandi að komast á mótið. Ekki er þó ljóst hve mikið HM-sætum Evrópuþjóða mun fjölga. Ísland hefur aldrei komist á HM en var óhemju nálægt því að komast inn á HM 2023 þegar liðið tapaði í framlengdum umspilsleik gegn Portúgal, eftir 1-0 tap gegn Hollandi í leik þar sem jafntefli hefði einnig dugað til að liðið kæmist á HM. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31 „Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15 „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00 Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
Íslenska landsliðið er byrjað að feta leiðina í átt að HM í Brasilíu með leikjum sínum í Þjóðadeildinni, þar sem liðið mætir Noregi á Þróttarvelli á morgun kl. 16:45 og svo Sviss næsta þriðjudag, einnig kl. 16:45 á Þróttarvelli. Takist Íslandi að halda sér í A-deild aukast líkurnar verulega á að liðið komist á HM þegar undankeppnin fer fram á næsta ári. Nú er svo orðið ljóst hverjir næstu HM-gestgjafar á eftir Brasilíu verða. Gianni Infantino, forseti FIFA, greindi nefnilega frá því í dag að Bandaríkin hefðu lýst yfir áhuga sínum á að halda HM 2031, mögulega í samstarfi við fleiri þjóðir úr Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. England, Skotland, Wales og Norður-Írland ætla svo að halda HM 2035 sem þar með verður fyrsta heimsmeistaramótið í Bretlandi síðan HM karla fór þar fram árið 1966. Greiðari leið en áður Fresturinn til að lýsa yfir áhuga á að halda HM 2031 og 2035 rann út á mánudag og eru Bandaríkin og Bretland þau einu sem gerðu það. Þau eiga svo eftir að leggja fram formlega umsókn sem verður alveg örugglega samþykkt. „Það er því allt til staðar til að HM kvenna árið 2031 og 2035 verði haldin af stórþjóðum og muni enn efla fótbolta kvenna,“ sagði Infantino. Hann staðfesti einnig að frá og með 2031 yrðu 48 þjóðir á HM kvenna, eins og hjá körlunum, sem ætti að auðvelda Íslandi að komast á mótið. Ekki er þó ljóst hve mikið HM-sætum Evrópuþjóða mun fjölga. Ísland hefur aldrei komist á HM en var óhemju nálægt því að komast inn á HM 2023 þegar liðið tapaði í framlengdum umspilsleik gegn Portúgal, eftir 1-0 tap gegn Hollandi í leik þar sem jafntefli hefði einnig dugað til að liðið kæmist á HM.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31 „Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15 „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00 Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
„Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31
„Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15
„Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00