Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 13:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu dillað sér á HM í Bandaríkjunum eftir sex ár eins og þegar þær fögnuðu EM-sæti í fyrra. Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta. vísir/Anton Ljóst er að heimsmeistaramót kvenna í fótbolta mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2031 og í Bretlandi 2035, með 48 þjóðum í stað 32 á mótinu sem fram fer í Brasilíu árið 2027. Íslenska landsliðið er byrjað að feta leiðina í átt að HM í Brasilíu með leikjum sínum í Þjóðadeildinni, þar sem liðið mætir Noregi á Þróttarvelli á morgun kl. 16:45 og svo Sviss næsta þriðjudag, einnig kl. 16:45 á Þróttarvelli. Takist Íslandi að halda sér í A-deild aukast líkurnar verulega á að liðið komist á HM þegar undankeppnin fer fram á næsta ári. Nú er svo orðið ljóst hverjir næstu HM-gestgjafar á eftir Brasilíu verða. Gianni Infantino, forseti FIFA, greindi nefnilega frá því í dag að Bandaríkin hefðu lýst yfir áhuga sínum á að halda HM 2031, mögulega í samstarfi við fleiri þjóðir úr Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. England, Skotland, Wales og Norður-Írland ætla svo að halda HM 2035 sem þar með verður fyrsta heimsmeistaramótið í Bretlandi síðan HM karla fór þar fram árið 1966. Greiðari leið en áður Fresturinn til að lýsa yfir áhuga á að halda HM 2031 og 2035 rann út á mánudag og eru Bandaríkin og Bretland þau einu sem gerðu það. Þau eiga svo eftir að leggja fram formlega umsókn sem verður alveg örugglega samþykkt. „Það er því allt til staðar til að HM kvenna árið 2031 og 2035 verði haldin af stórþjóðum og muni enn efla fótbolta kvenna,“ sagði Infantino. Hann staðfesti einnig að frá og með 2031 yrðu 48 þjóðir á HM kvenna, eins og hjá körlunum, sem ætti að auðvelda Íslandi að komast á mótið. Ekki er þó ljóst hve mikið HM-sætum Evrópuþjóða mun fjölga. Ísland hefur aldrei komist á HM en var óhemju nálægt því að komast inn á HM 2023 þegar liðið tapaði í framlengdum umspilsleik gegn Portúgal, eftir 1-0 tap gegn Hollandi í leik þar sem jafntefli hefði einnig dugað til að liðið kæmist á HM. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31 „Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15 „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Íslenska landsliðið er byrjað að feta leiðina í átt að HM í Brasilíu með leikjum sínum í Þjóðadeildinni, þar sem liðið mætir Noregi á Þróttarvelli á morgun kl. 16:45 og svo Sviss næsta þriðjudag, einnig kl. 16:45 á Þróttarvelli. Takist Íslandi að halda sér í A-deild aukast líkurnar verulega á að liðið komist á HM þegar undankeppnin fer fram á næsta ári. Nú er svo orðið ljóst hverjir næstu HM-gestgjafar á eftir Brasilíu verða. Gianni Infantino, forseti FIFA, greindi nefnilega frá því í dag að Bandaríkin hefðu lýst yfir áhuga sínum á að halda HM 2031, mögulega í samstarfi við fleiri þjóðir úr Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. England, Skotland, Wales og Norður-Írland ætla svo að halda HM 2035 sem þar með verður fyrsta heimsmeistaramótið í Bretlandi síðan HM karla fór þar fram árið 1966. Greiðari leið en áður Fresturinn til að lýsa yfir áhuga á að halda HM 2031 og 2035 rann út á mánudag og eru Bandaríkin og Bretland þau einu sem gerðu það. Þau eiga svo eftir að leggja fram formlega umsókn sem verður alveg örugglega samþykkt. „Það er því allt til staðar til að HM kvenna árið 2031 og 2035 verði haldin af stórþjóðum og muni enn efla fótbolta kvenna,“ sagði Infantino. Hann staðfesti einnig að frá og með 2031 yrðu 48 þjóðir á HM kvenna, eins og hjá körlunum, sem ætti að auðvelda Íslandi að komast á mótið. Ekki er þó ljóst hve mikið HM-sætum Evrópuþjóða mun fjölga. Ísland hefur aldrei komist á HM en var óhemju nálægt því að komast inn á HM 2023 þegar liðið tapaði í framlengdum umspilsleik gegn Portúgal, eftir 1-0 tap gegn Hollandi í leik þar sem jafntefli hefði einnig dugað til að liðið kæmist á HM.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31 „Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15 „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
„Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31
„Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15
„Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00