Býst við kolsvartri skýrslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2025 14:02 Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur og talsmaður fólks sem dvaldi á vöggustofum býst við kolsvartri skýrslu um starfsemina á árunum 1974-1979. Trausti Fannar Valsson fer fyrir rannsóknarnefndinni sem hefur óskað eftir því að fólk segi frá reynslu sinni. Vísir Formaður rannsóknarnefndar um Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á áttunda áratugnum segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð við beiðni um að fólk lýsi reynslu sinni af starfsemi stofnunarinnar. Talsmaður fólks á Vöggustofum býst við jafn kolsvartri skýrslu um þetta tímabil og önnur sem hafa þegar verið rannsökuð. Rannsóknarnefnd sem var skipuð af Reykjavíkurborg á síðasta ári til að ljúka rannsókn á starfsemi vöggustofanna í Reykjavík á árunum 1974-1979 kallaði í gær eftir frásögnum frá fólki sem dvaldi þar sem börn. Þá var óskað eftir því sama frá aðstandendum barnanna og starfsfólki. Nefndin tekur við beiðnum gegnum netfangið voggustofunefnd@reykjavik.is þar til 15. apríl. Áður hafði rannsóknarnefnd á vegum borgarinnar rannsakað starfsemi vöggustofunna á tímabilinu 1949-1973. Sú nefnd komst í mjög stuttu máli að því börn hefði sætt illri meðferð þar á tímabilum frá1949-1967. Góð viðbrögð Trausti Fannar Valsson formaður rannsóknarnefndar um Vöggustofurnar frá 1974-1979 segir að vel hafi gengið. „Við fórum af stað í gagnaöflun og skoðun skjala í haust, vinnan hefur staðið yfir með hléum í vetur. Nú er komið að næsta kafla eða að ræða við fólk sem hefur áhuga á að deila reynslu sinni. Við höfum fengið góð viðbrögð nú þegar. Fólk hefur mikinn áhuga á þessu viðfangsefni enda er það mikilvægt. Þetta hefur farið vel af stað,“ segir Trausti. Hann segir erfitt að meta hvenær störfum nefndarinnar lýkur nákvæmlega. „Vonandi innan ekki svo langs tíma,“ segir hann. Engar sanngirnisbætur þrátt fyrir Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur og talsmaður fólks sem var vistað sem börn á Vöggstofum fagnar því að verið sé að ljúka rannsókninni. Hann býst við svipaðri niðurstöðu og síðasta nefnd komst að. „Fyrri skýrslan var kolsvört. Ég býst við að þessi skýrsla verði það einnig,“ segir Árni. Hann bendir á að þrátt fyrir að komi hafi fram að fólk sem var vistað á vöggustofum fái sanngirnisbætur frá hinu opinbera sé ekkert að gerast í málinu. „Það stendur enn þá upp á stjórnvöld að standa við fyrirheit um sanngirnisbætur til fórnarlambanna en ekkert bólar á þeim. Það bendir ekkert til þess að það eigi að standa við þessi fyrirheit,“ segir Árni. Vöggustofur í Reykjavík Vistheimili Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Tengdar fréttir Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06 Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. 6. maí 2024 20:30 Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Frekari athugun verði gerð á meðferð vöggustofubarna Þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga verður skipuð til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á tímabilinu 1974 til 1979 en skýrsla sem gerð var um starfsemi hennar auk vöggustofunnar á Hlíðarenda sýndi fram á að börn sem þar dvöldu hefðu orðið fyrir varanlegum skaða vegna vistunarinnar. 11. janúar 2024 17:47 Frekari athugun verði gerð á meðferð vöggustofubarna Þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga verður skipuð til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á tímabilinu 1974 til 1979 en skýrsla sem gerð var um starfsemi hennar auk vöggustofunnar á Hlíðarenda sýndi fram á að börn sem þar dvöldu hefðu orðið fyrir varanlegum skaða vegna vistunarinnar. 11. janúar 2024 17:47 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Rannsóknarnefnd sem var skipuð af Reykjavíkurborg á síðasta ári til að ljúka rannsókn á starfsemi vöggustofanna í Reykjavík á árunum 1974-1979 kallaði í gær eftir frásögnum frá fólki sem dvaldi þar sem börn. Þá var óskað eftir því sama frá aðstandendum barnanna og starfsfólki. Nefndin tekur við beiðnum gegnum netfangið voggustofunefnd@reykjavik.is þar til 15. apríl. Áður hafði rannsóknarnefnd á vegum borgarinnar rannsakað starfsemi vöggustofunna á tímabilinu 1949-1973. Sú nefnd komst í mjög stuttu máli að því börn hefði sætt illri meðferð þar á tímabilum frá1949-1967. Góð viðbrögð Trausti Fannar Valsson formaður rannsóknarnefndar um Vöggustofurnar frá 1974-1979 segir að vel hafi gengið. „Við fórum af stað í gagnaöflun og skoðun skjala í haust, vinnan hefur staðið yfir með hléum í vetur. Nú er komið að næsta kafla eða að ræða við fólk sem hefur áhuga á að deila reynslu sinni. Við höfum fengið góð viðbrögð nú þegar. Fólk hefur mikinn áhuga á þessu viðfangsefni enda er það mikilvægt. Þetta hefur farið vel af stað,“ segir Trausti. Hann segir erfitt að meta hvenær störfum nefndarinnar lýkur nákvæmlega. „Vonandi innan ekki svo langs tíma,“ segir hann. Engar sanngirnisbætur þrátt fyrir Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur og talsmaður fólks sem var vistað sem börn á Vöggstofum fagnar því að verið sé að ljúka rannsókninni. Hann býst við svipaðri niðurstöðu og síðasta nefnd komst að. „Fyrri skýrslan var kolsvört. Ég býst við að þessi skýrsla verði það einnig,“ segir Árni. Hann bendir á að þrátt fyrir að komi hafi fram að fólk sem var vistað á vöggustofum fái sanngirnisbætur frá hinu opinbera sé ekkert að gerast í málinu. „Það stendur enn þá upp á stjórnvöld að standa við fyrirheit um sanngirnisbætur til fórnarlambanna en ekkert bólar á þeim. Það bendir ekkert til þess að það eigi að standa við þessi fyrirheit,“ segir Árni.
Vöggustofur í Reykjavík Vistheimili Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Tengdar fréttir Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06 Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. 6. maí 2024 20:30 Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Frekari athugun verði gerð á meðferð vöggustofubarna Þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga verður skipuð til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á tímabilinu 1974 til 1979 en skýrsla sem gerð var um starfsemi hennar auk vöggustofunnar á Hlíðarenda sýndi fram á að börn sem þar dvöldu hefðu orðið fyrir varanlegum skaða vegna vistunarinnar. 11. janúar 2024 17:47 Frekari athugun verði gerð á meðferð vöggustofubarna Þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga verður skipuð til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á tímabilinu 1974 til 1979 en skýrsla sem gerð var um starfsemi hennar auk vöggustofunnar á Hlíðarenda sýndi fram á að börn sem þar dvöldu hefðu orðið fyrir varanlegum skaða vegna vistunarinnar. 11. janúar 2024 17:47 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06
Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. 6. maí 2024 20:30
Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01
Frekari athugun verði gerð á meðferð vöggustofubarna Þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga verður skipuð til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á tímabilinu 1974 til 1979 en skýrsla sem gerð var um starfsemi hennar auk vöggustofunnar á Hlíðarenda sýndi fram á að börn sem þar dvöldu hefðu orðið fyrir varanlegum skaða vegna vistunarinnar. 11. janúar 2024 17:47
Frekari athugun verði gerð á meðferð vöggustofubarna Þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga verður skipuð til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á tímabilinu 1974 til 1979 en skýrsla sem gerð var um starfsemi hennar auk vöggustofunnar á Hlíðarenda sýndi fram á að börn sem þar dvöldu hefðu orðið fyrir varanlegum skaða vegna vistunarinnar. 11. janúar 2024 17:47