Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2025 20:22 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, fundaði með þingflokksformönnum í kvöld. Vísir/Vilhelm Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025 til 2030 hefur verið frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum. Fyrirhugað er að áætlunin verði aftur tekin til umræðu í næstu viku en ekki er gert ráð fyrir því að frekari gögn verði veitt. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi í dag til að ræða athugasemdirnar. Forseti Alþingis féllst á þetta og sátu þingflokksformenn allra flokka fund með forseta til að ræða hvort og hvernig yrði komið til móts við kröfurnar. Stjórnarandstaðan hefur haft orð á því að mun minna af gögnum hafi fylgt fjármálaáætluninni núna samanborið við fyrri ár og þetta torveldi þingmönnum að leggja mat á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. Til stóð að hefja þingfund að nýju eftir fund þingflokksformanna klukkan 20:15 í kvöld en í stað þess var þingfundi slitið. Þingfundur hefur verið boðaður á morgun. Ekki von á frekari gögnum Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að niðurstaða fundarins í kvöld hafi verið sú að þingmönnum yrði gefinn meiri tími til að rýna í þau gögn sem hafi verið lögð fram. Fulltrúar meirihlutans hafi ekki gefið til kynna að nánari gögn yrðu veitt til að bregðast við athugasemdum stjórnarandstöðunnar. „Við gerðum alvarlegar athugasemdir við það með hvaða hætti gögn voru sett fram núna í tengslum við fjármálaáætlunina. Það var mun naumar skammtað heldur en verið hefur sem gerði okkur mjög erfitt fyrir um að ræða við fagráðherrana um þeirra málaflokka.“ Til að mynda muni nokkuð hundruð blaðsíðum á þeim gögnum sem þingmenn hafi með þeirri fjármálaáætlun sem sé núna til umræðu og þeirri sem lögð var fram á síðasta ári. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það var niðurstaðan að frekari gögn verða ekki afhent þannig að við í stjórnarandstöðunni þurfum að leggjast yfir plaggið eins og það liggur fyrir núna og forma umræðu um það á þeim grunni.“ Bergþór telur að það hefði verið betra að hafa dýpri upplýsingar um það með hvaða hætti skattpeningum er varið og hvernig stjórnvöld ætli að ná sínum markmiðum, bæði varðandi útgjöld og sparnað. Hafi einnig komið fjármálaráðherra á óvart Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokks Framsóknar, segir gott að brugðist hafi verið við athugasemdum stjórnarandstöðunnar með frestun umræðu en áfram skorti gögn. Til að mynda sé ekki farið nánar í það í fjármálaáætluninni hvar ríkisstjórnin ætlar að ná fram hagræðingaráformum sínum. Mælikvarða vanti fyrir málefnasvið og óskað hafi verið eftir skýrara plani. Kallað hafi verið eftir því að frekari upplýsingar yrðu birtar um þróun útgjalda, forgangsröðun og áherslur eftir málefnasviðum fyrir komandi ár. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Þetta er í fyrsta skipti sem ný ríkisstjórn leggur fram fjármálaáætlun og þá er mjög mikilvægt að átta sig á áherslum hennar hvað þetta varðar, bæði útgjöld, hagræðingar og annað, og það liggur ekki fyrir,“ segir Ingibjörg. Þau hafi vísað til þess sem fram komi í greinargerð með frumvarpi til gildandi laga um opinber fjármál þar sem segi hvað eigi að koma fram í fjármálaáætlun. „Þar er sagt að til að forgangsröðun eftir málefnasviðum geti verið nægjanlegt markviss er nauðsynlegt að fyrir liggi heildstæð stefnumörkun eftir málefnasviðum, sem kemur ekki fram.“ „Við erum bara þakklát fyrir það að það hafi að minnsta kosti verið hlustað á okkur og umræðunni verið frestað. Ég held að þetta hafi komið mörgum á óvart og meðal annars fjármálaráðherra,“ segir Ingibjörg að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi til að ræða athugasemdir sem þeir hafa gert við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. 3. apríl 2025 19:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Fyrirhugað er að áætlunin verði aftur tekin til umræðu í næstu viku en ekki er gert ráð fyrir því að frekari gögn verði veitt. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi í dag til að ræða athugasemdirnar. Forseti Alþingis féllst á þetta og sátu þingflokksformenn allra flokka fund með forseta til að ræða hvort og hvernig yrði komið til móts við kröfurnar. Stjórnarandstaðan hefur haft orð á því að mun minna af gögnum hafi fylgt fjármálaáætluninni núna samanborið við fyrri ár og þetta torveldi þingmönnum að leggja mat á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. Til stóð að hefja þingfund að nýju eftir fund þingflokksformanna klukkan 20:15 í kvöld en í stað þess var þingfundi slitið. Þingfundur hefur verið boðaður á morgun. Ekki von á frekari gögnum Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að niðurstaða fundarins í kvöld hafi verið sú að þingmönnum yrði gefinn meiri tími til að rýna í þau gögn sem hafi verið lögð fram. Fulltrúar meirihlutans hafi ekki gefið til kynna að nánari gögn yrðu veitt til að bregðast við athugasemdum stjórnarandstöðunnar. „Við gerðum alvarlegar athugasemdir við það með hvaða hætti gögn voru sett fram núna í tengslum við fjármálaáætlunina. Það var mun naumar skammtað heldur en verið hefur sem gerði okkur mjög erfitt fyrir um að ræða við fagráðherrana um þeirra málaflokka.“ Til að mynda muni nokkuð hundruð blaðsíðum á þeim gögnum sem þingmenn hafi með þeirri fjármálaáætlun sem sé núna til umræðu og þeirri sem lögð var fram á síðasta ári. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það var niðurstaðan að frekari gögn verða ekki afhent þannig að við í stjórnarandstöðunni þurfum að leggjast yfir plaggið eins og það liggur fyrir núna og forma umræðu um það á þeim grunni.“ Bergþór telur að það hefði verið betra að hafa dýpri upplýsingar um það með hvaða hætti skattpeningum er varið og hvernig stjórnvöld ætli að ná sínum markmiðum, bæði varðandi útgjöld og sparnað. Hafi einnig komið fjármálaráðherra á óvart Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokks Framsóknar, segir gott að brugðist hafi verið við athugasemdum stjórnarandstöðunnar með frestun umræðu en áfram skorti gögn. Til að mynda sé ekki farið nánar í það í fjármálaáætluninni hvar ríkisstjórnin ætlar að ná fram hagræðingaráformum sínum. Mælikvarða vanti fyrir málefnasvið og óskað hafi verið eftir skýrara plani. Kallað hafi verið eftir því að frekari upplýsingar yrðu birtar um þróun útgjalda, forgangsröðun og áherslur eftir málefnasviðum fyrir komandi ár. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Þetta er í fyrsta skipti sem ný ríkisstjórn leggur fram fjármálaáætlun og þá er mjög mikilvægt að átta sig á áherslum hennar hvað þetta varðar, bæði útgjöld, hagræðingar og annað, og það liggur ekki fyrir,“ segir Ingibjörg. Þau hafi vísað til þess sem fram komi í greinargerð með frumvarpi til gildandi laga um opinber fjármál þar sem segi hvað eigi að koma fram í fjármálaáætlun. „Þar er sagt að til að forgangsröðun eftir málefnasviðum geti verið nægjanlegt markviss er nauðsynlegt að fyrir liggi heildstæð stefnumörkun eftir málefnasviðum, sem kemur ekki fram.“ „Við erum bara þakklát fyrir það að það hafi að minnsta kosti verið hlustað á okkur og umræðunni verið frestað. Ég held að þetta hafi komið mörgum á óvart og meðal annars fjármálaráðherra,“ segir Ingibjörg að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi til að ræða athugasemdir sem þeir hafa gert við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. 3. apríl 2025 19:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi til að ræða athugasemdir sem þeir hafa gert við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. 3. apríl 2025 19:23