„Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2025 10:30 Vinstra megin á umræddri samsettri mynd má sjá Martin í Nike skóm í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi. Hægra megin má sjá hann í leik með Alba Berlin í Euroleague í Adidas skóm Vísir/Samsett mynd Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson, segir marga hafa haft samband við sig eftir að hann lýsti óvenjulegri lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann. Fólk sem hafði sömu sögu að segja. Eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM með sigri á Tyrkjum hér heima vakti það athygli í viðtali við landsliðsmanninn Martin Hermannsson eftir leik að hann virtist hafa fundið óvænta lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann í aðdraganda leiksins. Með því að skipta út Adidas skóm yfir í Nike fann Martin ekki lengur til. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan er hins vegar önnur þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Martin komst fljótt af því eftir umrætt viðtal að hann er ekki sá eini sem hefur glímt við þetta vandamál. „Það voru ótrúlega margir sem höfðu samband við mig, sendu á mig og sögðust hafa gengið í gegnum það sama,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Margir sem höfðu þá sögu að segja að um leið og þeir skiptu um skótegund virtist bara vera sem svo að þeirra kvillar hyrfu. Eina sem þeir þurftu að gera var að skipta um skó. Ég er því greinilega ekki sá eini sem hefur gengið í gegnum þetta og það hefði verði fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig nokkrum mánuðum áður. Það hefði hjálpað.“ Við komuna aftur til Alba Berlin eftir umrætt landsliðsverkefni freistaðist íslenski landsliðsmaðurinn til þess að verða fyrsti leikmaður í sögu félagsins til að spila í Nike skóm. „Ég sem sagt kem bara aftur út til Berlínar eftir að við höfðum tryggt okkur EM sætið og var bara í Nike skónum mínum á fyrstu æfingunum með Alba Berlin og þurfti þar að teipa yfir Nike merkið. Það vakti mikla lukku meðal liðsfélaganna því það er ekki einn leikmaður í sögu Alba Berlin sem hefur spilað í Nike skóm. Ég ætlaði að reyna verða sá fyrsti en það var ekki fræðilegur möguleiki að fá það í gegn. Ég fór því í þá vegferð að reyna finna einhverja tegund af Adidas skóm sem að hentuðu. Reyndi að finna Adidas skó sem voru svipaðir Nike skóm. Það hefur gengið vel hingað til, vonandi heldur það bara áfram en ég hlakka mikið til að koma heim í sumar til móts við landsliðið og fara í gömlu góðu Nike skóna.“ Landslið karla í körfubolta Körfubolti EM 2025 í körfubolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM með sigri á Tyrkjum hér heima vakti það athygli í viðtali við landsliðsmanninn Martin Hermannsson eftir leik að hann virtist hafa fundið óvænta lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann í aðdraganda leiksins. Með því að skipta út Adidas skóm yfir í Nike fann Martin ekki lengur til. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan er hins vegar önnur þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Martin komst fljótt af því eftir umrætt viðtal að hann er ekki sá eini sem hefur glímt við þetta vandamál. „Það voru ótrúlega margir sem höfðu samband við mig, sendu á mig og sögðust hafa gengið í gegnum það sama,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Margir sem höfðu þá sögu að segja að um leið og þeir skiptu um skótegund virtist bara vera sem svo að þeirra kvillar hyrfu. Eina sem þeir þurftu að gera var að skipta um skó. Ég er því greinilega ekki sá eini sem hefur gengið í gegnum þetta og það hefði verði fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig nokkrum mánuðum áður. Það hefði hjálpað.“ Við komuna aftur til Alba Berlin eftir umrætt landsliðsverkefni freistaðist íslenski landsliðsmaðurinn til þess að verða fyrsti leikmaður í sögu félagsins til að spila í Nike skóm. „Ég sem sagt kem bara aftur út til Berlínar eftir að við höfðum tryggt okkur EM sætið og var bara í Nike skónum mínum á fyrstu æfingunum með Alba Berlin og þurfti þar að teipa yfir Nike merkið. Það vakti mikla lukku meðal liðsfélaganna því það er ekki einn leikmaður í sögu Alba Berlin sem hefur spilað í Nike skóm. Ég ætlaði að reyna verða sá fyrsti en það var ekki fræðilegur möguleiki að fá það í gegn. Ég fór því í þá vegferð að reyna finna einhverja tegund af Adidas skóm sem að hentuðu. Reyndi að finna Adidas skó sem voru svipaðir Nike skóm. Það hefur gengið vel hingað til, vonandi heldur það bara áfram en ég hlakka mikið til að koma heim í sumar til móts við landsliðið og fara í gömlu góðu Nike skóna.“
Landslið karla í körfubolta Körfubolti EM 2025 í körfubolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira