Lífið

Bað strax um verkja­lyf eftir nefaðgerðina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viktor eftir aðgerðina í Tyrklandi.
Viktor eftir aðgerðina í Tyrklandi.

Í þáttunum Tilbrigði um fegurð sem fór í loftið á Stöð 2 í síðustu viku er fylgst með lífi Viktors Heiðdal Andersen sem er betur þekktur sem aðgerðadrengurinn.

Í fyrsta þættinum var hann að undirbúa sig fyrir sína aðra nefaðgerð en hann fór í þá fyrstu fyrir tíu árum. Þessi aðgerð er þónokkuð flókinn þar sem áður hefur verið ráðist í aðgerð á svæðinu. Því kostar hún 1,8 milljónir króna. Nú var komið að stóru stundinni og framkvæmdi lýtalæknirinn dr. Mahmet Kiral aðgerðina í Istanbúl í Tyrklandi.

Móðir Viktors flaug með honum út og var hjá honum fyrir og eftir aðgerðina. Í myndbroti úr síðasta þætti hér að neðan má sjá þegar Viktor kemur úr aðgerðinni, verkjaður og nokkuð utan við sig.

Klippa: Nefaðgerðin flókna í Tyrklandi

Um er að ræða heimildarþáttaröð sem fylgir lífi Viktors, 35 ára hjúkrunarfræðings sem hefur tileinkað sér fegrunaraðgerðir frá unga aldri. Í þáttunum er dregin upp einlæg og djörf mynd af manni sem glímir við áhrif samfélagslegra væntinga á sjálfsmynd sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.