Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2025 11:31 Hildur í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir er klár í að byrja gegn Noregi í Þjóðadeildinni í fótbolta seinna í dag eftir að hafa glímt við meiðsli upp á síðkastið. Hún er sérstaklega spennt fyrir því að spila á heimavelli Þróttar Reykjavíkur, frá þeim velli á hún góðar minningar. Hildur hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hefur í aðdraganda þessa landsliðsverkefnis náð að æfa á fullu þó svo að varlega hafi verið farið í sakirnar varðandi mínútur hennar inn á vellinum með félagsliðinu Madrid CFF. „Endurhæfingin hefur gengið mjög vel. Það gerist í byrjun febrúar að ég ríf eitthvað smá aftan í læri. En það er búið að hugsa mjög vel um mig úti og við höfum verið varkár í endurkomunni þar sem að þessi meiðsli geta tekið sig upp. Við höfum farið mjög varlega, ég er búin að vera æfa núna síðustu fjórar vikur en ekki verið að spila til þess að halda mér góðri.“ Klippa: Hildur um veruna í Madrid og landsleik dagsins Erum við þá komin á það stig núna að þú getir byrjað leikinn gegn Noregi? „Ég má allavegana spila leiki. Ég er til í það.“ Hildur gekk í raðir Madrid CFF í spænsku úrvalsdeildinni frá Fortuna Sittard í Hollandi í fyrra og líkar veran þar mjög vel. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Þetta er öðruvísi fótbolti, öðruvísi æfingar og ég þurfti alveg nokkrar vikur til þess að venjast álaginu en heilt yfir hefur þetta verið frábær lífsreynsla, ég er búin að læra margt.“ En er maður að leggja það á sig að læra spænskuna? „Já ég fer í spænsku tíma tvisvar sinnum í viku. Æfingarnar hjá okkur fara fram á spænsku og í liðinu eru nokkrir leikmenn sem tala bara spænsku. Maður þarf því að læra það.“ Íslenska kvennalandsliðið mætir Noregi seinna í dag í Þjóðadeildinni. Leikið verður á heimavelli Þróttar Reykjavíkur þar sem að Laugardalsvöllurinn er ekki leikhæfur og Hildur bíður í ofvæni eftir því að spila á Þróttaravellinum. „Ég á mjög góðar minningar frá Þróttaravellinum, sneri. Fyrsti leikurinn minn eftir að hafa slitið krossband var á þessum velli og síðast þegar að ég spilaði þarna skoraði ég tvö mörk. Ég er mjög spennt fyrir leiknum þarna. Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan korter í fimm í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50 „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Hildur hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hefur í aðdraganda þessa landsliðsverkefnis náð að æfa á fullu þó svo að varlega hafi verið farið í sakirnar varðandi mínútur hennar inn á vellinum með félagsliðinu Madrid CFF. „Endurhæfingin hefur gengið mjög vel. Það gerist í byrjun febrúar að ég ríf eitthvað smá aftan í læri. En það er búið að hugsa mjög vel um mig úti og við höfum verið varkár í endurkomunni þar sem að þessi meiðsli geta tekið sig upp. Við höfum farið mjög varlega, ég er búin að vera æfa núna síðustu fjórar vikur en ekki verið að spila til þess að halda mér góðri.“ Klippa: Hildur um veruna í Madrid og landsleik dagsins Erum við þá komin á það stig núna að þú getir byrjað leikinn gegn Noregi? „Ég má allavegana spila leiki. Ég er til í það.“ Hildur gekk í raðir Madrid CFF í spænsku úrvalsdeildinni frá Fortuna Sittard í Hollandi í fyrra og líkar veran þar mjög vel. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Þetta er öðruvísi fótbolti, öðruvísi æfingar og ég þurfti alveg nokkrar vikur til þess að venjast álaginu en heilt yfir hefur þetta verið frábær lífsreynsla, ég er búin að læra margt.“ En er maður að leggja það á sig að læra spænskuna? „Já ég fer í spænsku tíma tvisvar sinnum í viku. Æfingarnar hjá okkur fara fram á spænsku og í liðinu eru nokkrir leikmenn sem tala bara spænsku. Maður þarf því að læra það.“ Íslenska kvennalandsliðið mætir Noregi seinna í dag í Þjóðadeildinni. Leikið verður á heimavelli Þróttar Reykjavíkur þar sem að Laugardalsvöllurinn er ekki leikhæfur og Hildur bíður í ofvæni eftir því að spila á Þróttaravellinum. „Ég á mjög góðar minningar frá Þróttaravellinum, sneri. Fyrsti leikurinn minn eftir að hafa slitið krossband var á þessum velli og síðast þegar að ég spilaði þarna skoraði ég tvö mörk. Ég er mjög spennt fyrir leiknum þarna. Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan korter í fimm í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50 „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10
Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50
„Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn