Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 10:18 Cruise laut höfði þegar hann minntist síns gamla félaga. AP Tom Cruise rauf loks þögnina eftir andlát Vals Kilmer og minntist Ísmannsins með stundarþögn á kvikmyndaráðstefnu í Las Vegas í gær. Kilmer lést þriðjudaginn 1. apríl, 65 ára að aldri, úr lungnabólgu en hafði þar áður glímt við hálskrabbamein um árabil. Kilmer var ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugarins og skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék hinn roggna Iceman, helsta keppinaut Maverick sem Tom Cruise lék, í hasarmyndinni Top Gun (1985). Fjöldi fólks minntist leikarans, ástríðu hans og leikhæfileika, eftir andlátið en þó vakti athygli að ekkert skyldi bóla á minningarorðum eða kveðju frá Tom Cruise í ljósi sögu þeirra. En í gærkvöldi rauf Cruise þögnina á kvikmyndaráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas þar sem hann var að kynna Mission Impossible: Final Reckoning. Stundarþögn fyrir kæran vin „Ég vil heiðra kæran vin minn, Val Kilmer,“ sagði Cruise þegar hann steig á svið í Vegas. „Ég get ekki sagt ykkur hve mikið ég dáðist að störfum hans, hve mikið álit ég hafði á honum sem manneskju og hve þakklátur og auðmjúkur ég var að hann skyldi vera með í Top Gun og koma svo aftur í Top Gun: Maverick,“ sagði hann. Cruise bað áhorfendur síðan um að minnast Kilmer með sér með stundarþögn. „Takk Val, ég óska þér velfarnaðar á næsta ferðalagi þínu,“ sagði hann svo. Þegar Kilmer lék í Top Gun: Maverick árið 2022 var hann illa farinn eftir hálskrabbamein og átti erfitt með að tjá sig. Cruise lagði mikla áherslu á að Kilmer yrði með og eina senan með Kilmer var sú fyrsta sem var tekinn upp fyrir myndina. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Sjá meira
Kilmer lést þriðjudaginn 1. apríl, 65 ára að aldri, úr lungnabólgu en hafði þar áður glímt við hálskrabbamein um árabil. Kilmer var ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugarins og skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék hinn roggna Iceman, helsta keppinaut Maverick sem Tom Cruise lék, í hasarmyndinni Top Gun (1985). Fjöldi fólks minntist leikarans, ástríðu hans og leikhæfileika, eftir andlátið en þó vakti athygli að ekkert skyldi bóla á minningarorðum eða kveðju frá Tom Cruise í ljósi sögu þeirra. En í gærkvöldi rauf Cruise þögnina á kvikmyndaráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas þar sem hann var að kynna Mission Impossible: Final Reckoning. Stundarþögn fyrir kæran vin „Ég vil heiðra kæran vin minn, Val Kilmer,“ sagði Cruise þegar hann steig á svið í Vegas. „Ég get ekki sagt ykkur hve mikið ég dáðist að störfum hans, hve mikið álit ég hafði á honum sem manneskju og hve þakklátur og auðmjúkur ég var að hann skyldi vera með í Top Gun og koma svo aftur í Top Gun: Maverick,“ sagði hann. Cruise bað áhorfendur síðan um að minnast Kilmer með sér með stundarþögn. „Takk Val, ég óska þér velfarnaðar á næsta ferðalagi þínu,“ sagði hann svo. Þegar Kilmer lék í Top Gun: Maverick árið 2022 var hann illa farinn eftir hálskrabbamein og átti erfitt með að tjá sig. Cruise lagði mikla áherslu á að Kilmer yrði með og eina senan með Kilmer var sú fyrsta sem var tekinn upp fyrir myndina.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Sjá meira