Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2025 20:04 Haraldur Þór Jónsson, oddviti ætlar ekki að hætta, sem formaður Veiðifélags Þjórsár en hér er hann staddur við Ölfusá á Selfossi með Selfosskirkju rétt hjá sér. Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps sér ekkert athugavert við það að hann sitji nú beggja megin borðsins, sé oddviti og nú nýkjörin formaður Veiðifélags Þjórsár. Prestur sveitarinnar, sem á sæti í sveitarstjórn hefur farið fram á að oddvitinn segi nú þegar af sér, sem formaður veiðifélagsins Á fundi sveitarstjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps í vikunni upplýsti Haraldur Þór Jónsson, oddviti sveitarfélagsins að hann hafi verið kosinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár á aðalfundi nýlega. Þessar upplýsingar fóru illa í séra Axel Á. Njarðvík, sem situr í minni hluta sveitarstjórnar og lagði hann fram ítarlega bókun þar sem skorað er á Harald Þór að segja strax af sér, sem formaður veiðifélagsins því að hann geti "ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins", eins og segir orðrétt í bókun séra Axels. En ætlar Haraldur Þór að segja af sér, sem formaður Veiðifélags Þjórsár eða hvað? "Nei, það geri ég svo sannarlega ekki ráð fyrir. Ég tel að það sé mikilvægt að nýta krafta mína til þess að vinna ötullega fyrir veiðifélagið og félaga í veiðifélaginu". En fer það saman að vera oddviti og formaður veiðifélags? "Já, ég tel að það fari bara mjög vel saman", segir Haraldur Þór. Haraldur Þór segir að Landsvirkjun hafi komið með stórar mótvægisaðgerðir þegar virkjun í Þjórsár og veiði er annars vegar með byggingu Hvammsvirkjunar. En er þá Landsvirkjun komin í fiskeldi eða hvað ? "Nei, Landsvirkjun er svo sannarlega ekki komin í fiskeldi en hún hefur aftur á móti kostað gríðarlegum fjármunum í það að bæta lífríki hvort sem það er í Þjórsá eða annars staðar. Þeir hafa kostað til laxastiga og margt fleira," segir Haraldur Þór. Og hann spyr sig þessarar spurningar. "Á veiðifélagið að berjast á móti eða er kannski komin tími á að slíðra sverðin og vinna saman að ná bestum árangri fyrir lífríkið í Þjórsánni?" Axel Á. Njarðvíkur, prestur og fulltrúi í minnihluta sveitarstjórnar var með bókun á fundinum 2. apríl þar sem hann fer fram á að oddvitinn segi sig strax frá embætti formanns Veiðifélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 120 manns eru félagar í Veiðifélagi Þjórsár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerðin frá 2. apríl 2025 með bókun Axels Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Lax Sveitarstjórnarmál Stangveiði Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Á fundi sveitarstjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps í vikunni upplýsti Haraldur Þór Jónsson, oddviti sveitarfélagsins að hann hafi verið kosinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár á aðalfundi nýlega. Þessar upplýsingar fóru illa í séra Axel Á. Njarðvík, sem situr í minni hluta sveitarstjórnar og lagði hann fram ítarlega bókun þar sem skorað er á Harald Þór að segja strax af sér, sem formaður veiðifélagsins því að hann geti "ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins", eins og segir orðrétt í bókun séra Axels. En ætlar Haraldur Þór að segja af sér, sem formaður Veiðifélags Þjórsár eða hvað? "Nei, það geri ég svo sannarlega ekki ráð fyrir. Ég tel að það sé mikilvægt að nýta krafta mína til þess að vinna ötullega fyrir veiðifélagið og félaga í veiðifélaginu". En fer það saman að vera oddviti og formaður veiðifélags? "Já, ég tel að það fari bara mjög vel saman", segir Haraldur Þór. Haraldur Þór segir að Landsvirkjun hafi komið með stórar mótvægisaðgerðir þegar virkjun í Þjórsár og veiði er annars vegar með byggingu Hvammsvirkjunar. En er þá Landsvirkjun komin í fiskeldi eða hvað ? "Nei, Landsvirkjun er svo sannarlega ekki komin í fiskeldi en hún hefur aftur á móti kostað gríðarlegum fjármunum í það að bæta lífríki hvort sem það er í Þjórsá eða annars staðar. Þeir hafa kostað til laxastiga og margt fleira," segir Haraldur Þór. Og hann spyr sig þessarar spurningar. "Á veiðifélagið að berjast á móti eða er kannski komin tími á að slíðra sverðin og vinna saman að ná bestum árangri fyrir lífríkið í Þjórsánni?" Axel Á. Njarðvíkur, prestur og fulltrúi í minnihluta sveitarstjórnar var með bókun á fundinum 2. apríl þar sem hann fer fram á að oddvitinn segi sig strax frá embætti formanns Veiðifélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 120 manns eru félagar í Veiðifélagi Þjórsár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerðin frá 2. apríl 2025 með bókun Axels
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Lax Sveitarstjórnarmál Stangveiði Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent