Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2025 20:04 Haraldur Þór Jónsson, oddviti ætlar ekki að hætta, sem formaður Veiðifélags Þjórsár en hér er hann staddur við Ölfusá á Selfossi með Selfosskirkju rétt hjá sér. Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps sér ekkert athugavert við það að hann sitji nú beggja megin borðsins, sé oddviti og nú nýkjörin formaður Veiðifélags Þjórsár. Prestur sveitarinnar, sem á sæti í sveitarstjórn hefur farið fram á að oddvitinn segi nú þegar af sér, sem formaður veiðifélagsins Á fundi sveitarstjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps í vikunni upplýsti Haraldur Þór Jónsson, oddviti sveitarfélagsins að hann hafi verið kosinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár á aðalfundi nýlega. Þessar upplýsingar fóru illa í séra Axel Á. Njarðvík, sem situr í minni hluta sveitarstjórnar og lagði hann fram ítarlega bókun þar sem skorað er á Harald Þór að segja strax af sér, sem formaður veiðifélagsins því að hann geti "ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins", eins og segir orðrétt í bókun séra Axels. En ætlar Haraldur Þór að segja af sér, sem formaður Veiðifélags Þjórsár eða hvað? "Nei, það geri ég svo sannarlega ekki ráð fyrir. Ég tel að það sé mikilvægt að nýta krafta mína til þess að vinna ötullega fyrir veiðifélagið og félaga í veiðifélaginu". En fer það saman að vera oddviti og formaður veiðifélags? "Já, ég tel að það fari bara mjög vel saman", segir Haraldur Þór. Haraldur Þór segir að Landsvirkjun hafi komið með stórar mótvægisaðgerðir þegar virkjun í Þjórsár og veiði er annars vegar með byggingu Hvammsvirkjunar. En er þá Landsvirkjun komin í fiskeldi eða hvað ? "Nei, Landsvirkjun er svo sannarlega ekki komin í fiskeldi en hún hefur aftur á móti kostað gríðarlegum fjármunum í það að bæta lífríki hvort sem það er í Þjórsá eða annars staðar. Þeir hafa kostað til laxastiga og margt fleira," segir Haraldur Þór. Og hann spyr sig þessarar spurningar. "Á veiðifélagið að berjast á móti eða er kannski komin tími á að slíðra sverðin og vinna saman að ná bestum árangri fyrir lífríkið í Þjórsánni?" Axel Á. Njarðvíkur, prestur og fulltrúi í minnihluta sveitarstjórnar var með bókun á fundinum 2. apríl þar sem hann fer fram á að oddvitinn segi sig strax frá embætti formanns Veiðifélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 120 manns eru félagar í Veiðifélagi Þjórsár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerðin frá 2. apríl 2025 með bókun Axels Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Lax Sveitarstjórnarmál Stangveiði Félagasamtök Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Á fundi sveitarstjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps í vikunni upplýsti Haraldur Þór Jónsson, oddviti sveitarfélagsins að hann hafi verið kosinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár á aðalfundi nýlega. Þessar upplýsingar fóru illa í séra Axel Á. Njarðvík, sem situr í minni hluta sveitarstjórnar og lagði hann fram ítarlega bókun þar sem skorað er á Harald Þór að segja strax af sér, sem formaður veiðifélagsins því að hann geti "ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins", eins og segir orðrétt í bókun séra Axels. En ætlar Haraldur Þór að segja af sér, sem formaður Veiðifélags Þjórsár eða hvað? "Nei, það geri ég svo sannarlega ekki ráð fyrir. Ég tel að það sé mikilvægt að nýta krafta mína til þess að vinna ötullega fyrir veiðifélagið og félaga í veiðifélaginu". En fer það saman að vera oddviti og formaður veiðifélags? "Já, ég tel að það fari bara mjög vel saman", segir Haraldur Þór. Haraldur Þór segir að Landsvirkjun hafi komið með stórar mótvægisaðgerðir þegar virkjun í Þjórsár og veiði er annars vegar með byggingu Hvammsvirkjunar. En er þá Landsvirkjun komin í fiskeldi eða hvað ? "Nei, Landsvirkjun er svo sannarlega ekki komin í fiskeldi en hún hefur aftur á móti kostað gríðarlegum fjármunum í það að bæta lífríki hvort sem það er í Þjórsá eða annars staðar. Þeir hafa kostað til laxastiga og margt fleira," segir Haraldur Þór. Og hann spyr sig þessarar spurningar. "Á veiðifélagið að berjast á móti eða er kannski komin tími á að slíðra sverðin og vinna saman að ná bestum árangri fyrir lífríkið í Þjórsánni?" Axel Á. Njarðvíkur, prestur og fulltrúi í minnihluta sveitarstjórnar var með bókun á fundinum 2. apríl þar sem hann fer fram á að oddvitinn segi sig strax frá embætti formanns Veiðifélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 120 manns eru félagar í Veiðifélagi Þjórsár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerðin frá 2. apríl 2025 með bókun Axels
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Lax Sveitarstjórnarmál Stangveiði Félagasamtök Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira