TikTok hólpið í bili Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 19:49 Donald Trump hefur frestað fyrirhuguðu TikTok banni um að minnsta kosti 75 daga á meðan viðræður um mögulega sölu til Bandaríkjanna standa yfir. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið. „Ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum að samningi til þess að bjarga TikTok, og við höfum náð miklum árangri. Samningurinn þarfnast meiri vinnu ... þess vegna ætla ég að skrifa undir forsetatilskipun sem heldur TikTok gangandi í 75 daga til viðbótar,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðlum. Þurfa að selja til Bandaríkjanna Lög sem voru til þess ætluð að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum áttu að taka gildi í janúar, en Trump frestaði gildistöku þeirra um 90 daga þegar hann tók við embætti forseta 20. janúar. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Youtube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, er meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa starfsemi TikTok í Bandaríkjunum. Í gær var svo greint frá því að Amazon hefði gert tilboð í miðilinn. Í frétt New York Times sagði að Amazon hefði skilað tilboði í TikTok inn til J.D Vance, varaforseta BAndaríkjanna og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Haft var eftir heimildarmönnum að tilboðinu hefði ekki verið tekið sérstaklega alvarlega. Donald Trump segir að vonir standi til að viðræður við kínversk yfirvöld muni áfram ganga vel, þótt þau séu ekki ánægð með nýja tolla Bandaríkjamanna. Kínverskir eigendur miðilsins, Bytedance, hafa sagt hann ekki vera til sölu. Í síðustu viku sagði Trump að til greina kæmi að lækka tolla gagnvart Kína ef þeir myndu fallast á að selja TikTok. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill Bandaríkjanna með um 170 milljónir notenda. Færsla Trumps á Truth Social.Skjáskot TikTok Samfélagsmiðlar Donald Trump Kína Bandaríkin Tengdar fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32 Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02 Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
„Ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum að samningi til þess að bjarga TikTok, og við höfum náð miklum árangri. Samningurinn þarfnast meiri vinnu ... þess vegna ætla ég að skrifa undir forsetatilskipun sem heldur TikTok gangandi í 75 daga til viðbótar,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðlum. Þurfa að selja til Bandaríkjanna Lög sem voru til þess ætluð að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum áttu að taka gildi í janúar, en Trump frestaði gildistöku þeirra um 90 daga þegar hann tók við embætti forseta 20. janúar. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Youtube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, er meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa starfsemi TikTok í Bandaríkjunum. Í gær var svo greint frá því að Amazon hefði gert tilboð í miðilinn. Í frétt New York Times sagði að Amazon hefði skilað tilboði í TikTok inn til J.D Vance, varaforseta BAndaríkjanna og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Haft var eftir heimildarmönnum að tilboðinu hefði ekki verið tekið sérstaklega alvarlega. Donald Trump segir að vonir standi til að viðræður við kínversk yfirvöld muni áfram ganga vel, þótt þau séu ekki ánægð með nýja tolla Bandaríkjamanna. Kínverskir eigendur miðilsins, Bytedance, hafa sagt hann ekki vera til sölu. Í síðustu viku sagði Trump að til greina kæmi að lækka tolla gagnvart Kína ef þeir myndu fallast á að selja TikTok. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill Bandaríkjanna með um 170 milljónir notenda. Færsla Trumps á Truth Social.Skjáskot
TikTok Samfélagsmiðlar Donald Trump Kína Bandaríkin Tengdar fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32 Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02 Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32
Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02
Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent