„Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. apríl 2025 19:21 Sveindís sótti af krafti og fékk fín færi, en líkt og öðrum leikmönnum íslenska liðsins tókst henni ekki að skora. vísir / anton brink „Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. „Ég veit ekki hvort við séum bara ekki vanar að vera í þessari stöðu [fá svona mörg færi]. Ég veit það ekki, en þetta var óheppni líka. Við komumst í góð færi allavega og það er jákvætt, en við verðum að koma honum yfir línuna í næsta leik“ sagði Sveindís einnig, sjáanlega svekkt með niðurstöðu leiksins. Færasköpun hefur oft verið vandamál hjá íslenska liðinu, en var það alls ekki í dag. Sveindís segir liðið þó ekki hafa breytt neinu í sinni spilamennsku. „Nei, ekkert þannig séð. Við erum kannski bara vanari að spila í þessum vindi og á gervigrasi, það virkaði fínt fyrir okkur en við verðum að vera grimmari fyrir framan markið og koma honum yfir línuna.“ Norska landsliðið saknaði slatta af góðum leikmönnum og var án tveggja stærstu stjarnanna, Caroline Graham Hansen og Ada Hegerberg. Í ljósi þess er svekkelsið enn meira hjá Íslandi, að hafa ekki náð í þrjú stig úr þessum leik. „Jú og sérstaklega á heimavelli. Við vorum betri, komum okkur í betri færi en þær. Við verðum að fara að refsa úr góðu stöðunum sem við komumst í, en eins og ég segi, gerum bara betur í næsta leik.“ Sveindís var örlítið þreytt og haltraði inn í viðtalið, en sagðist vera í góðu lagi og klár í næsta leik gegn Sviss á mánudaginn. Ísland gerði einnig markalaust jafntefli við Sviss þegar liðin mættust í febrúar. „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora. Við munum fara yfir leikinn og sjá hvað við getum gert betur. Það eru fullt af möguleikum á móti Sviss, við skoðum síðasta leik á móti þeim og gerum betur. Setjum boltann yfir línuna“ sagði Sveindís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
„Ég veit ekki hvort við séum bara ekki vanar að vera í þessari stöðu [fá svona mörg færi]. Ég veit það ekki, en þetta var óheppni líka. Við komumst í góð færi allavega og það er jákvætt, en við verðum að koma honum yfir línuna í næsta leik“ sagði Sveindís einnig, sjáanlega svekkt með niðurstöðu leiksins. Færasköpun hefur oft verið vandamál hjá íslenska liðinu, en var það alls ekki í dag. Sveindís segir liðið þó ekki hafa breytt neinu í sinni spilamennsku. „Nei, ekkert þannig séð. Við erum kannski bara vanari að spila í þessum vindi og á gervigrasi, það virkaði fínt fyrir okkur en við verðum að vera grimmari fyrir framan markið og koma honum yfir línuna.“ Norska landsliðið saknaði slatta af góðum leikmönnum og var án tveggja stærstu stjarnanna, Caroline Graham Hansen og Ada Hegerberg. Í ljósi þess er svekkelsið enn meira hjá Íslandi, að hafa ekki náð í þrjú stig úr þessum leik. „Jú og sérstaklega á heimavelli. Við vorum betri, komum okkur í betri færi en þær. Við verðum að fara að refsa úr góðu stöðunum sem við komumst í, en eins og ég segi, gerum bara betur í næsta leik.“ Sveindís var örlítið þreytt og haltraði inn í viðtalið, en sagðist vera í góðu lagi og klár í næsta leik gegn Sviss á mánudaginn. Ísland gerði einnig markalaust jafntefli við Sviss þegar liðin mættust í febrúar. „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora. Við munum fara yfir leikinn og sjá hvað við getum gert betur. Það eru fullt af möguleikum á móti Sviss, við skoðum síðasta leik á móti þeim og gerum betur. Setjum boltann yfir línuna“ sagði Sveindís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira