Sýna íslensku með hreim þolinmæði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2025 14:05 Háskólafélag Suðurlands, Fræðslunet Suðurlands og menningar- og upplýsingadeild Árborgar hafa tekið höndum saman og standa fyrir átakinu „Gefum íslensku séns.”. Hér eru þær frá vinstri, Helga Kristín, Sandra og Esther Erla með plaggötu verkefnisins. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Gefum íslensku séns“er yfirskrift á átaki, sem Sveitarfélagið Árborg, Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunet Suðurland hafa hleypt af stokkunum. Tilgangur átaksins er meðal annars að lofa að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna, sem er að læra eða æfa sig í íslensku. Átakið hófst formlega fimmtudaginn 3. apríl en það og nær það til fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og íbúa Sveitarfélagsins Árborgar. Grunnstefið í áktainu „Gefumíslensku séns” er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku. Átakinu er einnig ætlað að varpa ljósi á þá staðreynd að allir geta lagt sitt af mörkum við að hjálpa fólki að læra málið. Sandra D. Sigurðardóttir hjá Fræðslunetinu, Esther Erla Jónsdóttir hjá Árborg og Helga Kristín Sæbjörnsdóttir hjá Háskólafélagi Suðurlands vita allt um „Gefum íslensku séns“. „Þetta gengur fyrst og fremst út á það að leyfa íbúum af erlendum uppruna að reyna sig áfram í íslensku án þess að þau séu dæmd fyrir frammistöðu sína þannig að Íslendingar séu líka að gefa þeim smá tækifæri til þess að standa sig og tala,“ segir Helga og Sandra bætir við. „Við erum ekki bara að hjálpa fólki, sem er að læra íslensku að æfa sig í að tala því við erum líka að hjálpa Íslendingum að æfa sig að hlusta á íslenskuna með hreim og hlusta á íslensku, sem er allskonar og þess vegna þurfum við að gefa íslenskunni sjéns.“ Kynningarfundur verkefnisins fór fram fimmtudaginn 3. apríl og um leið hófst það formlega. Markmiðið er að gera Árborg að íslenskuvænu samfélagi enda samfélagið orðið afar fjölbreytilegt og mikilvægt að íslenskan endurspegli þann raunveruleika. Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið „Gefum íslensku séns“ varð til hjá Háskólasetri Vestfjarða og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, bæði innan lands og utan. Þessi sunnlenska útgáfa er unnin með samþykki og velvild Vestfirðinganna. En hvað eru margir íbúar í Árborg af erlendum uppruna, er það vitað? „Um það bil 30 prósent og í sveitarfélaginu eru töluð um 38 tungumál,“ segir Esther Erla. Hér má sjá næstu viðburði verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Átakið hófst formlega fimmtudaginn 3. apríl en það og nær það til fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og íbúa Sveitarfélagsins Árborgar. Grunnstefið í áktainu „Gefumíslensku séns” er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku. Átakinu er einnig ætlað að varpa ljósi á þá staðreynd að allir geta lagt sitt af mörkum við að hjálpa fólki að læra málið. Sandra D. Sigurðardóttir hjá Fræðslunetinu, Esther Erla Jónsdóttir hjá Árborg og Helga Kristín Sæbjörnsdóttir hjá Háskólafélagi Suðurlands vita allt um „Gefum íslensku séns“. „Þetta gengur fyrst og fremst út á það að leyfa íbúum af erlendum uppruna að reyna sig áfram í íslensku án þess að þau séu dæmd fyrir frammistöðu sína þannig að Íslendingar séu líka að gefa þeim smá tækifæri til þess að standa sig og tala,“ segir Helga og Sandra bætir við. „Við erum ekki bara að hjálpa fólki, sem er að læra íslensku að æfa sig í að tala því við erum líka að hjálpa Íslendingum að æfa sig að hlusta á íslenskuna með hreim og hlusta á íslensku, sem er allskonar og þess vegna þurfum við að gefa íslenskunni sjéns.“ Kynningarfundur verkefnisins fór fram fimmtudaginn 3. apríl og um leið hófst það formlega. Markmiðið er að gera Árborg að íslenskuvænu samfélagi enda samfélagið orðið afar fjölbreytilegt og mikilvægt að íslenskan endurspegli þann raunveruleika. Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið „Gefum íslensku séns“ varð til hjá Háskólasetri Vestfjarða og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, bæði innan lands og utan. Þessi sunnlenska útgáfa er unnin með samþykki og velvild Vestfirðinganna. En hvað eru margir íbúar í Árborg af erlendum uppruna, er það vitað? „Um það bil 30 prósent og í sveitarfélaginu eru töluð um 38 tungumál,“ segir Esther Erla. Hér má sjá næstu viðburði verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira