Innlent

Öskjuhlíðartimbrið komið til Eski­fjarðar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Skipið var affermt að næturlagi.
Skipið var affermt að næturlagi. Aðsend

Öskjuhlíðartimbrið úr trjánum sem voru felld úr Öskjuhlíð er nú komið til Eskifjarðar þar sem timbrið verður sagað niður og unnið.

„Loksins. Nú í nótt kom skip til Eskifjarðar með sérstakan farm, rúmlega þúsund tonn af Öskjuhlíðartimbri. Það hittist nú svo á að skipið var bæði lestað og losað í skjóli nætur þótt ekki séu þetta myrkraverk. Nú tekur við að flytja timbrið á betri stað og flokka það,“ segir Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabretta, á Facebook-síðu sinni. 

Fyrirtækið sá um að fella trén í Öskjuhlíð en verkið tók nokkrar vikur.

„Mjög flott timbur. Þetta er beint og flott timbur,“ sagði Einar Birgir í viðtali við Stöð 2 á meðan verkinu stóð.

Timbrið var fellt til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli og var svo flutt í Hafnarfjörð þar sem því var hlaðið um borð í skip og siglt til Eskifjarðar.


Tengdar fréttir

Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði

Margir Hafnfirðingar ráku upp stór augu þegar þeir litu myndarlegan stafla af innlendum skógarvið á kæjanum þar í bæ augum. Timbrið bíður þess að vera lestað í skip sem siglt verður til Eskifjarðar. Þar verður timbrið sagað niður í borðvið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×