Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar 7. apríl 2025 12:16 Næstum allir segja í orði kveðnu að sanngjarnt sé að þjóðinni sé greitt gjald fyrir að fá að veiða úr fiskveiðiauðlindinni sem er ótvírætt í hennar eigu. Svo er reynt að finna leið til að ákvarða það gjald. Búin er til leið (reiknistofn) þar sem vegnar eru saman ýmsar stærðir úr afkomutölum sjávarútvegs og út kemur tala sem ákvarðar veiðigjaldið. Ein af lykilstærðunum í þessari jöfnu er „markaðsverð“ á fiskinum. Þá vandast málið. Milliverðlagning Stór sjávarútvegsfyrirtæki kjósa að hafa allt á einni hendi, veiðar og vinnslu. Sú tilhögun hefur sýnt sig að geta verið heppileg þar sem hún á við. Engu að síður verðleggja þessi fyrirtæki sjávarfangið frá skipi til fiskvinnslu. Augljóst er að sú verðlagning getur verið með ýmsu móti þar sem hún ræðst ekki af framboði og eftirspurn á markaði. Þannig geta fyrirtæki séð sér hag í því að hafa verðið sem lægst milli veiða og vinnslu líkt og þau sjá sér hag í því milli vinnslu og sölu sbr. þegar stjórnandi í einu slíku fyrirtæki sendi eftirfarandi tölvupóst: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar.“ (Heimildin 16. nóv. 2019) Þetta er aðeins dæmi um hvernig má misnota verðlagningu sem á sér stað innan fyrirtækja úr einni deild þess í aðra en slík tilbúin verðlagning þekkist víða. Augljóst má því vera að hæpið er að styðjast við slíka „milliverðlagningu“ innan fyrirtækja til að byggja opinbera gjaldtöku á. Sanngjörn leið Fyrst ákveðið hefur verið að reikna veiðileyfagjald (sem rennur til þjóðarinnar sem sanngjarnt afgjald fyrir afnot fiskimiðanna) með lykilstærð sem getur leikið svo mikill vafi á að eigi sér stað í raunveruleikanum, þá hljóta allir réttsýnir menn að vilja leita sannleikans í þessum efnum og finna stærð sem kemst næst því að vera „rétt“ stærð. - Sú leið sem stungið er uppá í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um aflaverðmæti í reiknistofni og miðar við meðalverð á hvert kg hvers mánaðar á fiskmarkaði yfir 12 mánaða tímabil, virðist því vera afar sanngjarnt og hógvært úrræði til að reyna að komast sem næst því hvað geti talist „rétt“ upphæð til viðmiðunar í útreikningi veiðigjalds. Þeir sem eru ekki sáttir við að loksins séu settar inn sannanlegar tölur í þann reiknistofn sem gildir um útreikning veiðigjalds ættu frekar að krefjast þess að aðrar aðferðir verði notaðar til að finna veiðigjald heldur en sú sem gilt hefur undanfarin ár. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skattar og tollar Sjávarútvegur Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Næstum allir segja í orði kveðnu að sanngjarnt sé að þjóðinni sé greitt gjald fyrir að fá að veiða úr fiskveiðiauðlindinni sem er ótvírætt í hennar eigu. Svo er reynt að finna leið til að ákvarða það gjald. Búin er til leið (reiknistofn) þar sem vegnar eru saman ýmsar stærðir úr afkomutölum sjávarútvegs og út kemur tala sem ákvarðar veiðigjaldið. Ein af lykilstærðunum í þessari jöfnu er „markaðsverð“ á fiskinum. Þá vandast málið. Milliverðlagning Stór sjávarútvegsfyrirtæki kjósa að hafa allt á einni hendi, veiðar og vinnslu. Sú tilhögun hefur sýnt sig að geta verið heppileg þar sem hún á við. Engu að síður verðleggja þessi fyrirtæki sjávarfangið frá skipi til fiskvinnslu. Augljóst er að sú verðlagning getur verið með ýmsu móti þar sem hún ræðst ekki af framboði og eftirspurn á markaði. Þannig geta fyrirtæki séð sér hag í því að hafa verðið sem lægst milli veiða og vinnslu líkt og þau sjá sér hag í því milli vinnslu og sölu sbr. þegar stjórnandi í einu slíku fyrirtæki sendi eftirfarandi tölvupóst: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar.“ (Heimildin 16. nóv. 2019) Þetta er aðeins dæmi um hvernig má misnota verðlagningu sem á sér stað innan fyrirtækja úr einni deild þess í aðra en slík tilbúin verðlagning þekkist víða. Augljóst má því vera að hæpið er að styðjast við slíka „milliverðlagningu“ innan fyrirtækja til að byggja opinbera gjaldtöku á. Sanngjörn leið Fyrst ákveðið hefur verið að reikna veiðileyfagjald (sem rennur til þjóðarinnar sem sanngjarnt afgjald fyrir afnot fiskimiðanna) með lykilstærð sem getur leikið svo mikill vafi á að eigi sér stað í raunveruleikanum, þá hljóta allir réttsýnir menn að vilja leita sannleikans í þessum efnum og finna stærð sem kemst næst því að vera „rétt“ stærð. - Sú leið sem stungið er uppá í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um aflaverðmæti í reiknistofni og miðar við meðalverð á hvert kg hvers mánaðar á fiskmarkaði yfir 12 mánaða tímabil, virðist því vera afar sanngjarnt og hógvært úrræði til að reyna að komast sem næst því hvað geti talist „rétt“ upphæð til viðmiðunar í útreikningi veiðigjalds. Þeir sem eru ekki sáttir við að loksins séu settar inn sannanlegar tölur í þann reiknistofn sem gildir um útreikning veiðigjalds ættu frekar að krefjast þess að aðrar aðferðir verði notaðar til að finna veiðigjald heldur en sú sem gilt hefur undanfarin ár. Höfundur er hagfræðingur.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun