Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar 7. apríl 2025 12:16 Næstum allir segja í orði kveðnu að sanngjarnt sé að þjóðinni sé greitt gjald fyrir að fá að veiða úr fiskveiðiauðlindinni sem er ótvírætt í hennar eigu. Svo er reynt að finna leið til að ákvarða það gjald. Búin er til leið (reiknistofn) þar sem vegnar eru saman ýmsar stærðir úr afkomutölum sjávarútvegs og út kemur tala sem ákvarðar veiðigjaldið. Ein af lykilstærðunum í þessari jöfnu er „markaðsverð“ á fiskinum. Þá vandast málið. Milliverðlagning Stór sjávarútvegsfyrirtæki kjósa að hafa allt á einni hendi, veiðar og vinnslu. Sú tilhögun hefur sýnt sig að geta verið heppileg þar sem hún á við. Engu að síður verðleggja þessi fyrirtæki sjávarfangið frá skipi til fiskvinnslu. Augljóst er að sú verðlagning getur verið með ýmsu móti þar sem hún ræðst ekki af framboði og eftirspurn á markaði. Þannig geta fyrirtæki séð sér hag í því að hafa verðið sem lægst milli veiða og vinnslu líkt og þau sjá sér hag í því milli vinnslu og sölu sbr. þegar stjórnandi í einu slíku fyrirtæki sendi eftirfarandi tölvupóst: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar.“ (Heimildin 16. nóv. 2019) Þetta er aðeins dæmi um hvernig má misnota verðlagningu sem á sér stað innan fyrirtækja úr einni deild þess í aðra en slík tilbúin verðlagning þekkist víða. Augljóst má því vera að hæpið er að styðjast við slíka „milliverðlagningu“ innan fyrirtækja til að byggja opinbera gjaldtöku á. Sanngjörn leið Fyrst ákveðið hefur verið að reikna veiðileyfagjald (sem rennur til þjóðarinnar sem sanngjarnt afgjald fyrir afnot fiskimiðanna) með lykilstærð sem getur leikið svo mikill vafi á að eigi sér stað í raunveruleikanum, þá hljóta allir réttsýnir menn að vilja leita sannleikans í þessum efnum og finna stærð sem kemst næst því að vera „rétt“ stærð. - Sú leið sem stungið er uppá í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um aflaverðmæti í reiknistofni og miðar við meðalverð á hvert kg hvers mánaðar á fiskmarkaði yfir 12 mánaða tímabil, virðist því vera afar sanngjarnt og hógvært úrræði til að reyna að komast sem næst því hvað geti talist „rétt“ upphæð til viðmiðunar í útreikningi veiðigjalds. Þeir sem eru ekki sáttir við að loksins séu settar inn sannanlegar tölur í þann reiknistofn sem gildir um útreikning veiðigjalds ættu frekar að krefjast þess að aðrar aðferðir verði notaðar til að finna veiðigjald heldur en sú sem gilt hefur undanfarin ár. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skattar og tollar Sjávarútvegur Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Næstum allir segja í orði kveðnu að sanngjarnt sé að þjóðinni sé greitt gjald fyrir að fá að veiða úr fiskveiðiauðlindinni sem er ótvírætt í hennar eigu. Svo er reynt að finna leið til að ákvarða það gjald. Búin er til leið (reiknistofn) þar sem vegnar eru saman ýmsar stærðir úr afkomutölum sjávarútvegs og út kemur tala sem ákvarðar veiðigjaldið. Ein af lykilstærðunum í þessari jöfnu er „markaðsverð“ á fiskinum. Þá vandast málið. Milliverðlagning Stór sjávarútvegsfyrirtæki kjósa að hafa allt á einni hendi, veiðar og vinnslu. Sú tilhögun hefur sýnt sig að geta verið heppileg þar sem hún á við. Engu að síður verðleggja þessi fyrirtæki sjávarfangið frá skipi til fiskvinnslu. Augljóst er að sú verðlagning getur verið með ýmsu móti þar sem hún ræðst ekki af framboði og eftirspurn á markaði. Þannig geta fyrirtæki séð sér hag í því að hafa verðið sem lægst milli veiða og vinnslu líkt og þau sjá sér hag í því milli vinnslu og sölu sbr. þegar stjórnandi í einu slíku fyrirtæki sendi eftirfarandi tölvupóst: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar.“ (Heimildin 16. nóv. 2019) Þetta er aðeins dæmi um hvernig má misnota verðlagningu sem á sér stað innan fyrirtækja úr einni deild þess í aðra en slík tilbúin verðlagning þekkist víða. Augljóst má því vera að hæpið er að styðjast við slíka „milliverðlagningu“ innan fyrirtækja til að byggja opinbera gjaldtöku á. Sanngjörn leið Fyrst ákveðið hefur verið að reikna veiðileyfagjald (sem rennur til þjóðarinnar sem sanngjarnt afgjald fyrir afnot fiskimiðanna) með lykilstærð sem getur leikið svo mikill vafi á að eigi sér stað í raunveruleikanum, þá hljóta allir réttsýnir menn að vilja leita sannleikans í þessum efnum og finna stærð sem kemst næst því að vera „rétt“ stærð. - Sú leið sem stungið er uppá í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um aflaverðmæti í reiknistofni og miðar við meðalverð á hvert kg hvers mánaðar á fiskmarkaði yfir 12 mánaða tímabil, virðist því vera afar sanngjarnt og hógvært úrræði til að reyna að komast sem næst því hvað geti talist „rétt“ upphæð til viðmiðunar í útreikningi veiðigjalds. Þeir sem eru ekki sáttir við að loksins séu settar inn sannanlegar tölur í þann reiknistofn sem gildir um útreikning veiðigjalds ættu frekar að krefjast þess að aðrar aðferðir verði notaðar til að finna veiðigjald heldur en sú sem gilt hefur undanfarin ár. Höfundur er hagfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun