„Það eru ekki skattahækkanir“ Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2025 16:09 Daði Már svaraði Guðrúnu fullum hálsi. Vísir/Anton Brink Fjármála- og efnahagsráðherra vísar því á bug að ríkisstjórnin ætli að hækka skatta á almenning. Hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu falli samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar til ársins 2030. Þá muni afnám samsköttunar hjóna milli skattþrepa einungis koma niður á þeim sem eru í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þannig skili það ekki skattahækkunum til almennings. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp þráðinn frá því í síðustu viku og gagnrýndi harðlega áform ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks, sem koma fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2026 -2030. Fjármálaáætlunin er til umræðu í þinginu í dag en Guðrún ákvað að nýta óundirbúinn fyrirspurnartíma til þess að spyrja Daða Má Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, út í áformin. „Meðal annars er lagt til að afnema samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Ég hef áður bent á að sú breyting bitni helst á heimilum þar sem annað foreldri er tímabundið með lægri tekjur – vegna náms, veikinda, fæðingarorlofs eða barnauppeldis. Heimilin í landinu glíma nú þegar við áskoranir. Húsnæðiskostnaður er hár, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt,“ sagði Guðrún. Segir breytingarnar munu koma niður á heimilunum Guðrún rakti að samhliða þessu hefði verið vakin athygli á alvarlegum afleiðingum fyrirhugaðra tolla í Bandaríkjunum undir forystu Donalds Trump. Þótt markmið tollastefnunnar beindist að stórum efnahagsvæðum eins og Evrópusambandinu og Kína, væri ljóst að hún myndi hafa keðjuverkandi áhrif á Ísland. Samkvæmt forsvarsmönnum atvinnulífsins mætti búast við hærra innflutningsverði, röskun í aðfangakeðjum og samdrætti í ferðaþjónustu. Þeir hefðu lýst áhrifunum sem „alltumlykjandi“. Þegar slík ytri óvissa bættist við heimagerðar skattabreytingar og auknar álögur, þá kæmi það mest niður á heimilunum, fólkinu í landinu sem þegar glímdi við þrengingar í rekstri daglegs lífs. „Því spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Af hverju velur ríkisstjórnin að auka álögur á heimili landsins – einmitt nú – þegar efnahagsleg framtíðarsýn er óviss, alþjóðlegar aðstæður óstöðugar og heimilin þegar undir þrýstingi?“ Svaraði aftur með sambærilegum hætti Daði Már þakkaði Guðrúnu fyrir spurninguna og sagði hana raunar hafa spurt að henni áður. Það gerði flokksbróðir hennar Guðlaugur Þór Þórðarson einnig í síðustu viku. „Ég vil svara henni með sambærilegum hætti og ég hef gert áður. Það er að segja, farið hefur verið vandlega yfir afleiðingar þessarar samsköttunar og afnáms hennar. Ég vil vekja athygli þingheims á því að hér á einungis við um nýtingu skattþrepa og ekki nýtingu persónuafsláttar, sem helst áfram óbreytt. Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum.“ Svarið þunnt Guðrún þakkaði ráðherra fyrir svarið en sagði þó að henni þætti það frekar þunnt. Það væri grundvallaratriði í ríkisfjármálum að þjóðin geti treyst því að forsendur standist. Að þegar skattar eru hækkaðir, eða nýjar álögur kynntar, þá liggi fyrir hvers vegna og hvert markmiðið er. En við umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar virtist þessi einfalda krafa vera lögð til hliðar. Áformin um aukna tekjuöflun væru sett fram án þess að sýnt væri fram á hver áhrifin verða á heimili landsins. Engin gögn fylgdu um hvaða hópar bera byrðarnar, aðeins yfirlýsingar um að ríkið þyrfti meiri peninga. „Það er eins og skattheimta sé orðin markmið í sjálfu sér, ekki tæki til að byggja upp betra samfélag. Þeir sem eiga að greiða meira fá engin svör – ekki um tilganginn, ekki um afleiðingarnar. Þessu til viðbótar liggja enn ekki fyrir nauðsynlegar greiningar og útreikningar sem gera Alþingi kleift að meta áhrifin. Og þegar ríkisstjórn leggur fram fjármálaáætlun án fullnægjandi gagna – en með fullmótaða áætlun um álögur – þá er það ekki aðhald. Það er ábyrgðarleysi.“ Almenningur eigi betra skilið Á sama tíma hefði ríkisstjórnin ekki birt skýra sýn á áhrif áætlunarinnar á ráðstöfunartekjur, atvinnustig eða verðbólguþróun. „Við blasir stefna sem hvílir á álögum, ekki trausti.“ „Því spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Hvernig getur ríkisstjórn, sem kynnti það með hátíðlegum orðum á sínum fyrsta blaðamannafundi að skattar yrðu ekki hækkaðir á almenning, réttlætt að fyrsta verkið sé að gera nákvæmlega það? Almenningur á betra skilið en ríkisstjórn sem segir eitt og gerir hið gagnstæða.“ Varla hægt að halda því fram að þeir tekjuhæstu séu hluti af almenningi Daði Már þakkaði Guðrúnu aftur fyrir ítrekaða spurningu. „Ég tek það fram, svo að ég sé alveg skýr, að þessi breyting hefur einungis áhrif í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Það er að segja, það er varla hægt að halda því fram að hér sé um álögur á almenning að ræða. Síðan vil ég rifja upp með háttvirtum þingmanni að fyrir liggur bæði fjármálastefna og fjármálaáætlun, sem sýnir að hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu fellur samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar. „Það eru ekki skattahækkanir.“ Alþingi Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp þráðinn frá því í síðustu viku og gagnrýndi harðlega áform ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks, sem koma fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2026 -2030. Fjármálaáætlunin er til umræðu í þinginu í dag en Guðrún ákvað að nýta óundirbúinn fyrirspurnartíma til þess að spyrja Daða Má Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, út í áformin. „Meðal annars er lagt til að afnema samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Ég hef áður bent á að sú breyting bitni helst á heimilum þar sem annað foreldri er tímabundið með lægri tekjur – vegna náms, veikinda, fæðingarorlofs eða barnauppeldis. Heimilin í landinu glíma nú þegar við áskoranir. Húsnæðiskostnaður er hár, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt,“ sagði Guðrún. Segir breytingarnar munu koma niður á heimilunum Guðrún rakti að samhliða þessu hefði verið vakin athygli á alvarlegum afleiðingum fyrirhugaðra tolla í Bandaríkjunum undir forystu Donalds Trump. Þótt markmið tollastefnunnar beindist að stórum efnahagsvæðum eins og Evrópusambandinu og Kína, væri ljóst að hún myndi hafa keðjuverkandi áhrif á Ísland. Samkvæmt forsvarsmönnum atvinnulífsins mætti búast við hærra innflutningsverði, röskun í aðfangakeðjum og samdrætti í ferðaþjónustu. Þeir hefðu lýst áhrifunum sem „alltumlykjandi“. Þegar slík ytri óvissa bættist við heimagerðar skattabreytingar og auknar álögur, þá kæmi það mest niður á heimilunum, fólkinu í landinu sem þegar glímdi við þrengingar í rekstri daglegs lífs. „Því spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Af hverju velur ríkisstjórnin að auka álögur á heimili landsins – einmitt nú – þegar efnahagsleg framtíðarsýn er óviss, alþjóðlegar aðstæður óstöðugar og heimilin þegar undir þrýstingi?“ Svaraði aftur með sambærilegum hætti Daði Már þakkaði Guðrúnu fyrir spurninguna og sagði hana raunar hafa spurt að henni áður. Það gerði flokksbróðir hennar Guðlaugur Þór Þórðarson einnig í síðustu viku. „Ég vil svara henni með sambærilegum hætti og ég hef gert áður. Það er að segja, farið hefur verið vandlega yfir afleiðingar þessarar samsköttunar og afnáms hennar. Ég vil vekja athygli þingheims á því að hér á einungis við um nýtingu skattþrepa og ekki nýtingu persónuafsláttar, sem helst áfram óbreytt. Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum.“ Svarið þunnt Guðrún þakkaði ráðherra fyrir svarið en sagði þó að henni þætti það frekar þunnt. Það væri grundvallaratriði í ríkisfjármálum að þjóðin geti treyst því að forsendur standist. Að þegar skattar eru hækkaðir, eða nýjar álögur kynntar, þá liggi fyrir hvers vegna og hvert markmiðið er. En við umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar virtist þessi einfalda krafa vera lögð til hliðar. Áformin um aukna tekjuöflun væru sett fram án þess að sýnt væri fram á hver áhrifin verða á heimili landsins. Engin gögn fylgdu um hvaða hópar bera byrðarnar, aðeins yfirlýsingar um að ríkið þyrfti meiri peninga. „Það er eins og skattheimta sé orðin markmið í sjálfu sér, ekki tæki til að byggja upp betra samfélag. Þeir sem eiga að greiða meira fá engin svör – ekki um tilganginn, ekki um afleiðingarnar. Þessu til viðbótar liggja enn ekki fyrir nauðsynlegar greiningar og útreikningar sem gera Alþingi kleift að meta áhrifin. Og þegar ríkisstjórn leggur fram fjármálaáætlun án fullnægjandi gagna – en með fullmótaða áætlun um álögur – þá er það ekki aðhald. Það er ábyrgðarleysi.“ Almenningur eigi betra skilið Á sama tíma hefði ríkisstjórnin ekki birt skýra sýn á áhrif áætlunarinnar á ráðstöfunartekjur, atvinnustig eða verðbólguþróun. „Við blasir stefna sem hvílir á álögum, ekki trausti.“ „Því spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Hvernig getur ríkisstjórn, sem kynnti það með hátíðlegum orðum á sínum fyrsta blaðamannafundi að skattar yrðu ekki hækkaðir á almenning, réttlætt að fyrsta verkið sé að gera nákvæmlega það? Almenningur á betra skilið en ríkisstjórn sem segir eitt og gerir hið gagnstæða.“ Varla hægt að halda því fram að þeir tekjuhæstu séu hluti af almenningi Daði Már þakkaði Guðrúnu aftur fyrir ítrekaða spurningu. „Ég tek það fram, svo að ég sé alveg skýr, að þessi breyting hefur einungis áhrif í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Það er að segja, það er varla hægt að halda því fram að hér sé um álögur á almenning að ræða. Síðan vil ég rifja upp með háttvirtum þingmanni að fyrir liggur bæði fjármálastefna og fjármálaáætlun, sem sýnir að hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu fellur samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar. „Það eru ekki skattahækkanir.“
Alþingi Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent