„Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 7. apríl 2025 22:31 Karólína Lea ræddi við Stöð 2 og Vísi fyrir leik Íslands og Sviss. Vísir/Stöð 2 „Bara vel. Þetta er búið að vera jákvætt eftir Noregsleikinn, mikið af ljósum punktum og við verðum að byggja ofan á þetta,“ sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir aðspurð hvernig sér liði í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Karólína Lea var í eldlínunni þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Næsti leikur liðsins er gegn Sviss. Miðjumaðurinn öflugi var spurð út í hvað hefur mest verið rætt síðan leiknum gegn Noregi lauk. „Það sem við getum byggt ofan á. Við gerðum mikið af góðum hlutum. Vorum þéttar varnarlega og vorum að skapa mikið sóknarlega. Fengum flott færi og það eina sem vantaði var þetta mark. Þurfum að ná því inn og þá er ég bjartsýn.“ Það kom blaðamanni á óvart hversu heimilislegt allt er á hóteli landsliðsins. Þjálfarinn á inniskónum og fleira í þeim dúr. „Við fórum aðeins út í gær, fengum þá smá frítíma annars erum við bara hér að jafna okkur á milli leikja. Fjölskyldan kemur stundum á hótelið en það er þá bara eitthvað stutt á milli æfinga.“ Síðast þegar Ísland mætti Sviss lauk leiknum með markalausu jafntefli. „Sviss er hörkulið með mikið af frábærum leikmönnum þannig að við þurfum að eiga góðan leik til að eiga möguleika á sigri,“ sagði Karólína Lea og bætti jafnframt við að ef liðið myndi byggja á Noregsleiknum þá ættu möguleikarnir að vera góðir. „Maður þarf að skora til að vinna leiki og við ætlum að gera það á morgun, þriðjudag.“ Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 16.45 á morgun, þriðjudag. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. Klippa: Karólína Lea: „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Karólína Lea var í eldlínunni þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Næsti leikur liðsins er gegn Sviss. Miðjumaðurinn öflugi var spurð út í hvað hefur mest verið rætt síðan leiknum gegn Noregi lauk. „Það sem við getum byggt ofan á. Við gerðum mikið af góðum hlutum. Vorum þéttar varnarlega og vorum að skapa mikið sóknarlega. Fengum flott færi og það eina sem vantaði var þetta mark. Þurfum að ná því inn og þá er ég bjartsýn.“ Það kom blaðamanni á óvart hversu heimilislegt allt er á hóteli landsliðsins. Þjálfarinn á inniskónum og fleira í þeim dúr. „Við fórum aðeins út í gær, fengum þá smá frítíma annars erum við bara hér að jafna okkur á milli leikja. Fjölskyldan kemur stundum á hótelið en það er þá bara eitthvað stutt á milli æfinga.“ Síðast þegar Ísland mætti Sviss lauk leiknum með markalausu jafntefli. „Sviss er hörkulið með mikið af frábærum leikmönnum þannig að við þurfum að eiga góðan leik til að eiga möguleika á sigri,“ sagði Karólína Lea og bætti jafnframt við að ef liðið myndi byggja á Noregsleiknum þá ættu möguleikarnir að vera góðir. „Maður þarf að skora til að vinna leiki og við ætlum að gera það á morgun, þriðjudag.“ Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 16.45 á morgun, þriðjudag. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. Klippa: Karólína Lea: „Maður þarf að skora til að vinna leiki“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn