Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 20:32 Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa. Settur fangelsismálastjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvenju margir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á síðustu misserum að refsingar fyrnist. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist líta stöðuna alvarlegum augum. „Fangelsismál á Íslandi þau hafa verið vanrækt um allnokkurra ára skeið og afleiðingarnar eru að birtast okkur núna. Í gunninn snýst málið einfaldlega um það að plássin eru of fá. Við erum að skoða leiðir til úrbóta þar um,“ segir Þorbjörg. Í því sambandi skipti fyrirhuguð uppbygging nýs öryggisfangelsi miklu máli. „Það er verkefni sem er talið í árum og jafnvel eftir að það rís þá verður vandinn ekki allur leystur með því. Þannig ég er að skoða aðrar leiðir, ég er til dæmis að skoða að finna húsnæði sem þá þegar er til þar sem hægt er að vera með nokkur rými,“ nefnir hún sem dæmi. Þá komi til greina að skoða svipaðar leiðir og í Svíþjóð þar sem þekkist að tveir fangar deili klefum, það er við aðstæður þar sem það þykir í lagi. „Þannig við erum með ýmsar leiðir til þess að bregðast við nú þegar,“ segir Þorbjörg. Fangelsin megi ekki vera full af fólki sem ekki eigi þangað erindi Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. „Það er vegna þess að síðasta ríkisstjórn gat ekki komið sér saman um hvar geyma eða vista ætti fólk þangað til það færi úr landinu,“ segir Þorbjörg. Þetta eigi við um fólk sem er búið að fara í gegnum allar þær kæruleiðir sem fyrir hendi eru í kerfinu, fengið neitun, en er ekki samvinnufúst um að fara úr landi. „Í stað þess að eiga einhverja brottfararstöð eða brottfararúrræði fyrir þetta fólk var farin sú leið að vista þetta fólk frekar í fangelsum. Þetta hefur líka áhrif á stöðuna í fangelsunum og þess vegna þurfum við úrræði fyrir þetta fólk til þess að fangelsið sé ekki fullt af fólki sem á ekkert erindi í fangelsi,“ segir Þorbjörg. Í ljósi langra boðunarlista í afplánun er staðan sú að nokkuð algengt er að refsing fyrnist áður en dómþolar ná að hefja afplánun. Þetta segir ráðherra ekki ásættanlega stöðu. „Það er að gerast allt of oft að dómar fyrnast sem þýðir á íslensku að dómar eru einfaldlega ekki afplánaðir. Þetta gátum við séð jafnvel í alvarlegum afbrotum eins og ofbeldisbrotum og meira að segja í kynferðisbrotum. Það er auðvitað ekki í lagi, það er ekki fyrir lagi fyrir samfélagið, það er ekki boðlegt gagnvart brotaþolum,“ segir Þorbjörg. Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Settur fangelsismálastjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvenju margir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á síðustu misserum að refsingar fyrnist. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist líta stöðuna alvarlegum augum. „Fangelsismál á Íslandi þau hafa verið vanrækt um allnokkurra ára skeið og afleiðingarnar eru að birtast okkur núna. Í gunninn snýst málið einfaldlega um það að plássin eru of fá. Við erum að skoða leiðir til úrbóta þar um,“ segir Þorbjörg. Í því sambandi skipti fyrirhuguð uppbygging nýs öryggisfangelsi miklu máli. „Það er verkefni sem er talið í árum og jafnvel eftir að það rís þá verður vandinn ekki allur leystur með því. Þannig ég er að skoða aðrar leiðir, ég er til dæmis að skoða að finna húsnæði sem þá þegar er til þar sem hægt er að vera með nokkur rými,“ nefnir hún sem dæmi. Þá komi til greina að skoða svipaðar leiðir og í Svíþjóð þar sem þekkist að tveir fangar deili klefum, það er við aðstæður þar sem það þykir í lagi. „Þannig við erum með ýmsar leiðir til þess að bregðast við nú þegar,“ segir Þorbjörg. Fangelsin megi ekki vera full af fólki sem ekki eigi þangað erindi Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. „Það er vegna þess að síðasta ríkisstjórn gat ekki komið sér saman um hvar geyma eða vista ætti fólk þangað til það færi úr landinu,“ segir Þorbjörg. Þetta eigi við um fólk sem er búið að fara í gegnum allar þær kæruleiðir sem fyrir hendi eru í kerfinu, fengið neitun, en er ekki samvinnufúst um að fara úr landi. „Í stað þess að eiga einhverja brottfararstöð eða brottfararúrræði fyrir þetta fólk var farin sú leið að vista þetta fólk frekar í fangelsum. Þetta hefur líka áhrif á stöðuna í fangelsunum og þess vegna þurfum við úrræði fyrir þetta fólk til þess að fangelsið sé ekki fullt af fólki sem á ekkert erindi í fangelsi,“ segir Þorbjörg. Í ljósi langra boðunarlista í afplánun er staðan sú að nokkuð algengt er að refsing fyrnist áður en dómþolar ná að hefja afplánun. Þetta segir ráðherra ekki ásættanlega stöðu. „Það er að gerast allt of oft að dómar fyrnast sem þýðir á íslensku að dómar eru einfaldlega ekki afplánaðir. Þetta gátum við séð jafnvel í alvarlegum afbrotum eins og ofbeldisbrotum og meira að segja í kynferðisbrotum. Það er auðvitað ekki í lagi, það er ekki fyrir lagi fyrir samfélagið, það er ekki boðlegt gagnvart brotaþolum,“ segir Þorbjörg.
Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira