Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 14:49 Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var ekki sáttur við þá Bjarna Guðjónsson og Ólaf Kristjánsson í þætti gærkvöldsins. Vísir/Samsett Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum. „Jóhann [Ingi Jónsson, dómari leiksins] tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um ákvörðunina í samtali við Vísi eftir leikinn á sunnudag. Ógjörningur var að meta réttmæti ákvörðunarinnar út frá sjónvarpsútsendingu frá leiknum þar sem atvikið átti sér stað utan ramma myndatökumanns Stöðvar 2 Sport á vellinum. Atvikið náðist hins vegar á Spiideo-vél KA-manna á vellinum og var upptakan þaðan sýnd í Stúkunni í gærkvöld. Klippa: Sjáðu meintan olnboga Arons Sig og umræðuna í Stúkunni Bjarni Guðjónsson og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar í fyrsta þætti sumarsins af Stúkunni í gærkvöld. Þeir virtust sammála um að Aron hefði mátt hanga inn á. Hann hafi átt að fá gult spjald eftir samskiptin við Andra Fannar Stefánsson, leikmann KA, sem lá óvígur eftir. Ljóst virðist að Aron hafi hæft andlit Andra Fannars er þeir börðust um stöðu. Spurningin er hvort hann hafi sett olnboga í andlit hans, sem er í öllum tilvikum rautt spjald, eða öxlina sem er á grárra svæði, ef marka má umræðuna í Stúkunni. „Mér finnst þetta ekki vera olnbogi,“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Líklegast er þetta gult, veit það ekki. En ég er náttúrulega afburða slakur dómari.“ Þeir Bjarni virtust þá sammælast um að þeir Andri og Aron hefðu háð stöðubaráttu, sem eigi sér stað oft í leik út um allan völl. Þeir virtust ekki sjá ásetning um olnbogaskot úr atvikinu. Framkvæmdastjórinn ósáttur og fast skotið á Bjarna Ekki voru allir parsáttir við ályktanir Bjarna og Ólafs, allra síst stuðningsmenn KA. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á samfélagsmiðlinum X, á meðan útsendingu Stúkunnar stóð í gærkvöld. Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því að Andri hlaupi á Aron er bara djók— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 „Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því fram að Andri hlaupi á Aron er bara djók,“ sagði Sævar. Hann benti þá einnig á að Bjarni Guðjóns ætti son í KR-liðinu, en Jóhannes Kristinn Bjarnason er leikmaður KR og skoraði annað marka Vesturbæinga í leiknum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var allt annað en sáttur við umræður Bjarna og Ólafs.Vísir/Tryggvi Jón Kári Eldon, stuðningsmaður KR og reglulegur gestur Hjörvars Hafliðasonar í Doc Zone og Dr. Football, sagði við færslu Sævars: „Sammála um að vera ósammála! Alltaf gult en aldrei rautt! Áfram fótbolti!“ Pabbi 😀— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 Sigurður Gísli Bond, annar reglulegur gestur Hjörvars, tók undir með Jóni: „Rosalega soft red card, hvernig vildiru að viðbrögðin væru eiginlega við þessu?“ Atvikið má sjá í spilaranum að ofan sem og umræðuna í Stúkunni. Í ljós kemur síðar dag hversu langt bann Aron mun fá vegna brots síns. Líklegt má þykja að hann missi af næstu tveimur leikjum KR, gegn Val í Laugardal og gegn FH í Kaplakrika. Besta deild karla KR KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
„Jóhann [Ingi Jónsson, dómari leiksins] tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um ákvörðunina í samtali við Vísi eftir leikinn á sunnudag. Ógjörningur var að meta réttmæti ákvörðunarinnar út frá sjónvarpsútsendingu frá leiknum þar sem atvikið átti sér stað utan ramma myndatökumanns Stöðvar 2 Sport á vellinum. Atvikið náðist hins vegar á Spiideo-vél KA-manna á vellinum og var upptakan þaðan sýnd í Stúkunni í gærkvöld. Klippa: Sjáðu meintan olnboga Arons Sig og umræðuna í Stúkunni Bjarni Guðjónsson og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar í fyrsta þætti sumarsins af Stúkunni í gærkvöld. Þeir virtust sammála um að Aron hefði mátt hanga inn á. Hann hafi átt að fá gult spjald eftir samskiptin við Andra Fannar Stefánsson, leikmann KA, sem lá óvígur eftir. Ljóst virðist að Aron hafi hæft andlit Andra Fannars er þeir börðust um stöðu. Spurningin er hvort hann hafi sett olnboga í andlit hans, sem er í öllum tilvikum rautt spjald, eða öxlina sem er á grárra svæði, ef marka má umræðuna í Stúkunni. „Mér finnst þetta ekki vera olnbogi,“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Líklegast er þetta gult, veit það ekki. En ég er náttúrulega afburða slakur dómari.“ Þeir Bjarni virtust þá sammælast um að þeir Andri og Aron hefðu háð stöðubaráttu, sem eigi sér stað oft í leik út um allan völl. Þeir virtust ekki sjá ásetning um olnbogaskot úr atvikinu. Framkvæmdastjórinn ósáttur og fast skotið á Bjarna Ekki voru allir parsáttir við ályktanir Bjarna og Ólafs, allra síst stuðningsmenn KA. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á samfélagsmiðlinum X, á meðan útsendingu Stúkunnar stóð í gærkvöld. Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því að Andri hlaupi á Aron er bara djók— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 „Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því fram að Andri hlaupi á Aron er bara djók,“ sagði Sævar. Hann benti þá einnig á að Bjarni Guðjóns ætti son í KR-liðinu, en Jóhannes Kristinn Bjarnason er leikmaður KR og skoraði annað marka Vesturbæinga í leiknum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var allt annað en sáttur við umræður Bjarna og Ólafs.Vísir/Tryggvi Jón Kári Eldon, stuðningsmaður KR og reglulegur gestur Hjörvars Hafliðasonar í Doc Zone og Dr. Football, sagði við færslu Sævars: „Sammála um að vera ósammála! Alltaf gult en aldrei rautt! Áfram fótbolti!“ Pabbi 😀— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 Sigurður Gísli Bond, annar reglulegur gestur Hjörvars, tók undir með Jóni: „Rosalega soft red card, hvernig vildiru að viðbrögðin væru eiginlega við þessu?“ Atvikið má sjá í spilaranum að ofan sem og umræðuna í Stúkunni. Í ljós kemur síðar dag hversu langt bann Aron mun fá vegna brots síns. Líklegt má þykja að hann missi af næstu tveimur leikjum KR, gegn Val í Laugardal og gegn FH í Kaplakrika.
Besta deild karla KR KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira