Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 12:41 Frank Büchel, sendiherra Liechtenstein í Genf, Cecile Terese Myrseth, viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, Yulia Svyrydenko, varaforsætisráðherra og efnahagsráðherra Úkraínu, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, og Jacques Gerber, fulltrúi svissneskra stjórnvalda gagnvart Úkraínu. Stjórnarráðið Uppfærður fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu var undirritaður í Kænugarði í dag. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. „Þessi samningur er mikilvægt skref í átt að auknum viðskiptum Íslands við Úkraínu og endurspeglar skýran vilja okkar til að styðja við efnahagslega enduruppbyggingu og þróun í landinu,“ segir Logi í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Hann segir samninginn opna á ný tækifæri fyrir bæði íslensk og úkraínsk fyrirtæki. „Nýmælin í samningnum eru reglur um rafræn viðskipti, um lítil og meðalstór fyrirtæki …. Og sjálfbæt viðskipti. Þannig það má segja að hann endurspegli betur viðskiptaumhverfið eins og það er í dag,“ segir Logi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að í samningnum séu ákvæði um ríkari aðgang fyrir íslenskar kjötafurðir, sælgæti og unnar matvörur til Úkraínu en að á móti geti Úkraínumenn flutt inn grænmet, unnin matvæli og einhver drykkjarföng. Skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld Logi er staddur í Kænugarði og segir skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld, en það sé nokkuð friðsamlegt eins og er í Kænugarði. „Með samningnum vilja EFTA-ríkin styrkja og stuðla að efnahagsstefnu Úkraínu sem miðar að aukinni samþættingu við evrópska markaðinn.“ Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að viðræður um uppfærslu samningsins hafi hafist árið 2023 en lokið við lok síðasta árs. Ísland leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA ríkjanna sem auk Íslands telja Liechtenstein, Noreg og Sviss. Þar stendur einnig að uppfærður samningur kveði á um bætt markaðskjör fyrir vöruviðskipti milli Íslands og Úkraínu. „Markaðsaðgangur sem Ísland veitir Úkraínu fyrir landbúnaðarvörur er í samræmi við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert á vettvangi EFTA. Nýmæli í samningnum eru skýrari reglur um vernd hugverka, rafræn viðskipti, lítil- og meðalstór fyrirtæki og sjálfbær viðskipti. Reglur samningsins um vöruviðskipti, opinber innkaup og sem miða að því að liðka fyrir viðskiptum eru uppfærðar til samræmis við nýja tíma og þróun á sviði alþjóðaviðskipta.“ Samningurinn undirstrikar áframhaldandi pólítískan og efnahagslegan stuðning Íslands við Úkraínu og trú á opið og reglubundið viðskiptaumhverfi á alþjóðavísu. EFTA Úkraína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
„Þessi samningur er mikilvægt skref í átt að auknum viðskiptum Íslands við Úkraínu og endurspeglar skýran vilja okkar til að styðja við efnahagslega enduruppbyggingu og þróun í landinu,“ segir Logi í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Hann segir samninginn opna á ný tækifæri fyrir bæði íslensk og úkraínsk fyrirtæki. „Nýmælin í samningnum eru reglur um rafræn viðskipti, um lítil og meðalstór fyrirtæki …. Og sjálfbæt viðskipti. Þannig það má segja að hann endurspegli betur viðskiptaumhverfið eins og það er í dag,“ segir Logi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að í samningnum séu ákvæði um ríkari aðgang fyrir íslenskar kjötafurðir, sælgæti og unnar matvörur til Úkraínu en að á móti geti Úkraínumenn flutt inn grænmet, unnin matvæli og einhver drykkjarföng. Skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld Logi er staddur í Kænugarði og segir skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld, en það sé nokkuð friðsamlegt eins og er í Kænugarði. „Með samningnum vilja EFTA-ríkin styrkja og stuðla að efnahagsstefnu Úkraínu sem miðar að aukinni samþættingu við evrópska markaðinn.“ Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að viðræður um uppfærslu samningsins hafi hafist árið 2023 en lokið við lok síðasta árs. Ísland leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA ríkjanna sem auk Íslands telja Liechtenstein, Noreg og Sviss. Þar stendur einnig að uppfærður samningur kveði á um bætt markaðskjör fyrir vöruviðskipti milli Íslands og Úkraínu. „Markaðsaðgangur sem Ísland veitir Úkraínu fyrir landbúnaðarvörur er í samræmi við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert á vettvangi EFTA. Nýmæli í samningnum eru skýrari reglur um vernd hugverka, rafræn viðskipti, lítil- og meðalstór fyrirtæki og sjálfbær viðskipti. Reglur samningsins um vöruviðskipti, opinber innkaup og sem miða að því að liðka fyrir viðskiptum eru uppfærðar til samræmis við nýja tíma og þróun á sviði alþjóðaviðskipta.“ Samningurinn undirstrikar áframhaldandi pólítískan og efnahagslegan stuðning Íslands við Úkraínu og trú á opið og reglubundið viðskiptaumhverfi á alþjóðavísu.
EFTA Úkraína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira