Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Árni Sæberg skrifar 8. apríl 2025 16:45 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Play hefur náð samkomulagi um rekstur fjögurra véla úr flota flugfélagsins til ársloka 2027 fyrir erlendan flugrekanda með svonefndri ACMI leigu. Flugreksturinn mun fara fram í gegnum Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., sem er með flugrekstrarleyfi á Möltu. Til þess að anna eftirspurn yfir sumarmánuðina verður ein flugvél tekin á leigu. Í fréttatilkynningu frá Play segir að áður hafi verið greint frá því að samkomulag við sama aðila væri í höfn um útleigu á þremur vélum, en endanleg niðurstaða sé leiga á fjórum vélum. Samkomulagið sé við flugfélagið Skyup, sem sé einnig með flugrekstrarleyfi á Möltu, en það sé í eigu ferðaskrifstofunnar Joinup. Skyup og Joinup séu aðallega með starfsemi í Austur-Evrópu, þar á meðal Póllandi, Eistlandi, Litháen, Móldóvu, Rúmeníu og Úkraínu. Vélarnar fjórar verði gerðar út frá Moldóvu og Póllandi. Málaðar í aðra liti Vélarnar fjórar sem samkomulagið nær um, muni bera einkennisliti Skyup. Nú þegar hafi ein af þessum vélum verið sett í einkennisliti Skyup og hún verði notuð í leiðakerfi Play á Íslandi fram í miðjan maí, þegar hún fari í verkefni á vegum Skyup. Vélin sem um ræðir verði mönnuð áhöfnum frá Fly Play hf. á meðan hún er á Íslandi, og áhafnirnar starfi þar með samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Fjórar út, ein inn Í ljósi þess að fjórða vélin bættist við samninginn hafi Play ákveðið að taka inn eina þotu á leigu í flota sinn yfir komandi sumarmánuði. Þá verði sjö þotur í flota Play yfir annasömustu mánuði ársins, sem geri félaginu kleift að halda úti öflugri áætlun til vinsælla áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu og sólarlandaáfangastaða í Suður-Evrópu. Allt sé þetta í samræmi við stefnu félagsins sem var uppfærð í október á síðasta ári. Þá hafi nýtt viðskiptalíkan verið kynnt, sem boðaði að aukin áhersla yrði lögð á flug frá Íslandi til sólarlanda í Suður-Evrópu. Á sama tíma hafi verið greint frá því að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi á Möltu og að allt að fjórar vélar yrðu starfræktar af hálfu þess félags. Fyrirsjáanlegri, stöðugri og hagfelldur rekstur „Þessir langtímaleigusamningar gera rekstur okkar mun fyrirsjáanlegri, stöðugri og hagfelldan. Það sem við erum að gera er að taka 40% af flotanum okkar úr óarðbærum verkefnum yfir í arðbær verkefni. Á meðan þessar fjórar vélar verða í þessum verkefnum munum við halda áfram okkar öflugu áætlun frá Íslandi til sólarlanda, sem hefur reynst mjög ábatasamt frá stofnun félagsins. Þetta sannar enn og aftur þann mikla þrótt sem býr í Play, að geta aðlagað sig og breytt um stefnu í takt við markaðsaðstæður. Samstarfsfólk mitt hjá Play hefur gefið sig allt í þessa vinnu og þekking þeirra hefur skilað okkur þessari nýju og bættu stöðu og á allt lof skilið,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play. Play búi yfir ungum og eftirsóttum flota og félagið sé að nýta þá staðreynd því í hag. Þetta sé stórt skref í átt að fjárhagslegum viðsnúningi félagsins og muni styrkja stoðir félagsins til framtíðar. „Það gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða farþegum okkar upp á frábæra þjónustu á betra verði til fjölda vinsælla áfangastaða.“ Play Fréttir af flugi Malta Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Play segir að áður hafi verið greint frá því að samkomulag við sama aðila væri í höfn um útleigu á þremur vélum, en endanleg niðurstaða sé leiga á fjórum vélum. Samkomulagið sé við flugfélagið Skyup, sem sé einnig með flugrekstrarleyfi á Möltu, en það sé í eigu ferðaskrifstofunnar Joinup. Skyup og Joinup séu aðallega með starfsemi í Austur-Evrópu, þar á meðal Póllandi, Eistlandi, Litháen, Móldóvu, Rúmeníu og Úkraínu. Vélarnar fjórar verði gerðar út frá Moldóvu og Póllandi. Málaðar í aðra liti Vélarnar fjórar sem samkomulagið nær um, muni bera einkennisliti Skyup. Nú þegar hafi ein af þessum vélum verið sett í einkennisliti Skyup og hún verði notuð í leiðakerfi Play á Íslandi fram í miðjan maí, þegar hún fari í verkefni á vegum Skyup. Vélin sem um ræðir verði mönnuð áhöfnum frá Fly Play hf. á meðan hún er á Íslandi, og áhafnirnar starfi þar með samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Fjórar út, ein inn Í ljósi þess að fjórða vélin bættist við samninginn hafi Play ákveðið að taka inn eina þotu á leigu í flota sinn yfir komandi sumarmánuði. Þá verði sjö þotur í flota Play yfir annasömustu mánuði ársins, sem geri félaginu kleift að halda úti öflugri áætlun til vinsælla áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu og sólarlandaáfangastaða í Suður-Evrópu. Allt sé þetta í samræmi við stefnu félagsins sem var uppfærð í október á síðasta ári. Þá hafi nýtt viðskiptalíkan verið kynnt, sem boðaði að aukin áhersla yrði lögð á flug frá Íslandi til sólarlanda í Suður-Evrópu. Á sama tíma hafi verið greint frá því að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi á Möltu og að allt að fjórar vélar yrðu starfræktar af hálfu þess félags. Fyrirsjáanlegri, stöðugri og hagfelldur rekstur „Þessir langtímaleigusamningar gera rekstur okkar mun fyrirsjáanlegri, stöðugri og hagfelldan. Það sem við erum að gera er að taka 40% af flotanum okkar úr óarðbærum verkefnum yfir í arðbær verkefni. Á meðan þessar fjórar vélar verða í þessum verkefnum munum við halda áfram okkar öflugu áætlun frá Íslandi til sólarlanda, sem hefur reynst mjög ábatasamt frá stofnun félagsins. Þetta sannar enn og aftur þann mikla þrótt sem býr í Play, að geta aðlagað sig og breytt um stefnu í takt við markaðsaðstæður. Samstarfsfólk mitt hjá Play hefur gefið sig allt í þessa vinnu og þekking þeirra hefur skilað okkur þessari nýju og bættu stöðu og á allt lof skilið,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play. Play búi yfir ungum og eftirsóttum flota og félagið sé að nýta þá staðreynd því í hag. Þetta sé stórt skref í átt að fjárhagslegum viðsnúningi félagsins og muni styrkja stoðir félagsins til framtíðar. „Það gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða farþegum okkar upp á frábæra þjónustu á betra verði til fjölda vinsælla áfangastaða.“
Play Fréttir af flugi Malta Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira