Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag, en þar segir að fasteignafélagið Bergey hafi fest kaup á fasteigninni að Austurbæjarbíó, sem er til húsa í Snorrabraut 37. Í kaupunum fylgir rekstur Bullseye. Hjónin Jón Gunnar Bergs og María Soffía Gottfreðsdóttir seldu fasteignina.
Magnús Berg Magnússon, Torfi G Yngvason og Jónas Pétur Ólason fara fyrir Bergey, sem hefur gert sig gildandi á fasteignamarkaði undanfarin ár, með áherslu á atvinnuhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur.
Magnús Berg er sonur Magnúsar Kristinssonar, fyrrverandi útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Eignarhaldsfélagið Tunga ehf. fer með 62 prósenta hlut í Bergey og er í eigu Magnúsar eldri og fjölskyldu.
Fram kemur að Steinþór og Ásgeir ætli sér að blása lífi í húsið með viðburðum, tónleikahaldi. Þá ætli þeir að halda áfram að þróa Bullseye.
Einnig kemur fram að Ágúst Einþórsson, einn af stofnendum Brauð & co og eigandi BakaBaka og Hressó, muni verða hluti af þessu teymi og sjá um veitingar í húsinu.
Fréttin hefur verið uppfærð.