Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2025 15:31 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn á Þróttaravelli í gær. vísir/anton Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í Þjóðadeildinni í fótbolta. Karólína skoraði þrennu þegar Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í gær. Ísland er með þrjú stig í 3. sæti riðilsins. Íslenska liðið lenti tvisvar sinnum tveimur mörkum undir í leiknum gegn Sviss en náði að bjarga stigi, aðallega fyrir tilstuðlan Karólínu. Fyrsta markið skoraði hún með skoti beint úr aukaspyrnu, annað markið með skoti úr vítateignum eftir sendingu Sveindísar Jane Jónsdóttur og það þriðja með kollspyrnu eftir langt innkast Sveindísar og skalla Ingibjargar Sigurðardóttur. Karólína skoraði einnig í 3-2 tapi Íslands fyrir Frakklandi í febrúar, með skoti beint úr aukaspyrnu. Hún hefur því skorað fjögur af fimm mörkum Íslendinga í Þjóðadeildinni. Raunar hafa aðeins tveir leikmenn skorað fleiri mörk í Þjóðadeildinni í ár en Karólína. Það eru Amy Thompson frá Lúxemborg og Tamara Moráková frá Slóvakíu en þær hafa báðar skorað fimm mörk. Þrennan í gær var fyrsta þrenna Karólínu fyrir landsliðið og jafnframt fyrsta þrenna landsliðskonu í fimm ár, eða síðan Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrjú mörk í 9-0 sigri Íslands á Lettlandi í september 2020. Karólína skoraði einmitt sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum gegn Lettum. Mörkin hennar fyrir landsliðið eru nú orðin fjórtán talsins, í 51 leik. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Ísland og Sviss gerðu 3-3 jafntefli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Eftir að lenda 0-2 undir kom Ísland til baka þökk sé þrennu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. 9. apríl 2025 07:00 „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Mjög svekkjandi, eigum ekki að vera fá á okkur þrjú mörk, sérstaklega á móti þessu liði. Mikilvægt að við komum til baka og sterkt af liðinu,“ sagði fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 3-3 jafntefli Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. 8. apríl 2025 19:30 „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss. 8. apríl 2025 19:23 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Karólína skoraði þrennu þegar Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í gær. Ísland er með þrjú stig í 3. sæti riðilsins. Íslenska liðið lenti tvisvar sinnum tveimur mörkum undir í leiknum gegn Sviss en náði að bjarga stigi, aðallega fyrir tilstuðlan Karólínu. Fyrsta markið skoraði hún með skoti beint úr aukaspyrnu, annað markið með skoti úr vítateignum eftir sendingu Sveindísar Jane Jónsdóttur og það þriðja með kollspyrnu eftir langt innkast Sveindísar og skalla Ingibjargar Sigurðardóttur. Karólína skoraði einnig í 3-2 tapi Íslands fyrir Frakklandi í febrúar, með skoti beint úr aukaspyrnu. Hún hefur því skorað fjögur af fimm mörkum Íslendinga í Þjóðadeildinni. Raunar hafa aðeins tveir leikmenn skorað fleiri mörk í Þjóðadeildinni í ár en Karólína. Það eru Amy Thompson frá Lúxemborg og Tamara Moráková frá Slóvakíu en þær hafa báðar skorað fimm mörk. Þrennan í gær var fyrsta þrenna Karólínu fyrir landsliðið og jafnframt fyrsta þrenna landsliðskonu í fimm ár, eða síðan Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrjú mörk í 9-0 sigri Íslands á Lettlandi í september 2020. Karólína skoraði einmitt sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum gegn Lettum. Mörkin hennar fyrir landsliðið eru nú orðin fjórtán talsins, í 51 leik.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Ísland og Sviss gerðu 3-3 jafntefli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Eftir að lenda 0-2 undir kom Ísland til baka þökk sé þrennu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. 9. apríl 2025 07:00 „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Mjög svekkjandi, eigum ekki að vera fá á okkur þrjú mörk, sérstaklega á móti þessu liði. Mikilvægt að við komum til baka og sterkt af liðinu,“ sagði fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 3-3 jafntefli Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. 8. apríl 2025 19:30 „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss. 8. apríl 2025 19:23 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Ísland og Sviss gerðu 3-3 jafntefli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Eftir að lenda 0-2 undir kom Ísland til baka þökk sé þrennu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. 9. apríl 2025 07:00
„Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Mjög svekkjandi, eigum ekki að vera fá á okkur þrjú mörk, sérstaklega á móti þessu liði. Mikilvægt að við komum til baka og sterkt af liðinu,“ sagði fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 3-3 jafntefli Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. 8. apríl 2025 19:30
„Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss. 8. apríl 2025 19:23
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn