Minni efnahagsumsvif vegna tollastríðs gæti opnað á „hraustlega“ vaxtalækkun

Ísland er ekki eyland og vaxandi ótti fjárfesta við samdrátt í heimshagkerfinu, sem birtist meðal annars í mikilli lækkun olíuverðs, mun skila sér í minni efnahagsumsvifum hér á landi og gæti gefið peningastefnunefnd Seðlabankans færi á því að losa talsvert um raunvaxtaaðhaldið, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Það ætti að kalla um leið á „hraustlega“ vaxtalækkun í næsta mánuði, mögulega um 100 punkta, en verðbólguálag til skamms tíma hefur lækkað skarpt að undanförnu.
Tengdar fréttir

Minni fjárfestar flýja óvissu og um 600 milljarða markaðsvirði þurrkast út
Þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða beggja vegna Atlantshafsins þá hefur aðeins Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum, sem inniheldur stærstu tæknifyrirtækin, lækkað meira í virði fá áramótum en íslenska Úrvalsvísitalan. Markaðir hafa verið í frjálsi falli vegna óvissunnar eftir Trump boðaði umfangsmikla tolla á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og á þessu ári hafa liðlega sex hundrað milljarðar af markaðsvirði félaga á Aðallista Kauphallarinnar þurrkast út, en verðlækkun síðustu daga er meðal annars drifin áfram af veðköllum og sölu smærri fjárfesta.

Kerfi alþjóðaviðskipta í uppnámi og erfitt að verðleggja áhættu til lengri tíma
Ákvörðun Donald Trumps að efna til viðskiptastríðs við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna með því að setja á sögulega háa innflutningstolla hefur sett fyrirkomulag alþjóðaviðskipta í uppnám, sem ekki sér fyrir endann á, og fjárfestar eiga afar erfitt með að verðleggja áhættu til lengri tíma, að sögn framkvæmdastjóra Visku. Vegna mikillar óvissu í efnahagsumhverfinu sé þetta ekki rétti tíminn til að „spila aggressífan leik“ en hann telur óhjákvæmilegt að Seðlabanki Bandaríkjanna bregðist við hratt versnandi efnahagshorfum með lækkun vaxta ásamt öðrum aðgerðum til að auka seljanleika á markaði og enginn eignaflokkur „hlaupi hraðar“ í þeim aðstæðum en rafmyntir.

Væri „ekki heppilegt“ að sjá gengi krónunnar styrkjast mikið meira
Það er „óþægilegt“ að sjá utanríkisviðskiptin og krónuna vera að færast í sitthvora áttina, eins og hefur verið reyndin að undanförnu með gengisstyrkingu og auknum viðskiptahalla, að sögn seðlabankastjóra, og undirstrikar að þetta sé ekki þróun sem Seðlabankinn fagnar. Krónan hefur aðeins gefið eftir síðustu daga í kjölfar þess að Seðlabankinn beitti gjaldeyrisinngripum í fyrsta sinn í meira en eitt ár og Ásgeir Jónsson segir að það væri „ekki heppilegt“ að sjá gengið styrkjast mikið meira en orðið hefur.