Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2025 16:56 Maðurinn fékk hliðslá í höfuðið. Þessi mynd er ekki af þeirri hliðslá. Getty/Isaac Murray Karlmaður sem hlaut líkamstjón þegar hliðslá á lóð Heklu hf. féll á höfuðið á honum fær engar bætur úr hendi vátryggingarfélags Heklu. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þó að hann ætti rétt á bótum. Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp síðdegis segir að maðurinn hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur hafði viðurkennt óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins en Landsréttur snerið dóminum við og sýknað félögin tvö af öllum kröfum mannsins. Maðurinn óskaði eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, sem veitti honum leyfi á grundvelli þess að úrslit málsins gætu haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Brutu ekki gegn skráðum reglum Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að með vísan til forsendna Landsréttar, sem reifaðar eru í fréttinni hér að ofan, væri ekki fallist á að Hekla hafi með uppsetningu og notkun hliðsins brotið gegn þeim skráðu hátternis- og varúðarreglum sem maðurinn vísaði til. Landsréttur vísaði í dómi sínum meðal annars til þess að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá féllst Landsréttur hvorki á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Í dómi Hæstaréttar segir að ekki væri talið að Hekla hefði mátt vita um sérstaka hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af aðstæðum málsins að öðru leyti væri ekki fallist á með manninum að Hekla hafi vanrækt að grípa til þeirra ráðstafana sem sanngjarnar mega teljast til að tryggja öryggi þeirra sem leið áttu um athafnasvæðið. Því væri ekki tilefni til að beita svo ströngu sakarmati í málinu að bótaábyrgð verði lögð á Heklu og VÍS á ætluðu líkamstjóni mannsins sem rakið verði til óhappatilviljunar. Því voru félögin tvö sýknuð af öllum kröfum mannsins. Málskostnaður var felldur niður milli aðila á öllum dómstigum. Telja Heklu hafa átt að gera ráðstafanir Í sératkvæði tveggja dómara Hæstaréttar af fimm sem dæmdu í málinu segir að ætla verði, eins og aðstæður voru á lóð Heklu þegar slysið varð, að umbúnaður hliðsins hafi verið með þeim hætti að maðurinn hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann gekk um það. Þannig hefðu varúðarmerkingar á borð við skilti í sjónhæð fyrir gangandi vegfarendur til að vekja athygli á hliðslánni, eða hljóð- eða ljósmerki, getað varað við þeirri hættu sem stafaði af henni uppréttri þegar maðurinn nálgaðist í þann mund sem hún féll úr lóðréttri stöðu niður á höfuð hans. Slíkar varúðarmerkingar hefðu útheimt litla fyrirhöfn og kostnað. Þegar litið er til hættueiginleika hliðsins verði Heklu metið til sakar að hafa vanrækt að grípa til slíkra ráðstafana sem sanngjarnar megi teljast til að tryggja öryggi þeirra sem leið áttu um athafnasvæði hennar. Dómararnir tveir telji því að eins og atvik þessa máls liggi fyrir skuli viðurkenna bótaskyldu Heklu og VÍS vegna líkamstjóns sem maðurinn hlaut af völdum slyss á lóð Heklu. Dómsmál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp síðdegis segir að maðurinn hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur hafði viðurkennt óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins en Landsréttur snerið dóminum við og sýknað félögin tvö af öllum kröfum mannsins. Maðurinn óskaði eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, sem veitti honum leyfi á grundvelli þess að úrslit málsins gætu haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Brutu ekki gegn skráðum reglum Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að með vísan til forsendna Landsréttar, sem reifaðar eru í fréttinni hér að ofan, væri ekki fallist á að Hekla hafi með uppsetningu og notkun hliðsins brotið gegn þeim skráðu hátternis- og varúðarreglum sem maðurinn vísaði til. Landsréttur vísaði í dómi sínum meðal annars til þess að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá féllst Landsréttur hvorki á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Í dómi Hæstaréttar segir að ekki væri talið að Hekla hefði mátt vita um sérstaka hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af aðstæðum málsins að öðru leyti væri ekki fallist á með manninum að Hekla hafi vanrækt að grípa til þeirra ráðstafana sem sanngjarnar mega teljast til að tryggja öryggi þeirra sem leið áttu um athafnasvæðið. Því væri ekki tilefni til að beita svo ströngu sakarmati í málinu að bótaábyrgð verði lögð á Heklu og VÍS á ætluðu líkamstjóni mannsins sem rakið verði til óhappatilviljunar. Því voru félögin tvö sýknuð af öllum kröfum mannsins. Málskostnaður var felldur niður milli aðila á öllum dómstigum. Telja Heklu hafa átt að gera ráðstafanir Í sératkvæði tveggja dómara Hæstaréttar af fimm sem dæmdu í málinu segir að ætla verði, eins og aðstæður voru á lóð Heklu þegar slysið varð, að umbúnaður hliðsins hafi verið með þeim hætti að maðurinn hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann gekk um það. Þannig hefðu varúðarmerkingar á borð við skilti í sjónhæð fyrir gangandi vegfarendur til að vekja athygli á hliðslánni, eða hljóð- eða ljósmerki, getað varað við þeirri hættu sem stafaði af henni uppréttri þegar maðurinn nálgaðist í þann mund sem hún féll úr lóðréttri stöðu niður á höfuð hans. Slíkar varúðarmerkingar hefðu útheimt litla fyrirhöfn og kostnað. Þegar litið er til hættueiginleika hliðsins verði Heklu metið til sakar að hafa vanrækt að grípa til slíkra ráðstafana sem sanngjarnar megi teljast til að tryggja öryggi þeirra sem leið áttu um athafnasvæði hennar. Dómararnir tveir telji því að eins og atvik þessa máls liggi fyrir skuli viðurkenna bótaskyldu Heklu og VÍS vegna líkamstjóns sem maðurinn hlaut af völdum slyss á lóð Heklu.
Dómsmál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira