Lífið

Ein­stök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fer í gegnum lífsleiðina í gegnum geymsluna.
Fer í gegnum lífsleiðina í gegnum geymsluna.

Það kannast eflaust margir við að opna geymsluna með tiltekt í huga en fallast algjörlega hendur.

Jónína Óskarsdóttir, Nína eins og hún er kölluð, menningarmiðlari og bókasafnsvörður, var búin að vera með á dagskrá lengi að taka geymsluna í gegn þar sem hún komst einfaldlega ekki inn í hana lengur.

En geymslutiltektin hennar Nínu er engin venjuleg tiltekt. Nína er ekki að henda eða grisja - hún er að varðveita og ætlar að skrá niður sitt lífshlaup út frá hlutunum í geymslunni. Vera eins konar fornleifafræðingur i eigin lífi.

Réð vottaðan skipuleggjanda til verksins

Nína fer svo sannarlega aðrar leiðir en flestir í geymslumálum. Hún réði til verksins eina vottaða skipuleggjandann á Íslandi, Virpi Jokinen, eiganda og stofnanda skipulagsþjónustunnar Á réttri hillu.

Virpi tekur ekki til fyrir fólk. Hún opnar aldrei kassa eða skápa án leyfis. Hún kynnist sínum skjólstæðingum, þeirra þörfum og þrám og vinnur persónulegt skipulagsplan út frá því þar sem skjólstæðingurinn ræður för. Yfirleitt ber það góðan árangur, eins og í tilviki Nínu sem hefur komið ákveðnu skipulagi á í geymslunni með dyggri aðstoð Virpi.

Í Íslandi í dag heimsækjum við Nínu á Birkimelnum og kíkjum í þessa ótrúlegu geymslu sem hefur að geyma alls kyns minjar úr lífi Nínu. Auk þess gefur Virpi góð ráð um hvernig er best að tækla geymsluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.