Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2025 14:31 Elísabet Gunnarsdóttir með trommukjuðana á lofti eftir sigurinn frábæra gegn Englandi í fyrrakvöld. Getty/Peter De Voecht „Hún barði trommuna í spað!“ sagði Janice Cayman, leikjahæsta landsliðskona Belgíu frá upphafi, um þjálfarann sinn Elísabetu Gunnarsdóttur eftir sigurfögnuðinn mikla á þriðjudagskvöld. Eftir að hafa mátt þola þrjú erfið töp í fyrstu leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Belgíu, þar á meðal grátlegt 3-2 tap gegn heimsmeisturum Spánar, gerði Elísabet sér lítið fyrir og stýrði Belgum til 3-2 sigurs gegn sjálfum Evrópumeisturum Englands á þriðjudaginn. Hún fær lof í belgískum miðlum eftir þennan magnaða sigur og eins frá leikmönnum sínum, nú þegar Belgía á enn möguleika á að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Eftir sigurinn stal Elísabet svo senunni á Den Dreef leikvanginum í Leuven þegar hún stóð fyrir víkingaklappi með leikmönnum og stuðningsmönnum, og barði sjálf trommuna af myndarbrag eins og sýnt var frá á Instagram-síðu belgíska landsliðsins. View this post on Instagram A post shared by Belgian Red Flames (@belgianredflames) Í frétt belgíska miðilsins Sporza segir að Elísabet geti virst frekar köld og lokuð en „í raun og veru er hún mjög ástríðufull,“ segir fyrrnefnd Cayman. „Elísabet sá um að undirbúa okkur hundrað prósent með ræðunum sínum. Hún fékk ekki auðvelda byrjun en ég er virkilega heilluð. Hún er með sterkan persónuleika, mikla reynslu og kemur með eitthvað nýtt fyrir okkur. Við getum allar lært af henni,“ sagði Cayman. Aline Zeler, stjóri hjá OH Leuven og fyrrverandi landsliðskona, tekur í sama streng. „Hún leyfir nýjum leikmönnum að spreyta sig og gefur sér tíma til að kynnast öllum efnilegu leikmönnunum sem Belgía á,“ segir Zeler og bætir við: „Hún er öguð en kann líka að hafa gaman. Hún er í mjög góðu sambandi við stuðningsmenn. Miðað við samtöl mín við leikmenn þá sé ég að hún hefur haft mjög jákvæð áhrif á hópinn.“ „Þetta var mjög gaman og ég nýt þess að sjá leikmenn mína brosa,“ sagði Elísabet sjálf við Sporza. „Við lögðum hart að okkur til að uppskera svona. Á lokakaflanum sýndum við sterkt hugarfar eftir tapið gegn Spáni. Ég er glöð yfir að við skyldum ná að klára dæmið í þetta sinn,“ sagði Elísabet. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira
Eftir að hafa mátt þola þrjú erfið töp í fyrstu leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Belgíu, þar á meðal grátlegt 3-2 tap gegn heimsmeisturum Spánar, gerði Elísabet sér lítið fyrir og stýrði Belgum til 3-2 sigurs gegn sjálfum Evrópumeisturum Englands á þriðjudaginn. Hún fær lof í belgískum miðlum eftir þennan magnaða sigur og eins frá leikmönnum sínum, nú þegar Belgía á enn möguleika á að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Eftir sigurinn stal Elísabet svo senunni á Den Dreef leikvanginum í Leuven þegar hún stóð fyrir víkingaklappi með leikmönnum og stuðningsmönnum, og barði sjálf trommuna af myndarbrag eins og sýnt var frá á Instagram-síðu belgíska landsliðsins. View this post on Instagram A post shared by Belgian Red Flames (@belgianredflames) Í frétt belgíska miðilsins Sporza segir að Elísabet geti virst frekar köld og lokuð en „í raun og veru er hún mjög ástríðufull,“ segir fyrrnefnd Cayman. „Elísabet sá um að undirbúa okkur hundrað prósent með ræðunum sínum. Hún fékk ekki auðvelda byrjun en ég er virkilega heilluð. Hún er með sterkan persónuleika, mikla reynslu og kemur með eitthvað nýtt fyrir okkur. Við getum allar lært af henni,“ sagði Cayman. Aline Zeler, stjóri hjá OH Leuven og fyrrverandi landsliðskona, tekur í sama streng. „Hún leyfir nýjum leikmönnum að spreyta sig og gefur sér tíma til að kynnast öllum efnilegu leikmönnunum sem Belgía á,“ segir Zeler og bætir við: „Hún er öguð en kann líka að hafa gaman. Hún er í mjög góðu sambandi við stuðningsmenn. Miðað við samtöl mín við leikmenn þá sé ég að hún hefur haft mjög jákvæð áhrif á hópinn.“ „Þetta var mjög gaman og ég nýt þess að sjá leikmenn mína brosa,“ sagði Elísabet sjálf við Sporza. „Við lögðum hart að okkur til að uppskera svona. Á lokakaflanum sýndum við sterkt hugarfar eftir tapið gegn Spáni. Ég er glöð yfir að við skyldum ná að klára dæmið í þetta sinn,“ sagði Elísabet.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira