Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2025 15:02 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað Steinþór Gunnarsson í Ímon-málinu svokallaða, tíu árum eftir að hann var dæmdur í sama máli í Hæstarétti. Hann hlaut þá níu mánaða dóm. Steinþór var sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 14 en hefur ekki verið birtur. Dómar í sama máli mildaðir Hann hlaut níu mánaða dóm á báðum dómstigum en í Hæstarétti voru sex mánuðir dómsins skilorðsbundnir. Sá dómur gekk árið 2015. Í sama máli hlutu þau Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, fangelsisdóma. Þau fengu mál sín endurupptekin fyrir Hæstarétti árið 2021 og dómar þeirra voru mildaðir verulega. Sigurjón hlaut skilorðsbundna refsingu og Elínu var ekki gerð refsing þar sem hún hafði þegar afplánað refsingu samkvæmt enduruppteknum dómi. Fór í Landsrétt frekar en Hæstarétt Steinþór fékk einnig endurupptöku í málinu en þar sem lögum hafði verið breytt þegar beiðni hans barst var málinu vísað til Landsréttar frekar en Hæstaréttar líkt og mál þeirra Sigurjóns og Elínar. Ímon-málið er eitt hrunmálanna svokölluðu þar sem dómar hafa verið enduruppteknir vegna vanhæfis Hæstaréttardómara sem dæmdu fólk í fangelsi fyrir aðkomu þess að aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008. Dómararnir voru taldir vanhæfir vegna hlutabréfaeignar þeirra í viðskiptabönkunum þremur. Í máli þessu var það hlutabréfaeign dómara í Landsbankanum sem olli vanhæfi hans. Fréttin verður uppfærð. Dómsmál Hrunið Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Sjá meira
Steinþór var sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 14 en hefur ekki verið birtur. Dómar í sama máli mildaðir Hann hlaut níu mánaða dóm á báðum dómstigum en í Hæstarétti voru sex mánuðir dómsins skilorðsbundnir. Sá dómur gekk árið 2015. Í sama máli hlutu þau Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, fangelsisdóma. Þau fengu mál sín endurupptekin fyrir Hæstarétti árið 2021 og dómar þeirra voru mildaðir verulega. Sigurjón hlaut skilorðsbundna refsingu og Elínu var ekki gerð refsing þar sem hún hafði þegar afplánað refsingu samkvæmt enduruppteknum dómi. Fór í Landsrétt frekar en Hæstarétt Steinþór fékk einnig endurupptöku í málinu en þar sem lögum hafði verið breytt þegar beiðni hans barst var málinu vísað til Landsréttar frekar en Hæstaréttar líkt og mál þeirra Sigurjóns og Elínar. Ímon-málið er eitt hrunmálanna svokölluðu þar sem dómar hafa verið enduruppteknir vegna vanhæfis Hæstaréttardómara sem dæmdu fólk í fangelsi fyrir aðkomu þess að aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008. Dómararnir voru taldir vanhæfir vegna hlutabréfaeignar þeirra í viðskiptabönkunum þremur. Í máli þessu var það hlutabréfaeign dómara í Landsbankanum sem olli vanhæfi hans. Fréttin verður uppfærð.
Dómsmál Hrunið Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Sjá meira