Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 09:51 Kolaorkuver í Vestur-Virginíu spúir reyk út í loftið. Bandaríkjastjórn vill óhefta losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir að þær valdi vaxandi hnattrænni hlýnun og loftslagsbreytingum á jörðinni. Vísir/EPA Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum ætlar að hætta að krefjast þess að mengandi iðnaður skili upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðin er hluti af skipulegri áætlun stjórnvalda um að stöðva tilraunir til að vinna gegn loftslagsbreytingum. Um átta þúsund fyrirtæki þurfa nú að skila Umhverfisstofnun Bandaríkjanna upplýsingum um losun sína á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Nýir yfirmenn stofnunarinnar hafa hins vegar skipað starfsmönnum að skrifa nýjar reglur til að draga verulega úr kröfum um gagnaöflun um umfang losunarinnar. Eftir breytinguna yrðu það aðeins í kringum 2.300 fyrirtæki í hluta olíu- og gasiðnaðarins sem þyrftu að standa skil á upplýsingum um losun sína til umhverfisyfirvalda samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins ProPublica. Gögnin sem Umhverfisstofnunin hefur aflað frá iðnfyrirtækjum er stórt hluti af þeim upplýsingum sem hafa farið í losunarbókhald Bandaríkjanna gagnvart Parísarsamkomulaginu. Án þeirra yrði mun erfiðara fyrir bandarísk stjórnvöld að takmarka losun ef ný ríkisstjórn tekur einhvern tímann við sem hefur áhuga á því. „Þetta væri svolítið eins og að taka úr sambandi tækið sem fylgist með lífsmörkum sjúklings sem er í lífshættu,“ segir Edward Maibach, prófessor við George Mason-háskóla við bandaríska miðilinn, sem spyr einnig hvernig Bandaríkin eigi að verjast loftslagsvánni ef þau fylgjast ekki með því sem þau gera til að ágera vandamálið. Vilja koma í veg fyrir allar loftslagsaðgerðir Bandarískir repúblikanar hafa um árabil neitað að viðurkenna vísindalegar staðreyndir um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Á fyrra kjörtímabili núverandi forseta drógu þeir Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu en Joe Biden gekk aftur í það þegar hann tók við völdum árið 2021. Ríkisstjórnin vinnur nú marvisst að því að stöðva loftslagsaðgerðir og rannsóknir og gagnaöflun um loftslagsbreytingar. Hún ætlar meðal annars að hætta að fjármagna vinnu við umfangsmikla loftslagsskýrslu sem bundið er í lögum að alríkisstjórnin eigi að birta á fimm ára fresti. Þrátt fyrir að forseti hafi ekki vald til þess gaf sitjandi forseti nýlega út tilskipun sem átti að banna einstökum ríkjum Bandaríkjanna að framfylgja lögum um loftslagsaðgerðir eða takmörkun á notkun jarðefnaeldsneytis. Hnattræn hlýnun nemur nú meira en heilli gráðu frá upphafi iðnbyltingar en orsök hennar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Bandaríkin hafa losað mest af gróðurhúsalofttegundum allra ríkja á jörðinni og eru næststærsti losandinn á eftir Kína um þessar mundir. Loftslagsmál Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Sjá meira
Um átta þúsund fyrirtæki þurfa nú að skila Umhverfisstofnun Bandaríkjanna upplýsingum um losun sína á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Nýir yfirmenn stofnunarinnar hafa hins vegar skipað starfsmönnum að skrifa nýjar reglur til að draga verulega úr kröfum um gagnaöflun um umfang losunarinnar. Eftir breytinguna yrðu það aðeins í kringum 2.300 fyrirtæki í hluta olíu- og gasiðnaðarins sem þyrftu að standa skil á upplýsingum um losun sína til umhverfisyfirvalda samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins ProPublica. Gögnin sem Umhverfisstofnunin hefur aflað frá iðnfyrirtækjum er stórt hluti af þeim upplýsingum sem hafa farið í losunarbókhald Bandaríkjanna gagnvart Parísarsamkomulaginu. Án þeirra yrði mun erfiðara fyrir bandarísk stjórnvöld að takmarka losun ef ný ríkisstjórn tekur einhvern tímann við sem hefur áhuga á því. „Þetta væri svolítið eins og að taka úr sambandi tækið sem fylgist með lífsmörkum sjúklings sem er í lífshættu,“ segir Edward Maibach, prófessor við George Mason-háskóla við bandaríska miðilinn, sem spyr einnig hvernig Bandaríkin eigi að verjast loftslagsvánni ef þau fylgjast ekki með því sem þau gera til að ágera vandamálið. Vilja koma í veg fyrir allar loftslagsaðgerðir Bandarískir repúblikanar hafa um árabil neitað að viðurkenna vísindalegar staðreyndir um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Á fyrra kjörtímabili núverandi forseta drógu þeir Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu en Joe Biden gekk aftur í það þegar hann tók við völdum árið 2021. Ríkisstjórnin vinnur nú marvisst að því að stöðva loftslagsaðgerðir og rannsóknir og gagnaöflun um loftslagsbreytingar. Hún ætlar meðal annars að hætta að fjármagna vinnu við umfangsmikla loftslagsskýrslu sem bundið er í lögum að alríkisstjórnin eigi að birta á fimm ára fresti. Þrátt fyrir að forseti hafi ekki vald til þess gaf sitjandi forseti nýlega út tilskipun sem átti að banna einstökum ríkjum Bandaríkjanna að framfylgja lögum um loftslagsaðgerðir eða takmörkun á notkun jarðefnaeldsneytis. Hnattræn hlýnun nemur nú meira en heilli gráðu frá upphafi iðnbyltingar en orsök hennar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Bandaríkin hafa losað mest af gróðurhúsalofttegundum allra ríkja á jörðinni og eru næststærsti losandinn á eftir Kína um þessar mundir.
Loftslagsmál Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Sjá meira