Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 13. apríl 2025 08:02 Við sem gegnum forystu í Kópavogi höfum lagt áherslu á að skila ábata af góðum rekstri bæjarins til íbúa, bæði í formi skattalækkana og bættrar þjónustu. Þessar áherslur endurspeglast meðal annars í lækkun fasteignaskatta fyrir um milljarð króna það sem af er kjörtímabili svo tekið sé dæmi. Það er um leið meðvituð ákvörðun okkar sem stýrum bæjarfélaginu að halda aftur að útgjaldavexti, enda höfum við séð fjölmörg dæmi þar sem ósjálfbær skuldasöfnun sveitarfélaga leiðir óhjákvæmilega til skattahækkana eða skerðingar á þjónustu síðar meir. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 endurspeglar okkar áherslur. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega á árinu 2024 og er rekstrarafgangur á samstæðunni 4,6 milljarðar króna og hefur afkoman hefur ekki mælst betri í 17 ár. Áhersla á aðhald og góðan rekstur auk úthlutun lóða í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring á sterkri afkomu. Þá er veltufé frá rekstri jákvætt um 4,8 milljarð króna sem er það fjármagn sem reksturinn skilar til að greiða niður skuldir eða ráðast í framkvæmdir. Heildarskuldir Kópavogsbæjar lækka að raunvirði og skuldaviðmið lækka og eru langt undir lögbundnu hámarki. Rekstur Kópavogsbæjar byggir á góðum grunni og við búum vel að því að hafa greitt niður skuldir undanfarin ár. Hagræðing skilaði fimmfaldri gestaaukning Á hverju tíma þurfum við að huga að því hvernig unnt sé að hagræða betur og nýta með skynsamari hætti fjármuni bæjarbúa. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist markvisst í hagræðingar á hverju ári, samtals um 850 milljónir króna. Í pólitískri umræðu er stundum lagt að jöfnu niðurskurð og hagræðingu. Hér er þó um tvo ólíka hluti að ræða. Niðurskurður er skerðing á þjónustu. Aftur á móti er hagræðing fólgin í því að nýta betur skattfé almennings fyrir sömu eða jafnvel betri þjónustu. Hjá Kópavogsbæ hefur verið forgangsmál að efla þjónustu við bæjarbúa en um leið að láta skynsemi ráða för við nýtingu hinna takmörkuðu fjármuna sem úr er að spila. Gott dæmi um það eru breyttar áherslur í rekstri menningarhúsa bæjarins. Við boðuðum breytingar á rekstrinum með það að markmiði að efla menningarstarfið til dæmis með aukinni sjálfsafgreiðslu og breyttri nálgun með Náttúrufræðistofu. Fyrstu mánuði eftir að við opnuðum nýja menningarmiðju með þessum breyttu áherslum þá fimmfaldaðist gestafjöldi í menningarhúsum Kópavogsbæjar. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um hagræðingaraðgerðir sem hægt er að ráðast í en um leið efla þjónustu við bæjarbúa. Okkar áherslur eru áfram skýrar Kjörnir fulltrúar gegna mikilvægu hlutverki, íbúar kjósa okkur til að standa vörð um þá þjónustu sem bæjarbúar treysta á að sé í lagi. Okkar áherslur eru skýrar, þær felast í því að tryggja góðan rekstur og skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu. Við trúum því að þetta eru réttar áherslur sem hið opinbera ætti ávallt að setja í forgang. Það munum við gera áfram í Kópavogi undir okkar forystu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Við sem gegnum forystu í Kópavogi höfum lagt áherslu á að skila ábata af góðum rekstri bæjarins til íbúa, bæði í formi skattalækkana og bættrar þjónustu. Þessar áherslur endurspeglast meðal annars í lækkun fasteignaskatta fyrir um milljarð króna það sem af er kjörtímabili svo tekið sé dæmi. Það er um leið meðvituð ákvörðun okkar sem stýrum bæjarfélaginu að halda aftur að útgjaldavexti, enda höfum við séð fjölmörg dæmi þar sem ósjálfbær skuldasöfnun sveitarfélaga leiðir óhjákvæmilega til skattahækkana eða skerðingar á þjónustu síðar meir. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 endurspeglar okkar áherslur. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega á árinu 2024 og er rekstrarafgangur á samstæðunni 4,6 milljarðar króna og hefur afkoman hefur ekki mælst betri í 17 ár. Áhersla á aðhald og góðan rekstur auk úthlutun lóða í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring á sterkri afkomu. Þá er veltufé frá rekstri jákvætt um 4,8 milljarð króna sem er það fjármagn sem reksturinn skilar til að greiða niður skuldir eða ráðast í framkvæmdir. Heildarskuldir Kópavogsbæjar lækka að raunvirði og skuldaviðmið lækka og eru langt undir lögbundnu hámarki. Rekstur Kópavogsbæjar byggir á góðum grunni og við búum vel að því að hafa greitt niður skuldir undanfarin ár. Hagræðing skilaði fimmfaldri gestaaukning Á hverju tíma þurfum við að huga að því hvernig unnt sé að hagræða betur og nýta með skynsamari hætti fjármuni bæjarbúa. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist markvisst í hagræðingar á hverju ári, samtals um 850 milljónir króna. Í pólitískri umræðu er stundum lagt að jöfnu niðurskurð og hagræðingu. Hér er þó um tvo ólíka hluti að ræða. Niðurskurður er skerðing á þjónustu. Aftur á móti er hagræðing fólgin í því að nýta betur skattfé almennings fyrir sömu eða jafnvel betri þjónustu. Hjá Kópavogsbæ hefur verið forgangsmál að efla þjónustu við bæjarbúa en um leið að láta skynsemi ráða för við nýtingu hinna takmörkuðu fjármuna sem úr er að spila. Gott dæmi um það eru breyttar áherslur í rekstri menningarhúsa bæjarins. Við boðuðum breytingar á rekstrinum með það að markmiði að efla menningarstarfið til dæmis með aukinni sjálfsafgreiðslu og breyttri nálgun með Náttúrufræðistofu. Fyrstu mánuði eftir að við opnuðum nýja menningarmiðju með þessum breyttu áherslum þá fimmfaldaðist gestafjöldi í menningarhúsum Kópavogsbæjar. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um hagræðingaraðgerðir sem hægt er að ráðast í en um leið efla þjónustu við bæjarbúa. Okkar áherslur eru áfram skýrar Kjörnir fulltrúar gegna mikilvægu hlutverki, íbúar kjósa okkur til að standa vörð um þá þjónustu sem bæjarbúar treysta á að sé í lagi. Okkar áherslur eru skýrar, þær felast í því að tryggja góðan rekstur og skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu. Við trúum því að þetta eru réttar áherslur sem hið opinbera ætti ávallt að setja í forgang. Það munum við gera áfram í Kópavogi undir okkar forystu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun