Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. apríl 2025 21:03 Nemendafélagið Kínema hélt nemendafund í dag til að ræða stöðu mála. Aðsend/Katrín Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands eru mjög óánægðir með tillögu mennta- og barnamálaráðherra um að Tækniskólinn taki við nemendunum svo þeir fái að ljúka námi sínu. Fulltrúar nemendafélags skólans segja upplýsingaflæði til nemenda og kennara lélegt. Þá ætla þau að senda ráðherra opið bréf og safna dósum fyrir reikningum skólans. Greint var frá í lok mars að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands væri gjaldþrota. Kennarar höfðu þá unnið launalaust í tvo mánuði og einnig greitt rafmagnsreikning fyrir skólann úr eigin vasa. Það var þá skýr von rektors, starfsfólks og kennara skólans að mennta- og barnamálaráðuneytið myndi aðstoða þau. Lausn Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra var að nemendur skólans yrðu færðir í Tækniskólann og fengju að ljúka námi sínu þar. Í yfirlýsingu frá rektor, kennurum og starfsfólki í dag mótmæla þau harðlega „Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð náms í kvikmyndagerð á Íslandi eftir að rekstrarfélag skólans varð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Samráðsleysi menntamálaráðuneytisins undanfarnar vikur hefur verið algjört og ljóst að viðbrögð stjórnvalda ógna menntun og framtíð kvikmyndagerðar í landinu,“ segir í yfirlýsingu Kínemu, nemendafélagi Kvikmyndaskóla Íslands. „Við viljum að þetta haldi áfram að vera Kvikmyndaskóli Íslands hjá okkur og þessi lausn sem var komin með Rafmennt, að hún verði skoðuð,“ segir Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti Kínema, í samtali við fréttastofu. Rafmennt, félag Rafiðnaðarsambands Íslands, greindi frá í yfirlýsingu að þeir hefðu sóst eftir því að taka við rekstri skólans en hefðu ekki fengið stuðning úr stjórnsýslunni. „Lausnin sem að þeir komu með var að námið myndi halda áfram eins og það er núna,“ segir Breki Snær Baldursson, varaforseti Kínema. Frétta af öllu í gegnum fjölmiðla „Málið er að við vitum ekkert um Tækniskólann, við erum að heyra allt bara frá fjölmiðlum, þau eru ekki að tala um neitt við okkur eða kennarana,“ segir Katrín. Katrín og Breki segja upplýsingaflæðið úr stjórnsýslunni og frá Tækniskólanum lítið sem ekkert. Þau hafi frétt af nemendafundi sem halda á fyrir nemendur Kvikmyndaskólans í Tækniskólanum á mánudag frá fréttamanni Ríkistúvarpsins. „Tækniskólinn er ekkert búinn að hafa samband við okkur um þennan fund en greinilega búin að nefna það við fréttamann hjá RÚV,“ segir Breki. Kennararnir fái einnig upplýsingar eingöngu í gegnum fjölmiðla. Að sögn Katrínar og Breka hafi Hlín Jóhannsdóttir, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, frétt af tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins tíu mínútum áður en það var birt á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Svo sáum við fréttina korter seinna og allir bara ha?“ segir Katrín. Nemendur höfðu fengið þær fregnir að Rafmennt myndi taka við stjórn skólans og því verið hissa þegar fréttir bárust um færslu nemenda í Tækniskólann. Tækniskólinn bjóði ekki upp á námið sem þau sækjast eftir „Við ætlum að láta rödd okkar heyrast. Þetta er ekki eitthvað sem við viljum,“ segir Katrín. Nemendafélagið vinnur nú að því að skrifa opið bréf til Guðmundar Inga þar sem skoðunum þeirra er komið á framfæri. „Við viljum vera í Kvikmyndaskólanum út af þekkingu og reynslu og tengslum sem að maður fær þaðan,“ segir Katrín og Breki tekur undir. „Það er búið að vera þróa þetta nám í þrjátíu ár,“ segir Breki. Tækniskólinn bjóði einnig ekki upp á nám sem samsvarar náminu í Kvikmyndaskólanum sem var það sem nemendurnir sóttust upphaflega eftir. Í Kvikmyndaskólanum eru fjórar námsbrautir en einungis ein í Tækniskólanum. Bæði Breki og Katrín eru þá ekki ánægð með að þróun námsbrautarinnar í Tækniskólanum muni fara fram samhliða þeirra eigin námi. Það sé ekki það sem þau sóttust eftir þegar þau hófu nám í Kvikmyndaskólanum. Safna dósum fyrir reikningum skólans Þá séu nemendurnir, sem eru um sjötíu talsins, og kennararnir orðnir afar nánir og líta Breki og Katrín á skólann sem eina stóra fjölskyldu. Þau hafi því heldur ekki verið ánægð með að kennararnir starfi launalaust við kennsluna og hafi greitt rafmagnsreikning skólans úr eigin vasa. „Okkur finnst það bara hræðilegt. Við nemendurnir erum núna að safna dósum til að safna fyrir næstu reikningum,“ segir Katrín. „Maður er samt svo rosalega þakklátur að þau vilji vera hér og kenna okkur þrátt fyrir að fá ekki greitt fyrir það.“ „Okkur finnst þetta rosalega og við erum mjög slegin yfir þessu.“ Skóla- og menntamál Gjaldþrot Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Tengdar fréttir „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. 12. apríl 2025 14:51 Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. 11. apríl 2025 17:37 Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Greint var frá í lok mars að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands væri gjaldþrota. Kennarar höfðu þá unnið launalaust í tvo mánuði og einnig greitt rafmagnsreikning fyrir skólann úr eigin vasa. Það var þá skýr von rektors, starfsfólks og kennara skólans að mennta- og barnamálaráðuneytið myndi aðstoða þau. Lausn Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra var að nemendur skólans yrðu færðir í Tækniskólann og fengju að ljúka námi sínu þar. Í yfirlýsingu frá rektor, kennurum og starfsfólki í dag mótmæla þau harðlega „Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð náms í kvikmyndagerð á Íslandi eftir að rekstrarfélag skólans varð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Samráðsleysi menntamálaráðuneytisins undanfarnar vikur hefur verið algjört og ljóst að viðbrögð stjórnvalda ógna menntun og framtíð kvikmyndagerðar í landinu,“ segir í yfirlýsingu Kínemu, nemendafélagi Kvikmyndaskóla Íslands. „Við viljum að þetta haldi áfram að vera Kvikmyndaskóli Íslands hjá okkur og þessi lausn sem var komin með Rafmennt, að hún verði skoðuð,“ segir Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti Kínema, í samtali við fréttastofu. Rafmennt, félag Rafiðnaðarsambands Íslands, greindi frá í yfirlýsingu að þeir hefðu sóst eftir því að taka við rekstri skólans en hefðu ekki fengið stuðning úr stjórnsýslunni. „Lausnin sem að þeir komu með var að námið myndi halda áfram eins og það er núna,“ segir Breki Snær Baldursson, varaforseti Kínema. Frétta af öllu í gegnum fjölmiðla „Málið er að við vitum ekkert um Tækniskólann, við erum að heyra allt bara frá fjölmiðlum, þau eru ekki að tala um neitt við okkur eða kennarana,“ segir Katrín. Katrín og Breki segja upplýsingaflæðið úr stjórnsýslunni og frá Tækniskólanum lítið sem ekkert. Þau hafi frétt af nemendafundi sem halda á fyrir nemendur Kvikmyndaskólans í Tækniskólanum á mánudag frá fréttamanni Ríkistúvarpsins. „Tækniskólinn er ekkert búinn að hafa samband við okkur um þennan fund en greinilega búin að nefna það við fréttamann hjá RÚV,“ segir Breki. Kennararnir fái einnig upplýsingar eingöngu í gegnum fjölmiðla. Að sögn Katrínar og Breka hafi Hlín Jóhannsdóttir, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, frétt af tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins tíu mínútum áður en það var birt á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Svo sáum við fréttina korter seinna og allir bara ha?“ segir Katrín. Nemendur höfðu fengið þær fregnir að Rafmennt myndi taka við stjórn skólans og því verið hissa þegar fréttir bárust um færslu nemenda í Tækniskólann. Tækniskólinn bjóði ekki upp á námið sem þau sækjast eftir „Við ætlum að láta rödd okkar heyrast. Þetta er ekki eitthvað sem við viljum,“ segir Katrín. Nemendafélagið vinnur nú að því að skrifa opið bréf til Guðmundar Inga þar sem skoðunum þeirra er komið á framfæri. „Við viljum vera í Kvikmyndaskólanum út af þekkingu og reynslu og tengslum sem að maður fær þaðan,“ segir Katrín og Breki tekur undir. „Það er búið að vera þróa þetta nám í þrjátíu ár,“ segir Breki. Tækniskólinn bjóði einnig ekki upp á nám sem samsvarar náminu í Kvikmyndaskólanum sem var það sem nemendurnir sóttust upphaflega eftir. Í Kvikmyndaskólanum eru fjórar námsbrautir en einungis ein í Tækniskólanum. Bæði Breki og Katrín eru þá ekki ánægð með að þróun námsbrautarinnar í Tækniskólanum muni fara fram samhliða þeirra eigin námi. Það sé ekki það sem þau sóttust eftir þegar þau hófu nám í Kvikmyndaskólanum. Safna dósum fyrir reikningum skólans Þá séu nemendurnir, sem eru um sjötíu talsins, og kennararnir orðnir afar nánir og líta Breki og Katrín á skólann sem eina stóra fjölskyldu. Þau hafi því heldur ekki verið ánægð með að kennararnir starfi launalaust við kennsluna og hafi greitt rafmagnsreikning skólans úr eigin vasa. „Okkur finnst það bara hræðilegt. Við nemendurnir erum núna að safna dósum til að safna fyrir næstu reikningum,“ segir Katrín. „Maður er samt svo rosalega þakklátur að þau vilji vera hér og kenna okkur þrátt fyrir að fá ekki greitt fyrir það.“ „Okkur finnst þetta rosalega og við erum mjög slegin yfir þessu.“
Skóla- og menntamál Gjaldþrot Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Tengdar fréttir „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. 12. apríl 2025 14:51 Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. 11. apríl 2025 17:37 Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. 12. apríl 2025 14:51
Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. 11. apríl 2025 17:37
Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07