Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. apríl 2025 21:03 Nemendafélagið Kínema hélt nemendafund í dag til að ræða stöðu mála. Aðsend/Katrín Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands eru mjög óánægðir með tillögu mennta- og barnamálaráðherra um að Tækniskólinn taki við nemendunum svo þeir fái að ljúka námi sínu. Fulltrúar nemendafélags skólans segja upplýsingaflæði til nemenda og kennara lélegt. Þá ætla þau að senda ráðherra opið bréf og safna dósum fyrir reikningum skólans. Greint var frá í lok mars að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands væri gjaldþrota. Kennarar höfðu þá unnið launalaust í tvo mánuði og einnig greitt rafmagnsreikning fyrir skólann úr eigin vasa. Það var þá skýr von rektors, starfsfólks og kennara skólans að mennta- og barnamálaráðuneytið myndi aðstoða þau. Lausn Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra var að nemendur skólans yrðu færðir í Tækniskólann og fengju að ljúka námi sínu þar. Í yfirlýsingu frá rektor, kennurum og starfsfólki í dag mótmæla þau harðlega „Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð náms í kvikmyndagerð á Íslandi eftir að rekstrarfélag skólans varð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Samráðsleysi menntamálaráðuneytisins undanfarnar vikur hefur verið algjört og ljóst að viðbrögð stjórnvalda ógna menntun og framtíð kvikmyndagerðar í landinu,“ segir í yfirlýsingu Kínemu, nemendafélagi Kvikmyndaskóla Íslands. „Við viljum að þetta haldi áfram að vera Kvikmyndaskóli Íslands hjá okkur og þessi lausn sem var komin með Rafmennt, að hún verði skoðuð,“ segir Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti Kínema, í samtali við fréttastofu. Rafmennt, félag Rafiðnaðarsambands Íslands, greindi frá í yfirlýsingu að þeir hefðu sóst eftir því að taka við rekstri skólans en hefðu ekki fengið stuðning úr stjórnsýslunni. „Lausnin sem að þeir komu með var að námið myndi halda áfram eins og það er núna,“ segir Breki Snær Baldursson, varaforseti Kínema. Frétta af öllu í gegnum fjölmiðla „Málið er að við vitum ekkert um Tækniskólann, við erum að heyra allt bara frá fjölmiðlum, þau eru ekki að tala um neitt við okkur eða kennarana,“ segir Katrín. Katrín og Breki segja upplýsingaflæðið úr stjórnsýslunni og frá Tækniskólanum lítið sem ekkert. Þau hafi frétt af nemendafundi sem halda á fyrir nemendur Kvikmyndaskólans í Tækniskólanum á mánudag frá fréttamanni Ríkistúvarpsins. „Tækniskólinn er ekkert búinn að hafa samband við okkur um þennan fund en greinilega búin að nefna það við fréttamann hjá RÚV,“ segir Breki. Kennararnir fái einnig upplýsingar eingöngu í gegnum fjölmiðla. Að sögn Katrínar og Breka hafi Hlín Jóhannsdóttir, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, frétt af tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins tíu mínútum áður en það var birt á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Svo sáum við fréttina korter seinna og allir bara ha?“ segir Katrín. Nemendur höfðu fengið þær fregnir að Rafmennt myndi taka við stjórn skólans og því verið hissa þegar fréttir bárust um færslu nemenda í Tækniskólann. Tækniskólinn bjóði ekki upp á námið sem þau sækjast eftir „Við ætlum að láta rödd okkar heyrast. Þetta er ekki eitthvað sem við viljum,“ segir Katrín. Nemendafélagið vinnur nú að því að skrifa opið bréf til Guðmundar Inga þar sem skoðunum þeirra er komið á framfæri. „Við viljum vera í Kvikmyndaskólanum út af þekkingu og reynslu og tengslum sem að maður fær þaðan,“ segir Katrín og Breki tekur undir. „Það er búið að vera þróa þetta nám í þrjátíu ár,“ segir Breki. Tækniskólinn bjóði einnig ekki upp á nám sem samsvarar náminu í Kvikmyndaskólanum sem var það sem nemendurnir sóttust upphaflega eftir. Í Kvikmyndaskólanum eru fjórar námsbrautir en einungis ein í Tækniskólanum. Bæði Breki og Katrín eru þá ekki ánægð með að þróun námsbrautarinnar í Tækniskólanum muni fara fram samhliða þeirra eigin námi. Það sé ekki það sem þau sóttust eftir þegar þau hófu nám í Kvikmyndaskólanum. Safna dósum fyrir reikningum skólans Þá séu nemendurnir, sem eru um sjötíu talsins, og kennararnir orðnir afar nánir og líta Breki og Katrín á skólann sem eina stóra fjölskyldu. Þau hafi því heldur ekki verið ánægð með að kennararnir starfi launalaust við kennsluna og hafi greitt rafmagnsreikning skólans úr eigin vasa. „Okkur finnst það bara hræðilegt. Við nemendurnir erum núna að safna dósum til að safna fyrir næstu reikningum,“ segir Katrín. „Maður er samt svo rosalega þakklátur að þau vilji vera hér og kenna okkur þrátt fyrir að fá ekki greitt fyrir það.“ „Okkur finnst þetta rosalega og við erum mjög slegin yfir þessu.“ Skóla- og menntamál Gjaldþrot Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Tengdar fréttir „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. 12. apríl 2025 14:51 Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. 11. apríl 2025 17:37 Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Greint var frá í lok mars að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands væri gjaldþrota. Kennarar höfðu þá unnið launalaust í tvo mánuði og einnig greitt rafmagnsreikning fyrir skólann úr eigin vasa. Það var þá skýr von rektors, starfsfólks og kennara skólans að mennta- og barnamálaráðuneytið myndi aðstoða þau. Lausn Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra var að nemendur skólans yrðu færðir í Tækniskólann og fengju að ljúka námi sínu þar. Í yfirlýsingu frá rektor, kennurum og starfsfólki í dag mótmæla þau harðlega „Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð náms í kvikmyndagerð á Íslandi eftir að rekstrarfélag skólans varð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Samráðsleysi menntamálaráðuneytisins undanfarnar vikur hefur verið algjört og ljóst að viðbrögð stjórnvalda ógna menntun og framtíð kvikmyndagerðar í landinu,“ segir í yfirlýsingu Kínemu, nemendafélagi Kvikmyndaskóla Íslands. „Við viljum að þetta haldi áfram að vera Kvikmyndaskóli Íslands hjá okkur og þessi lausn sem var komin með Rafmennt, að hún verði skoðuð,“ segir Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti Kínema, í samtali við fréttastofu. Rafmennt, félag Rafiðnaðarsambands Íslands, greindi frá í yfirlýsingu að þeir hefðu sóst eftir því að taka við rekstri skólans en hefðu ekki fengið stuðning úr stjórnsýslunni. „Lausnin sem að þeir komu með var að námið myndi halda áfram eins og það er núna,“ segir Breki Snær Baldursson, varaforseti Kínema. Frétta af öllu í gegnum fjölmiðla „Málið er að við vitum ekkert um Tækniskólann, við erum að heyra allt bara frá fjölmiðlum, þau eru ekki að tala um neitt við okkur eða kennarana,“ segir Katrín. Katrín og Breki segja upplýsingaflæðið úr stjórnsýslunni og frá Tækniskólanum lítið sem ekkert. Þau hafi frétt af nemendafundi sem halda á fyrir nemendur Kvikmyndaskólans í Tækniskólanum á mánudag frá fréttamanni Ríkistúvarpsins. „Tækniskólinn er ekkert búinn að hafa samband við okkur um þennan fund en greinilega búin að nefna það við fréttamann hjá RÚV,“ segir Breki. Kennararnir fái einnig upplýsingar eingöngu í gegnum fjölmiðla. Að sögn Katrínar og Breka hafi Hlín Jóhannsdóttir, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, frétt af tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins tíu mínútum áður en það var birt á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Svo sáum við fréttina korter seinna og allir bara ha?“ segir Katrín. Nemendur höfðu fengið þær fregnir að Rafmennt myndi taka við stjórn skólans og því verið hissa þegar fréttir bárust um færslu nemenda í Tækniskólann. Tækniskólinn bjóði ekki upp á námið sem þau sækjast eftir „Við ætlum að láta rödd okkar heyrast. Þetta er ekki eitthvað sem við viljum,“ segir Katrín. Nemendafélagið vinnur nú að því að skrifa opið bréf til Guðmundar Inga þar sem skoðunum þeirra er komið á framfæri. „Við viljum vera í Kvikmyndaskólanum út af þekkingu og reynslu og tengslum sem að maður fær þaðan,“ segir Katrín og Breki tekur undir. „Það er búið að vera þróa þetta nám í þrjátíu ár,“ segir Breki. Tækniskólinn bjóði einnig ekki upp á nám sem samsvarar náminu í Kvikmyndaskólanum sem var það sem nemendurnir sóttust upphaflega eftir. Í Kvikmyndaskólanum eru fjórar námsbrautir en einungis ein í Tækniskólanum. Bæði Breki og Katrín eru þá ekki ánægð með að þróun námsbrautarinnar í Tækniskólanum muni fara fram samhliða þeirra eigin námi. Það sé ekki það sem þau sóttust eftir þegar þau hófu nám í Kvikmyndaskólanum. Safna dósum fyrir reikningum skólans Þá séu nemendurnir, sem eru um sjötíu talsins, og kennararnir orðnir afar nánir og líta Breki og Katrín á skólann sem eina stóra fjölskyldu. Þau hafi því heldur ekki verið ánægð með að kennararnir starfi launalaust við kennsluna og hafi greitt rafmagnsreikning skólans úr eigin vasa. „Okkur finnst það bara hræðilegt. Við nemendurnir erum núna að safna dósum til að safna fyrir næstu reikningum,“ segir Katrín. „Maður er samt svo rosalega þakklátur að þau vilji vera hér og kenna okkur þrátt fyrir að fá ekki greitt fyrir það.“ „Okkur finnst þetta rosalega og við erum mjög slegin yfir þessu.“
Skóla- og menntamál Gjaldþrot Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Tengdar fréttir „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. 12. apríl 2025 14:51 Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. 11. apríl 2025 17:37 Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. 12. apríl 2025 14:51
Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. 11. apríl 2025 17:37
Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07