Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2025 12:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. Áin Rio Grande markar stóran hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó en bændur beggja vegna landamæranna reiða sig á vatn úr ánni. Landbúnaður í bæði Mexíkó og Bandaríkjunum hefur aukist verulega á undanförnum árum sem hefur leitt til mun meiri vatnsnotkunar. Samkvæmt áðurnefndu samkomulagi eru yfirvöld í Mexíkó skuldbundin til að tryggja að Bandaríkjamenn fái um einn þriðja þess vatns sem flæðir í ánni en vegna þurrka undanfarin ár er mun minna vatn í Rio Grande. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal hefur lítið vatn flætt úr ánni í áveituskurði í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. Trump skrifaði um ástandið á hans eigin samfélagsmiðil á fimmtudaginn þar sem hann sagði að standi Mexíkó ekki við samninginn og útvegi bændum í Texas það vatn sem þeir eiga rétt á, muni hann grípa til aðgerða. Enn sem komið er benda opinber gögn til þess að Mexíkó hafi ekki afhent þrjátíu prósent af því vatni sem ríkið er skuldbundið til að tryggja Bandaríkjamönnum. Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði á föstudaginn að verið væri að vinna í málinu. Líklegt yrði að ásættanleg lausn myndi finnast á næstu dögum. Guardian hefur eftir henni að bændur í Texas muni fá vatn, í samræmi við það sem vatnsstaðan í Rio Grande leyfi. Þá sagði hún að unnið væri að því að gera landbúnað í Mexíkó skilvirkari varðandi vatnsnotkun. Rio Grande markar stóran hluta landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL GONZALEZ Svipaða sögu er að segja af bændum í Texas, sem hafa snúið sér í meira mæli að afurðum sem þarfnast ekki eins mikils vatns. Þá eru þeir einnig að grafa tjarnir til að halda rigningarvatni eða steypa áveituskurði, svo vatnið sígi ekki í þurra jörðina áður en það nær til akra þeirra. Þessar afurðir sem þarfnast minna vatns eru þó ekki jafn arðbærar en aðrar og hefur það leitt til meiri tapreksturs. Í fyrra var síðustu sykurvinnslu Texas lokað vegna langvarandi vatnsskorts. Forsvarsmenn sykurræktenda er meðal þeirra sem hafa krafist hörku frá Trump. Hann hefur meðal annars lagt til að Trump komi í veg fyrir að vatn úr Coloradoá flæði til Mexíkó. Samkvæmt samkomulagi um þá á er Bandaríkjunum skylt að tryggja flæði vatns þaðan til Mexíkó. Breyting sem gerð var á samkomulaginu árið 2012 tryggir þó að magnið tekur mið af mögulegum þurrkum en það gerir samkomulagið um Rio Grande ekki. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Umhverfismál Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Sjá meira
Áin Rio Grande markar stóran hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó en bændur beggja vegna landamæranna reiða sig á vatn úr ánni. Landbúnaður í bæði Mexíkó og Bandaríkjunum hefur aukist verulega á undanförnum árum sem hefur leitt til mun meiri vatnsnotkunar. Samkvæmt áðurnefndu samkomulagi eru yfirvöld í Mexíkó skuldbundin til að tryggja að Bandaríkjamenn fái um einn þriðja þess vatns sem flæðir í ánni en vegna þurrka undanfarin ár er mun minna vatn í Rio Grande. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal hefur lítið vatn flætt úr ánni í áveituskurði í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. Trump skrifaði um ástandið á hans eigin samfélagsmiðil á fimmtudaginn þar sem hann sagði að standi Mexíkó ekki við samninginn og útvegi bændum í Texas það vatn sem þeir eiga rétt á, muni hann grípa til aðgerða. Enn sem komið er benda opinber gögn til þess að Mexíkó hafi ekki afhent þrjátíu prósent af því vatni sem ríkið er skuldbundið til að tryggja Bandaríkjamönnum. Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði á föstudaginn að verið væri að vinna í málinu. Líklegt yrði að ásættanleg lausn myndi finnast á næstu dögum. Guardian hefur eftir henni að bændur í Texas muni fá vatn, í samræmi við það sem vatnsstaðan í Rio Grande leyfi. Þá sagði hún að unnið væri að því að gera landbúnað í Mexíkó skilvirkari varðandi vatnsnotkun. Rio Grande markar stóran hluta landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL GONZALEZ Svipaða sögu er að segja af bændum í Texas, sem hafa snúið sér í meira mæli að afurðum sem þarfnast ekki eins mikils vatns. Þá eru þeir einnig að grafa tjarnir til að halda rigningarvatni eða steypa áveituskurði, svo vatnið sígi ekki í þurra jörðina áður en það nær til akra þeirra. Þessar afurðir sem þarfnast minna vatns eru þó ekki jafn arðbærar en aðrar og hefur það leitt til meiri tapreksturs. Í fyrra var síðustu sykurvinnslu Texas lokað vegna langvarandi vatnsskorts. Forsvarsmenn sykurræktenda er meðal þeirra sem hafa krafist hörku frá Trump. Hann hefur meðal annars lagt til að Trump komi í veg fyrir að vatn úr Coloradoá flæði til Mexíkó. Samkvæmt samkomulagi um þá á er Bandaríkjunum skylt að tryggja flæði vatns þaðan til Mexíkó. Breyting sem gerð var á samkomulaginu árið 2012 tryggir þó að magnið tekur mið af mögulegum þurrkum en það gerir samkomulagið um Rio Grande ekki.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Umhverfismál Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Sjá meira