Börn oft að leik þar sem slysið varð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 22:05 Hér má sjá hvernig bíllinn hafnaði við hliðið að garði Gróu. Aðsend Móðir kallar eftir því að Reykjavíkurborg grípi til ráðstafanna til að tryggja umferðaröryggi í íbúðargötu eftir að bíll valt með óútskýranlegum hætti fyrir utan heimili hennar. Börn séu oft að leik á sama stað. Atvikið átti sér stað upp úr klukkan sex í gærmorgun og var ökumaðurinn handtekinn í kjölfarið grunaður um akstur undir áhrifum. Tjón varð á tveimur bifreiðum í götunni en íbúi segir lukkulegt að enginn hafi verið á ferðinni. „Og svo sjáum að hér eru glerbrot úr rúðunni. Hérna sjáum við hvar börnin fara í gegn. Það eru um fjögur börn sem búa í þessu húsi,“ sagði Gróa Einarsdóttir sem lýsti vettvangi fyrir fréttastofu. Hægt er að sjá klippuna hér fyrir neðan: Gjarnan keyrt glannalega og af miklum hraða inn í götuna Alltof oft sé keyrt glannalega í þröngri götunni. Hún hafi lengi haft áhyggjur af umferðinni. „Mér var mjög brugðið. Því að ég hef haft áhyggjur af öryggi hérna í götunni mjög lengi. Hérna keyrir maður inn, beint af Snorrabraut þar sem er mikill hraði inn í íbúðarhverfi. Hér er svona lengja með görðum og hérna leika börnin sér úti. Þau fara beint úr görðunum, það er engin stétt á milli og inn í götuna.“ Kallar eftir því að gatan verði gerð að vistgötu Hún hvetur Reykjavíkurborg til að grípa til ráðstafana til að tryggja öryggi í götunni og tekur fram að hún hafi áður vakið athygli á málinu. „Ég væri náttúrulega bara til í að þau myndu loka götunni hérna strax að Snorrabraut. Þetta væri bara svo fín gata til þess að vera vistgata og koma inn hinum megin. Þá væri maður náttúrulega að koma inn á miklu minni hraða. Maður ímyndar sér bara ef þetta slys hefði ekki gerst klukkan sex um morguninn heldur aðeins seinna, þá hefðu börn geta verið að fara á milli garðanna og lent í mjög alvarlegu slysi.“ Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Atvikið átti sér stað upp úr klukkan sex í gærmorgun og var ökumaðurinn handtekinn í kjölfarið grunaður um akstur undir áhrifum. Tjón varð á tveimur bifreiðum í götunni en íbúi segir lukkulegt að enginn hafi verið á ferðinni. „Og svo sjáum að hér eru glerbrot úr rúðunni. Hérna sjáum við hvar börnin fara í gegn. Það eru um fjögur börn sem búa í þessu húsi,“ sagði Gróa Einarsdóttir sem lýsti vettvangi fyrir fréttastofu. Hægt er að sjá klippuna hér fyrir neðan: Gjarnan keyrt glannalega og af miklum hraða inn í götuna Alltof oft sé keyrt glannalega í þröngri götunni. Hún hafi lengi haft áhyggjur af umferðinni. „Mér var mjög brugðið. Því að ég hef haft áhyggjur af öryggi hérna í götunni mjög lengi. Hérna keyrir maður inn, beint af Snorrabraut þar sem er mikill hraði inn í íbúðarhverfi. Hér er svona lengja með görðum og hérna leika börnin sér úti. Þau fara beint úr görðunum, það er engin stétt á milli og inn í götuna.“ Kallar eftir því að gatan verði gerð að vistgötu Hún hvetur Reykjavíkurborg til að grípa til ráðstafana til að tryggja öryggi í götunni og tekur fram að hún hafi áður vakið athygli á málinu. „Ég væri náttúrulega bara til í að þau myndu loka götunni hérna strax að Snorrabraut. Þetta væri bara svo fín gata til þess að vera vistgata og koma inn hinum megin. Þá væri maður náttúrulega að koma inn á miklu minni hraða. Maður ímyndar sér bara ef þetta slys hefði ekki gerst klukkan sex um morguninn heldur aðeins seinna, þá hefðu börn geta verið að fara á milli garðanna og lent í mjög alvarlegu slysi.“
Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira