Sport

Dag­skráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistara­deild Evrópu, NBA og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Khvicha Kvaratskhelia og félagar í PSG eru í beinni.
Khvicha Kvaratskhelia og félagar í PSG eru í beinni. Jean Catuffe/Getty Images

Það er rosaleg dagskrá framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Besta deild kvenna í fótbolta rúllar af stað, 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram, umspilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst, úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta heldur áfram og svo er hafnabolti einnig á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.00 tekur Álftanes á móti Njarðvík í úrslitakeppni Bónus deildar karla.

Klukkan 21.15 er Körfuboltakvöld á dagskrá. Þar verður farið yfir leiki kvöldsins.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.25 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 18.50 færum við okkur til Bretlandseyja þar sem Aston Villa mætir París Saint-Germain í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. PSG leiðir einvígið 3-1.

Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá.

Klukkan 23.30 er komið að leik Orlando Magic og Atlanta Hawks í umspili NBA-deildarinnar. Klukkan 02.00 er leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18.50 er leikur ÍR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Bónus deildar karla á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 18.50 er síðari leikur Borussia Dortmund og Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á dagskrá. Börsungar leiða 4-0.

Klukkan 22.30 er leikur Mariners og Reds í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.

Besta deildin

Klukkan 17.50 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem nágrannafélögin Breiðablik og Stjarnan mætast í 1. umferð Bestu deildar kvenna.

Besta deildin 2

Klukkan 17.50 hefst útsending frá Laugardalnum þar sem Þróttur Reykjavík mætir Fram í 1. umferð Bestu deildar kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×