Hækkun veiðigjalda rýrir virði skráðra sjávarútvegsfélaga um yfir 50 milljarða

Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“
Tengdar fréttir

Veiðigjöldin verði keyrð í gegn
Þingmenn stjórnarandstöðunnar þjörmuðu að atvinnuvegaráðherra á Alþingi í morgun og sökuðu hana um óvandaða stjórnsýslu við breytingar á veiðigjöldum. Ráðherra hafnaði því og ítrekaði að málið yrði klárað á vorþingi.

Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda
Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga.

Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel
Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega.