McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 20:59 Scott McTominay lét að sér kveða í kvöld. EPA-EFE/CIRO FUSCO Napoli vann Empoli 3-0 í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans í kvöld. Skotinn Scott McTominay skoraði tvö mörk á meðan Romelu Lukaku kom að öllum mörkum liðsins. Eftir aðeins átján mínútur kom McTominay heimamönnum yfir eftir undirbúning Lukaku. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Það voru rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Lukaku tvöfaldaði forystuna og hann lagði svo upp þriðja markið sem McTominay skoraði nokkrum mínútum síðar. Alls hefur Skotinn knái nú skorað átta deildarmörk á leiktíðinni ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. 62' Ancora loro due! Lukaku confeziona per McTominay, doppietta e 3-0! #NapoliEmpoli 3-0 pic.twitter.com/qeK843JUsd— Lega Serie A (@SerieA) April 14, 2025 Eftir sigur kvöldsins er Napoli með 68 stig, þremur minna en topplið Inter þegar sex umferðir eru eftir af Serie A. Á Englandi vann Bournemouth 1-0 heimasigur á Fulham þökk sé marki Antoine Semenyo á fyrstu mínútu. Með sigrinum fer Bournemouth upp fyrir Fulham á markatölu. Liðin eru í 8. og 9. sæti með 48 stig að loknum 32 leikjum. What a start for Bournemouth! 🔥Antoine Semenyo puts the hosts ahead inside a minute 😮💨#BOUFUL pic.twitter.com/7E6D4oIiQt— Premier League (@premierleague) April 14, 2025 Á Spáni vann Atlético Madríd sigur á Valladolid eftir að lenda undir snemma leiks. Mamadou Sylla kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Julián Alvarez jafnaði metin örfáum mínútum síðar, einnig með mark af vítapunktinum. Guiliano Simeone kom Atlético svo yfir ekki löngu síðar og staðan 2-1 í hálfleik. Javier Sanchez jafnaði hins vegar metin fyrir gestina í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu heimamenn annað víti. Aftur fór Alvarez á punktinn og aftur skoraði Argentínumaðurinn, hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Grítalo, Giuli 🗣️#LaLigaHighlights pic.twitter.com/NquJ3i6Zom— Atlético de Madrid (@Atleti) April 14, 2025 Norðmaðurinn Alexander Sørloth bætti við fjórða marki heimaliðsins áður en leik lauk og lokatölur í Madríd 4-2. Sigurinn þýðir að Atl. Madríd er með 63 stig í 3. sæti, þremur minna en nágrannar sínir í Real Madríd og sjö minna en topplið Barcelona þegar sjö umferðir eru eftir. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira
Eftir aðeins átján mínútur kom McTominay heimamönnum yfir eftir undirbúning Lukaku. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Það voru rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Lukaku tvöfaldaði forystuna og hann lagði svo upp þriðja markið sem McTominay skoraði nokkrum mínútum síðar. Alls hefur Skotinn knái nú skorað átta deildarmörk á leiktíðinni ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. 62' Ancora loro due! Lukaku confeziona per McTominay, doppietta e 3-0! #NapoliEmpoli 3-0 pic.twitter.com/qeK843JUsd— Lega Serie A (@SerieA) April 14, 2025 Eftir sigur kvöldsins er Napoli með 68 stig, þremur minna en topplið Inter þegar sex umferðir eru eftir af Serie A. Á Englandi vann Bournemouth 1-0 heimasigur á Fulham þökk sé marki Antoine Semenyo á fyrstu mínútu. Með sigrinum fer Bournemouth upp fyrir Fulham á markatölu. Liðin eru í 8. og 9. sæti með 48 stig að loknum 32 leikjum. What a start for Bournemouth! 🔥Antoine Semenyo puts the hosts ahead inside a minute 😮💨#BOUFUL pic.twitter.com/7E6D4oIiQt— Premier League (@premierleague) April 14, 2025 Á Spáni vann Atlético Madríd sigur á Valladolid eftir að lenda undir snemma leiks. Mamadou Sylla kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Julián Alvarez jafnaði metin örfáum mínútum síðar, einnig með mark af vítapunktinum. Guiliano Simeone kom Atlético svo yfir ekki löngu síðar og staðan 2-1 í hálfleik. Javier Sanchez jafnaði hins vegar metin fyrir gestina í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu heimamenn annað víti. Aftur fór Alvarez á punktinn og aftur skoraði Argentínumaðurinn, hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Grítalo, Giuli 🗣️#LaLigaHighlights pic.twitter.com/NquJ3i6Zom— Atlético de Madrid (@Atleti) April 14, 2025 Norðmaðurinn Alexander Sørloth bætti við fjórða marki heimaliðsins áður en leik lauk og lokatölur í Madríd 4-2. Sigurinn þýðir að Atl. Madríd er með 63 stig í 3. sæti, þremur minna en nágrannar sínir í Real Madríd og sjö minna en topplið Barcelona þegar sjö umferðir eru eftir.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira